„Það má því segja að þetta sé byrjað hjá okkur en svo er spurning hvernig þetta muni þróast,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu,
Hann segir að auk þess hafi björgunarsveit á Vopnafirði verið kölluð út um klukkan átta í morgun vegna þakklæðningar sem var að fjúka.
Appelsínugular og gular viðvaranir
Spáð er norðvestanhríð norðan- og vestanlands í dag, en stórhríð á Ströndum og Vestfjörðum og rok eða jafnvel ofsaveður við Breiðafjörð. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra í dag og gilda fram á kvöld. Einnig er búið að gefa út gular viðvaranir víða annars staðar.
Lægðinni fylgir öflugt úrkomusvæði, sem mun skila talsverðri eða mikilli rigningu á láglendi nyrðra, en slyddu eða snjókomu inn til landsins.
Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir, en á vef Veðurstofunnar segir að líklega megi búast við samgöngu- og rafmagnstruflunum á Norðurlandi, Ströndum og Vestfjörðum Vonandi takist þó að koma í veg fyrir eigna- og heilsutjón.