„Þessi sjúkdómur er miskunnarlaus“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. september 2021 13:31 Hönnuðurinn og listakonan Hlín Reykdal segist ekki hafa þurft að hugsa sig um þegar hún var beðin um að sjá um hönnun Bleiku slaufunnar í ár. „Pabbi minn lést úr heilakrabbameini árið 2013 eftir mjög stutta baráttu. Þessi sjúkdómur miskunnarlaus og ég hvet alla til að fara til læknis ef minnsti grunur vaknar,“ segir hönnuðurinn Hlín Reykdal í samtali við Vísi. Hlín Reykdal er listamaðurinn sem sér um hönnun Bleiku slaufunnar í ár og stendur verkefnið henni nærri. „Þetta er í fyrsta skipti sem að ég fæ þann heiður að hanna Bleiku slaufuna og ég þurfti ekki að hugsa mig um andartak þegar þær hjá Krabbameinsfélaginu höfðu samband við mig.“ Ég á nokkrar vinkonur sem hafa glímt við krabbamein og eru að berjast núna og mér er brugðið hvað brjóstakrabbamein er að greinast hjá ungum konum. Hlín segir það mikilvægt að fólki geri sér grein fyrir því að þetta sé ekki vandamál sem að gufi bara upp og því þurfi að gera allt til þess að grípa inn sem fyrst. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2021 rennur til beint Krabbameinsfélagsins. Leikkonan Íris Tanja glæsileg með Bleiku slaufuna. Dóra Dúna Verum til staðar Ágóðinn fer til stuðnings við fjölbreytta starfsemi Krabbameinsfélagsins, krabbameinsrannsóknir, stuðning og ráðgjöf við sjúklinga og aðstandendur og forvarnir til að minnka líkur á krabbameinum. Skilaboð átaksins í ár eru hvatning til fólks að vera til staðar, bæði fyrir þá sem takast á við krabbamein sem og aðstandendur. Krabbamein snertir alla á einhvern hátt og hægt er að veita stuðning á ýmsa vegu. Hönnnunarferlið hefur gengið vel en ég kaus að vinna út frá skilaboðum í ár og ég vildi nota slagorð Krabbameinsfélagsins í ár „verum til“ með í hönnunina. Slaufan í ár er hálsmen með gylltum platta og handþræddri slaufu. Á plattanum eru skilaboðin, Verum til, sem er einmitt slagorð herferðarinnar í ár. Íris Stefánsdóttir Bleika slaufan mun fara í sölu 1. október í öllum helstu matvöruverslunum, hjá Krabbameinsfélaginu, vefsíðu Hlín Reykdal og fleiri stöðum. Hafa ber í huga að slaufan verður aðeins í sölu frá 1. – 15. október svo að eftir það er ekki hægt að tryggja sér eintak. Hver slaufa einstök Hlín hefur um árabil framleitt handgerða skartgripi undir merki sínu Hlín Reykdal og er engin undantekning þegar kemur að þessu verkefni. Fyrirsætan Inga ber Bleiku slaufuna með stolti. Dóra Dúna „Slaufan sjálf er framleidd erlendis og er handþrædd, svo að hver slaufa er í raun einstök.“ Á hverju ári látast um sjö hundruð manns úr krabbameini og þar af eru um þrjú hundruð manns yngri en 75 ára. Talsmenn Krabbameinsfélagsins segja því miður alltof marga falla á milli báts og bryggju og fá því ekki þá þjónustu og upplýsingar sem þeir þurfi á réttum tíma og lifi því við skert lífsgæði. „Ég tileinka slaufunni þeim sem eru að glíma við krabbamein og ástvinunum sem eru alltaf til staðar. Verum til.''“ Frá Krabbameinsfélaginu: Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein eru sumir tvístígandi við það að bjóða aðstoð þrátt fyrir góðan vilja. Ekki hika við að taka frumkvæðið, mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað gæti komið sér vel eða komið með beinar uppástungur. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram. Það sem gæti komið sér vel: Aðstoð tengd heimilisstörfum, búðarferðum, garðvinnu, gæludýrum, bílum ofl. Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar. Matseld, að þú komir með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn. Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun. Nærvera, símtöl, tölvupóstar. Að þú stingir upp á og bjóðir til einhvers sem gæti orðið til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir. Þó að meðferð sé lokið, getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur. Vertu áfram til staðar. Taktu prófið - Hvernig er hægt að minnka líkur á krabbmeinum? Félagið er til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda án endurgjalds. Ráðgjafarnir eru hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem geta veitt upplýsingar og stuðning um hvaðeina fyrir þá sem takast á við krabbamein og þeirra fjölskyldur. Ráðgjafasíminn er 800 4040 og hægt er að bóka viðtöl í Skógarhlíð Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Egilsstöðum. Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtölum í gegnum krabb.is eða netfangið [email protected]. Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Hlín Reykdal er listamaðurinn sem sér um hönnun Bleiku slaufunnar í ár og stendur verkefnið henni nærri. „Þetta er í fyrsta skipti sem að ég fæ þann heiður að hanna Bleiku slaufuna og ég þurfti ekki að hugsa mig um andartak þegar þær hjá Krabbameinsfélaginu höfðu samband við mig.“ Ég á nokkrar vinkonur sem hafa glímt við krabbamein og eru að berjast núna og mér er brugðið hvað brjóstakrabbamein er að greinast hjá ungum konum. Hlín segir það mikilvægt að fólki geri sér grein fyrir því að þetta sé ekki vandamál sem að gufi bara upp og því þurfi að gera allt til þess að grípa inn sem fyrst. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2021 rennur til beint Krabbameinsfélagsins. Leikkonan Íris Tanja glæsileg með Bleiku slaufuna. Dóra Dúna Verum til staðar Ágóðinn fer til stuðnings við fjölbreytta starfsemi Krabbameinsfélagsins, krabbameinsrannsóknir, stuðning og ráðgjöf við sjúklinga og aðstandendur og forvarnir til að minnka líkur á krabbameinum. Skilaboð átaksins í ár eru hvatning til fólks að vera til staðar, bæði fyrir þá sem takast á við krabbamein sem og aðstandendur. Krabbamein snertir alla á einhvern hátt og hægt er að veita stuðning á ýmsa vegu. Hönnnunarferlið hefur gengið vel en ég kaus að vinna út frá skilaboðum í ár og ég vildi nota slagorð Krabbameinsfélagsins í ár „verum til“ með í hönnunina. Slaufan í ár er hálsmen með gylltum platta og handþræddri slaufu. Á plattanum eru skilaboðin, Verum til, sem er einmitt slagorð herferðarinnar í ár. Íris Stefánsdóttir Bleika slaufan mun fara í sölu 1. október í öllum helstu matvöruverslunum, hjá Krabbameinsfélaginu, vefsíðu Hlín Reykdal og fleiri stöðum. Hafa ber í huga að slaufan verður aðeins í sölu frá 1. – 15. október svo að eftir það er ekki hægt að tryggja sér eintak. Hver slaufa einstök Hlín hefur um árabil framleitt handgerða skartgripi undir merki sínu Hlín Reykdal og er engin undantekning þegar kemur að þessu verkefni. Fyrirsætan Inga ber Bleiku slaufuna með stolti. Dóra Dúna „Slaufan sjálf er framleidd erlendis og er handþrædd, svo að hver slaufa er í raun einstök.“ Á hverju ári látast um sjö hundruð manns úr krabbameini og þar af eru um þrjú hundruð manns yngri en 75 ára. Talsmenn Krabbameinsfélagsins segja því miður alltof marga falla á milli báts og bryggju og fá því ekki þá þjónustu og upplýsingar sem þeir þurfi á réttum tíma og lifi því við skert lífsgæði. „Ég tileinka slaufunni þeim sem eru að glíma við krabbamein og ástvinunum sem eru alltaf til staðar. Verum til.''“ Frá Krabbameinsfélaginu: Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein eru sumir tvístígandi við það að bjóða aðstoð þrátt fyrir góðan vilja. Ekki hika við að taka frumkvæðið, mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað gæti komið sér vel eða komið með beinar uppástungur. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram. Það sem gæti komið sér vel: Aðstoð tengd heimilisstörfum, búðarferðum, garðvinnu, gæludýrum, bílum ofl. Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar. Matseld, að þú komir með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn. Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun. Nærvera, símtöl, tölvupóstar. Að þú stingir upp á og bjóðir til einhvers sem gæti orðið til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir. Þó að meðferð sé lokið, getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur. Vertu áfram til staðar. Taktu prófið - Hvernig er hægt að minnka líkur á krabbmeinum? Félagið er til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda án endurgjalds. Ráðgjafarnir eru hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem geta veitt upplýsingar og stuðning um hvaðeina fyrir þá sem takast á við krabbamein og þeirra fjölskyldur. Ráðgjafasíminn er 800 4040 og hægt er að bóka viðtöl í Skógarhlíð Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Egilsstöðum. Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtölum í gegnum krabb.is eða netfangið [email protected].
Frá Krabbameinsfélaginu: Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein eru sumir tvístígandi við það að bjóða aðstoð þrátt fyrir góðan vilja. Ekki hika við að taka frumkvæðið, mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð. Þú getur spurt hvað gæti komið sér vel eða komið með beinar uppástungur. Ef aðstoð er afþökkuð er gott að láta vita að boðið standi samt áfram. Það sem gæti komið sér vel: Aðstoð tengd heimilisstörfum, búðarferðum, garðvinnu, gæludýrum, bílum ofl. Akstur og/eða fylgd í læknaviðtöl, meðferðir og þess háttar. Matseld, að þú komir með mat og jafnvel þannig að hægt sé að eiga í frysti Aðstoð með börn, t.d. rólóferðir, skutl og sækingar, boðið í heimsókn. Að þú sért til staðar fyrir spjall og hlustun. Nærvera, símtöl, tölvupóstar. Að þú stingir upp á og bjóðir til einhvers sem gæti orðið til upplyftingar, t.d. tónleikar, gönguferðir, spil, ökuferðir. Þó að meðferð sé lokið, getur af ýmsum ástæðum verið þörf fyrir aðstoð mun lengur. Vertu áfram til staðar. Taktu prófið - Hvernig er hægt að minnka líkur á krabbmeinum? Félagið er til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda án endurgjalds. Ráðgjafarnir eru hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem geta veitt upplýsingar og stuðning um hvaðeina fyrir þá sem takast á við krabbamein og þeirra fjölskyldur. Ráðgjafasíminn er 800 4040 og hægt er að bóka viðtöl í Skógarhlíð Reykjavík, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Egilsstöðum. Einnig er hægt að óska eftir fjarviðtölum í gegnum krabb.is eða netfangið [email protected].
Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. 14. október 2020 07:00