Sósíalistaflokkurinn auglýsir eftir fólki Gunnar Smári Egilsson skrifar 28. september 2021 13:00 Þegar Sósíalistaflokkurinn var stofnaður fyrir rúmum fjórum árum var markmiði hans sagt vera að byggja upp sterka alþýðuhreyfingu, vekja á ný stéttabaráttu á Íslandi, endurreisa verkalýðslýðshreyfinguna og stofna til nýrra almannasamtaka til að skipuleggja frelsisbaráttu þeirra hópa sem verða fyrir mestum órétti. Í stuttu máli að vekja fólk, virkja og skipuleggja baráttu þess. Sigrar hafa unnist Flokkurinn er byggður upp í kringum þessi markmið. Strúktúr hans er flatur og valddreifður. Stefna hans er mótuð af grasrótinni beint af slembivöldum hópum félaga. Innan flokksins er rými fyrir baráttuhópa fyrir hagsmunum einstakra hópa og til að berjast fyrir tilteknum aðgerðum, sjónarmiðum eða málefnum. Og innan úr flokknum hefur myndast samstaða milli einstaklinga sem unnið hafa að einstökum markmiðum. Þannig kviknaði framboð B-lista Sólveigar Önnu Jónsdóttir í kosningunum í Eflingu meðal félaga í flokknum. Framboðið og kosningabarátta var rekin sem grasrótarhreyfing, sem byggði upp tengsl við fólk utan Sósíalistaflokksins, samfylking þeirra sem vildu endurreisa verkalýðshreyfinguna. Niðurstaðan varð stórkostlegur sigur og stórt skref að markmiðinu um endurreisn verkalýðshreyfingarinnar; að virkja hreyfinguna aftur sem baráttutæki almennings fyrir réttlæti og jöfnuði. Í borgarstjórnarkosningunum 2018 náði Sósíalistaflokkurinn í gegnum sextán framboð með því að bjóða fram fulltrúa þeirra hópa sem minnst völd hafa í borginni, skuggaverur hennar; fátækt fólk, leigjendur, öryrkjar, innflytjendur, láglaunafólk, fátækt eftirlaunafólk o.s.frv. Krafan var um að þessi hópar fengju rödd við borðið, að á þá væri hlustað. Sanna Magdalena Mörtudóttir og hennar fólk fékk góða kosningu, betri en margir flokkar með lengri sögu; Framsókn, VG, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. Samhliða þessu stóð flokkurinn fyrir öflugri umræðu í samfélaginu; kynnti á ný hugtök á borð við sósíalisma, arðrán, stéttabaráttu, auðvald og önnur nauðsynleg orð til að halda utan um vitræna umræðu um samfélagið. Spjallsvæði flokksins á Facebook er líflegasta samfélagsumræðan á Netinu, hávært og opið torg þar sem allskyns sjónarmið heyrast. En flokksfélagar hafa haft áhrif langt út fyrir þann hóp í gegnum greinarskrif, viðtöl, þátttöku og aðgerðir. Meðan mótmæli voru heimil og sættu ekki takmörkunum vegna sóttvarna voru Sósíalistar virkir í stjórnmálum götunnar. Andstaðan hefur harðnað En Sósíalistar unnu ekki allar orrustur. Árangur Sósíalista í Eflingu vakti upp þau öfl sem vildu verja óbreytt kerfi. Þegar félagar í Sósíalistaflokknum studdu framboð Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns Sjómannafélags Íslands var framboðinu svarað af svívirðilegri hörku og brotum á lögum; gamla stjórnin kom í veg fyrir að almennir félagar gætu valið sér forustu. Heiðveig María var rekin úr félaginu. Því miður eru engar varnir á Íslandi gegn slíkri misnotkun valds. Hin sterku komst upp með þetta. Félagar í Sósíalistaflokknum stóðu að endurreisn Leigjendasamtakana, sem mikil þörf er á að byggja upp og efla. En aðstöðu- og peningaleysið varð þess valdandi að starfsemin komst ekki á skrið. Það er því enn eitt af verkefnum dagsins fyrir Sósíalista og aðra sem berjast fyrir réttlæti; að endurvekja samtök leigjenda. Fjölmiðlun á tíma faraldurs Kórónafaraldurinn hafði áhrif á félagsuppbyggingu Sósíalista. Stjórnmál eru félagsstarf. Þau eru kenningar og stefna, en fyrst og fremst eru þau félagsstarf sem byggist upp á tengslum milli fólks og reynslu þessu af að vinna saman, sigra saman og tapa saman. Það er úr þessum tengslum sem hreyfing er byggð upp. Í faraldrinum stofnuðu félagar í Sósíalistaflokknum til Samstöðvarinnar, sem er vísis af róttækum fjölmiðli og mótvægi við meginstraumsmiðlana sem ætíð útvarpa fyrst og fremst sjónarmiðum og áherslum hinna auðugu og valdamiklu. Samstöðin hélt utan um þá deiglu sem endursköpun sósíalismans þarf að vera, dró inn í umræðuna nýjar hugmyndir og nýjar raddir og styrkti tengslin út í samfélagið. Sósíalismi sem valkostur við nýfrjálshyggju Þingframboð flokksins byggði á þessu starfi. Flokkurinn lagði fram breiða og veigamikla stefnuskrá, raunverulegan valkost við þá nýfrjálshyggju sem hér hefur verið rekin hvíldarlaust frá 1991. Markmiðið var að kynna sannfæringu flokksfélaga um að það er enginn annar valkostur en sósíalismi við linnulausa færslu fjár, valda, eigna og auðlinda frá almenningi til hinna fáu ríku. Flokkurinn lagði áherslu á nauðsyn þess að losa ríkisvaldið undan áhrifum auðvaldsins, að almenningur mætti, gæti og ætti að taka völdin og móta samfélagið eftir eigin hagsmunum, vonum og væntingum. Þetta erindi hafði áhrif á samfélagsumræðuna framan af kosningabaráttunni, en síðustu vikuna, tíu daga, varð þetta erindi undir auglýsingaflóði, vel fjármögnuðum kosningamaskínum flokkanna og undarlegum áherslum meginstraumsmiðlanna. Niðurstaðan varð 4,1% atkvæða og enginn þingmaður þar sem þröskuldurinn í íslensku kosningalögunum er hærri en nokkurs staðar í okkar heimshluta. Þetta er hluti hinna ytri skýringa, en það eru líka innri skýringar á Sósíalistaflokkurinn komst ekki í gegnum þessa þröskulda. Flokkurinn er enn ungur og þarf öflugri félagsuppbyggingu hinnar sósíalísku hreyfingar til að komast í gegnum múrinn. Nýr kafli baráttunnar En þessi árangur gefur flokknum einmitt tækifæri til þess. Samkvæmt lögum mun flokkurinn fá hlut af þeim fjármunum sem stjórnmálaflokkarnir skammta sjálfum sér. Miðað við reglurnar í ár fær Sósíalistaflokkurinn 120 m.kr. á kjörtímabilinu ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar aftur að skammt sér 720 m.kr. Í kosningabaráttunni lýsti Sósíalistaflokkurinn því yfir að þeir styrkir sem hann fengi færu í að byggja upp róttæka fjölmiðlun með Alþýðufélaginu í gegnum Samstöðina og til að styrkja Vorstjörnuna, sem er stuðningssjóður fyrir frelsis- og hagsmunabaráttu hópa sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að reka öfluga baráttu; leigjendur, fátækt eftirlaunafólk, innflytjendur, flóttafólk, fátækt fólk, heimilislaust, skuldugt og bjargarlaust. Uppbygging slíkra alþýðuhreyfinga er forsenda árangurs af starfi Sósíalistaflokksins. Án hreyfingar er flokkurinn tilgangslaus. Þess vegna ráðgerir flokkurinn að verja þeim styrk sem hann fær til að byggja upp hreyfinguna, en ætlar flokknum sjálfum að lifa af félagsgjöldum sem fyrr. Fólk óskast Og þá kem ég að tilefni þessa skrifa. Sósíalistaflokknum og þeirri hreyfingu sem hann starfar fyrir vantar fólk sem vill taka þátt í að byggja upp ný alþýðustjórnmál. Viltu taka þátt í endurreisn verkalýðshreyfingarinnar eða leigjendasamtaka, forma hagsmunabaráttu innflytjenda eða fátæks eftirlaunafólks, byggja upp andspyrnu gegn græðgi fjármálakerfisins eða taka þátt í byggja upp róttæka fjölmiðlun, viltu skipuleggja aðgerðir og mótmæli eða kennslu og valdeflingu; þá er fyrsta skrefið að ganga í Sósíalistaflokkinn. Þú getur skráð þig hér: Skráning nýrra félaga. Ef þú vilt létta undir uppbyggingu Samstöðvarinnar getur þú valið að láta lága mánaðarlega upphæð renna frá Alþýðufélaginu til dagskrár stöðvarinnar. Það má gera hér: Skráningarsíða Alþýðufélagsins. Ef þú vilt styðja Vorstjörnunar til að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem standa verst þá má gera það hér: Styrkja Vorstjörnuna. Fram undan er nýr kafli í stuttri sögu Sósíalistaflokksins, kafli uppbyggingar og þroska. Markmiðið er sem fyrr að vekja fólk, virkja og skipuleggja baráttu þess. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar Sósíalistaflokkurinn var stofnaður fyrir rúmum fjórum árum var markmiði hans sagt vera að byggja upp sterka alþýðuhreyfingu, vekja á ný stéttabaráttu á Íslandi, endurreisa verkalýðslýðshreyfinguna og stofna til nýrra almannasamtaka til að skipuleggja frelsisbaráttu þeirra hópa sem verða fyrir mestum órétti. Í stuttu máli að vekja fólk, virkja og skipuleggja baráttu þess. Sigrar hafa unnist Flokkurinn er byggður upp í kringum þessi markmið. Strúktúr hans er flatur og valddreifður. Stefna hans er mótuð af grasrótinni beint af slembivöldum hópum félaga. Innan flokksins er rými fyrir baráttuhópa fyrir hagsmunum einstakra hópa og til að berjast fyrir tilteknum aðgerðum, sjónarmiðum eða málefnum. Og innan úr flokknum hefur myndast samstaða milli einstaklinga sem unnið hafa að einstökum markmiðum. Þannig kviknaði framboð B-lista Sólveigar Önnu Jónsdóttir í kosningunum í Eflingu meðal félaga í flokknum. Framboðið og kosningabarátta var rekin sem grasrótarhreyfing, sem byggði upp tengsl við fólk utan Sósíalistaflokksins, samfylking þeirra sem vildu endurreisa verkalýðshreyfinguna. Niðurstaðan varð stórkostlegur sigur og stórt skref að markmiðinu um endurreisn verkalýðshreyfingarinnar; að virkja hreyfinguna aftur sem baráttutæki almennings fyrir réttlæti og jöfnuði. Í borgarstjórnarkosningunum 2018 náði Sósíalistaflokkurinn í gegnum sextán framboð með því að bjóða fram fulltrúa þeirra hópa sem minnst völd hafa í borginni, skuggaverur hennar; fátækt fólk, leigjendur, öryrkjar, innflytjendur, láglaunafólk, fátækt eftirlaunafólk o.s.frv. Krafan var um að þessi hópar fengju rödd við borðið, að á þá væri hlustað. Sanna Magdalena Mörtudóttir og hennar fólk fékk góða kosningu, betri en margir flokkar með lengri sögu; Framsókn, VG, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. Samhliða þessu stóð flokkurinn fyrir öflugri umræðu í samfélaginu; kynnti á ný hugtök á borð við sósíalisma, arðrán, stéttabaráttu, auðvald og önnur nauðsynleg orð til að halda utan um vitræna umræðu um samfélagið. Spjallsvæði flokksins á Facebook er líflegasta samfélagsumræðan á Netinu, hávært og opið torg þar sem allskyns sjónarmið heyrast. En flokksfélagar hafa haft áhrif langt út fyrir þann hóp í gegnum greinarskrif, viðtöl, þátttöku og aðgerðir. Meðan mótmæli voru heimil og sættu ekki takmörkunum vegna sóttvarna voru Sósíalistar virkir í stjórnmálum götunnar. Andstaðan hefur harðnað En Sósíalistar unnu ekki allar orrustur. Árangur Sósíalista í Eflingu vakti upp þau öfl sem vildu verja óbreytt kerfi. Þegar félagar í Sósíalistaflokknum studdu framboð Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns Sjómannafélags Íslands var framboðinu svarað af svívirðilegri hörku og brotum á lögum; gamla stjórnin kom í veg fyrir að almennir félagar gætu valið sér forustu. Heiðveig María var rekin úr félaginu. Því miður eru engar varnir á Íslandi gegn slíkri misnotkun valds. Hin sterku komst upp með þetta. Félagar í Sósíalistaflokknum stóðu að endurreisn Leigjendasamtakana, sem mikil þörf er á að byggja upp og efla. En aðstöðu- og peningaleysið varð þess valdandi að starfsemin komst ekki á skrið. Það er því enn eitt af verkefnum dagsins fyrir Sósíalista og aðra sem berjast fyrir réttlæti; að endurvekja samtök leigjenda. Fjölmiðlun á tíma faraldurs Kórónafaraldurinn hafði áhrif á félagsuppbyggingu Sósíalista. Stjórnmál eru félagsstarf. Þau eru kenningar og stefna, en fyrst og fremst eru þau félagsstarf sem byggist upp á tengslum milli fólks og reynslu þessu af að vinna saman, sigra saman og tapa saman. Það er úr þessum tengslum sem hreyfing er byggð upp. Í faraldrinum stofnuðu félagar í Sósíalistaflokknum til Samstöðvarinnar, sem er vísis af róttækum fjölmiðli og mótvægi við meginstraumsmiðlana sem ætíð útvarpa fyrst og fremst sjónarmiðum og áherslum hinna auðugu og valdamiklu. Samstöðin hélt utan um þá deiglu sem endursköpun sósíalismans þarf að vera, dró inn í umræðuna nýjar hugmyndir og nýjar raddir og styrkti tengslin út í samfélagið. Sósíalismi sem valkostur við nýfrjálshyggju Þingframboð flokksins byggði á þessu starfi. Flokkurinn lagði fram breiða og veigamikla stefnuskrá, raunverulegan valkost við þá nýfrjálshyggju sem hér hefur verið rekin hvíldarlaust frá 1991. Markmiðið var að kynna sannfæringu flokksfélaga um að það er enginn annar valkostur en sósíalismi við linnulausa færslu fjár, valda, eigna og auðlinda frá almenningi til hinna fáu ríku. Flokkurinn lagði áherslu á nauðsyn þess að losa ríkisvaldið undan áhrifum auðvaldsins, að almenningur mætti, gæti og ætti að taka völdin og móta samfélagið eftir eigin hagsmunum, vonum og væntingum. Þetta erindi hafði áhrif á samfélagsumræðuna framan af kosningabaráttunni, en síðustu vikuna, tíu daga, varð þetta erindi undir auglýsingaflóði, vel fjármögnuðum kosningamaskínum flokkanna og undarlegum áherslum meginstraumsmiðlanna. Niðurstaðan varð 4,1% atkvæða og enginn þingmaður þar sem þröskuldurinn í íslensku kosningalögunum er hærri en nokkurs staðar í okkar heimshluta. Þetta er hluti hinna ytri skýringa, en það eru líka innri skýringar á Sósíalistaflokkurinn komst ekki í gegnum þessa þröskulda. Flokkurinn er enn ungur og þarf öflugri félagsuppbyggingu hinnar sósíalísku hreyfingar til að komast í gegnum múrinn. Nýr kafli baráttunnar En þessi árangur gefur flokknum einmitt tækifæri til þess. Samkvæmt lögum mun flokkurinn fá hlut af þeim fjármunum sem stjórnmálaflokkarnir skammta sjálfum sér. Miðað við reglurnar í ár fær Sósíalistaflokkurinn 120 m.kr. á kjörtímabilinu ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar aftur að skammt sér 720 m.kr. Í kosningabaráttunni lýsti Sósíalistaflokkurinn því yfir að þeir styrkir sem hann fengi færu í að byggja upp róttæka fjölmiðlun með Alþýðufélaginu í gegnum Samstöðina og til að styrkja Vorstjörnuna, sem er stuðningssjóður fyrir frelsis- og hagsmunabaráttu hópa sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að reka öfluga baráttu; leigjendur, fátækt eftirlaunafólk, innflytjendur, flóttafólk, fátækt fólk, heimilislaust, skuldugt og bjargarlaust. Uppbygging slíkra alþýðuhreyfinga er forsenda árangurs af starfi Sósíalistaflokksins. Án hreyfingar er flokkurinn tilgangslaus. Þess vegna ráðgerir flokkurinn að verja þeim styrk sem hann fær til að byggja upp hreyfinguna, en ætlar flokknum sjálfum að lifa af félagsgjöldum sem fyrr. Fólk óskast Og þá kem ég að tilefni þessa skrifa. Sósíalistaflokknum og þeirri hreyfingu sem hann starfar fyrir vantar fólk sem vill taka þátt í að byggja upp ný alþýðustjórnmál. Viltu taka þátt í endurreisn verkalýðshreyfingarinnar eða leigjendasamtaka, forma hagsmunabaráttu innflytjenda eða fátæks eftirlaunafólks, byggja upp andspyrnu gegn græðgi fjármálakerfisins eða taka þátt í byggja upp róttæka fjölmiðlun, viltu skipuleggja aðgerðir og mótmæli eða kennslu og valdeflingu; þá er fyrsta skrefið að ganga í Sósíalistaflokkinn. Þú getur skráð þig hér: Skráning nýrra félaga. Ef þú vilt létta undir uppbyggingu Samstöðvarinnar getur þú valið að láta lága mánaðarlega upphæð renna frá Alþýðufélaginu til dagskrár stöðvarinnar. Það má gera hér: Skráningarsíða Alþýðufélagsins. Ef þú vilt styðja Vorstjörnunar til að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem standa verst þá má gera það hér: Styrkja Vorstjörnuna. Fram undan er nýr kafli í stuttri sögu Sósíalistaflokksins, kafli uppbyggingar og þroska. Markmiðið er sem fyrr að vekja fólk, virkja og skipuleggja baráttu þess. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun