Atlanta-morðinginn lýsir yfir sakleysi Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 14:40 Robert Aaron Long hefur þegar játað að hafa skotið fjóra til bana. Getty Maður sem hóf skothríð á þremur nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum og úthverfi borgarinnar í mars segist saklaus gagnvart nýjustu ákærunum gegn honum. Maðurinn skaut átta til bana og þar af sex konur af asískum uppruna. Árásir Robert Aaron Long, sem er 22 ára gamall, áttu sér stað í tveimur sýslum í Atlanta og því fóru tvenn málaferli fram. Þar er um að ræða Cherokee-sýslu og Fulton-sýslu. Long var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Cherokee-sýslu í sumar þegar hann játaði að hafa skotið fjóra til bana í fjöldamorði hans í mars. Nú segist hann saklaus af því að hafa skotið fjóra aðra til bana í Fulton-sýslu. Saksóknari Fulton-sýslu hefur farið fram á dauðarefsingu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Það vakti töluverða reiði vestanhafs þegar talsmaður fógeta Cherokee-sýslu sagði að Long hefði átt „mjög slæman dag“ og því hafði hann skotið fólkið til bana. Var lögregluþjónninn sagður draga úr alvarleika málsins. Þetta var á tíma þegar ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna jókst mjög. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Árásin hófst í Cherokee-sýslu þar sem Long skaut fimm manns á nuddstofu, þar af af fjögur til bana. Hann keyrði svo tæpa fimmtíu kílómetra til Atlanta þar sem hann skaut þrjár konur til bana á annarri nuddstofu og þá fjórðu á einni nuddstofu til viðbótar hinu megin við götuna. Því næst keyrði Long til suðurs og segja yfirvöld að hann hafi ætlað sér að skjóta fleiri manns í Flórída. Foreldrar hans siguðu þó lögreglunni á hann eftir að þau báru kennsl á hann á myndum úr öryggismyndavélum sem lögreglan í Cherokee-sýslu birti. Foreldrar hans fylgdust með ferðum Long í gegnum síma hans og gátu vísað lögregluþjónum á hann. Fórnarlömb Long í Cherokee-sýslu voru Paul Michels (54ára, Xiaojie „Emily“ Tan (49 ára). Daoyou Feng (44 ára) og Delaina Yaun (33 ára). Í Atlanta voru fórnarlömb hans: Suncha Kim (69 ára), Soon Chung Park (74 ára), Hyun Jung Grant (51 árs) og Yong Ae Yue (63 ára). Í frétt Reuters segir að Long hafi í réttarhöldunum í sumar sagt frá því að hann hafi keypt sér byssu og viskí og ætlað að svipta sig lífi vegna iðrunar sökum kynlífsfíknar sem Long sagðist þjást af. Hann sagðist þó hafa hætt við það og þess í stað skaut hann átta manns til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Árásir Robert Aaron Long, sem er 22 ára gamall, áttu sér stað í tveimur sýslum í Atlanta og því fóru tvenn málaferli fram. Þar er um að ræða Cherokee-sýslu og Fulton-sýslu. Long var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Cherokee-sýslu í sumar þegar hann játaði að hafa skotið fjóra til bana í fjöldamorði hans í mars. Nú segist hann saklaus af því að hafa skotið fjóra aðra til bana í Fulton-sýslu. Saksóknari Fulton-sýslu hefur farið fram á dauðarefsingu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Það vakti töluverða reiði vestanhafs þegar talsmaður fógeta Cherokee-sýslu sagði að Long hefði átt „mjög slæman dag“ og því hafði hann skotið fólkið til bana. Var lögregluþjónninn sagður draga úr alvarleika málsins. Þetta var á tíma þegar ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna jókst mjög. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Árásin hófst í Cherokee-sýslu þar sem Long skaut fimm manns á nuddstofu, þar af af fjögur til bana. Hann keyrði svo tæpa fimmtíu kílómetra til Atlanta þar sem hann skaut þrjár konur til bana á annarri nuddstofu og þá fjórðu á einni nuddstofu til viðbótar hinu megin við götuna. Því næst keyrði Long til suðurs og segja yfirvöld að hann hafi ætlað sér að skjóta fleiri manns í Flórída. Foreldrar hans siguðu þó lögreglunni á hann eftir að þau báru kennsl á hann á myndum úr öryggismyndavélum sem lögreglan í Cherokee-sýslu birti. Foreldrar hans fylgdust með ferðum Long í gegnum síma hans og gátu vísað lögregluþjónum á hann. Fórnarlömb Long í Cherokee-sýslu voru Paul Michels (54ára, Xiaojie „Emily“ Tan (49 ára). Daoyou Feng (44 ára) og Delaina Yaun (33 ára). Í Atlanta voru fórnarlömb hans: Suncha Kim (69 ára), Soon Chung Park (74 ára), Hyun Jung Grant (51 árs) og Yong Ae Yue (63 ára). Í frétt Reuters segir að Long hafi í réttarhöldunum í sumar sagt frá því að hann hafi keypt sér byssu og viskí og ætlað að svipta sig lífi vegna iðrunar sökum kynlífsfíknar sem Long sagðist þjást af. Hann sagðist þó hafa hætt við það og þess í stað skaut hann átta manns til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira