Er sjálf karlsins að deyja sem hugsar með ýktum hætti? Ástþór Ólafsson skrifar 28. september 2021 18:00 Ég skrifaði greinina Að níðast á konunni er gömul vísa sem hefur verið einum of oft kveðin sem fjallar um hvað liggur á bakvið af hverju karlmenn séu búnir að beita konum andlegu og líkamlegu ofbeldi í gegnum aldanna rás. Þar reyni ég að svara þessari spurningu en svarið er vissulega víðfemt og felur í sér ótal möguleika af kenningum til svara. Þarafleiðandi kemur önnur spurning - hvernig getur samfélagið orðið til þess að karlmenn beiti konum engu andlegu og líkamlegu ofbeldi? Þessi spurning getur einkennst af útópíu enda þekkjum við að bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi á sér stað í vestrænu samfélagi og fyrir utan það sem erfitt er að stoppa. En þrátt fyrir getum við reynt að lágmarka þetta athafnamynstur hérna á Íslandi en til að lágmarka það þá verðum við að halda áfram að reyna að skilja hvað liggur á bakvið þessa hugsun og hegðun hjá karlmönnum. Þá snýr málið að sjálfinu eða egóinu enda búið að vera driffjöður karlmannsins undir samfélagslegu lögmáli sem gæti heitið með kæruleysislegum og hégómalegum hætti: Það þarf að matreiða þetta sjálf. En hvernig er sjálfið matreitt? En til að skilja það og hvaðan sjálfið kemur er viðeigandi að fara aftur um 100 ár þegar sálgreinandinn Sigmund Freud (1856-1939) lagði fram kenningu um persónuleika mannsins. Hann vildi meina að hugsun og hegðun mannsins væri tengt þremur þáttum sem myndi stýra mótun á hans persónuleika; þaðið (id), sjálfið (ego) og yfirsjálfið (superego). Þaðið eru lægstu hvatir eins og að borða, sofa, drekka, stunda samneyti, kynlíf o.s.frv. Yfirsjálfið er siðferðislögmálið eins og foreldrar, stofnanir, ríkið eða einhverskonar vald o.s.frv. En sjálfið er manneskjan sjálf og Freud vildi meina að manneskjan væri stöðugt að berjast á móti því að vera ekki eingöngu í þaðinu eða yfirsjálfinu enda tvær ýktar víddir á sitthvorum endanum sem geta bælt niður sjálfið. Þannig að manneskjan á að reyna að sameina þetta tvennt með jafn bundnum hætti til að búa til sterkan persónuleika. Freud safnaði saman þessum upplýsingum með að taka viðtöl við konur. Fékk að skyggnast inn í þeirra heim og komst að þeirri niðurstöðu að konur væru að lifa í einhverri myrkvaveröld sem ætti sér stað án þeirra vilja og stjórnunnar. Hann fór að horfa á kenninguna sína með konur til hliðsjónar. Að konurnar voru án sjálfsins vegna þess að karlar í þeirra umhverfi væru þaðið, sjálfið og yfirsjálfið enda voru konur að þjóna þeirra þörfum þannig þær hlýddu eiginmönnum sínum eða öðru karlmönnum. Þær huguðu lítið að sínu þaði, sjálfi og yfirsjálfi með tilliti til vilja og stjórnunnar. Hann taldi þarafleiðandi að karlinn væri í miklu yfirvaldssambandi við veröldina vegna þess að hann gat sagt til um hvenær konan átti að uppfylla hans grunnþarfir og hlýða honum í öllu. Freud var líka meðvitaður um að þessi þróun myndi eiga sér stað í miklu mæli á næstu áratugum. Enda fann hann að siðferðið í samfélaginu væri á barmi þess að verða gjaldþrota, siðferðið væri dáið og þar með væri sjálfið hjá konunni sömuleiðis dáið en ekki hjá karlinum (Freud og Strachey, 2018). Vegna þess að karlinn hefur verið að matreiða sitt sjálf með að níðast á konunni og gera hana háða sínum þörfum og kröfum. Það gerir það að verkum að hann hefur stýrt algjörlega hvort að konan væri að fylgja sinni sannfæringu og sannleika með því að halda henni frá þessu tvennu. Með þessu brýtur hann niður þann möguleika að konan þrói með sér sjálf enda var hennar persónuleiki óneitanlega háður hans tilvist og hvernig hann byggði upp sinn persónuleika. En upp úr lok seinni heimsstyrjaldarinnar fór að verða hreyfing á að konan ætlaði ekki að láta siðferði karlsins ráða ríkjum um hvort að konan ætti að lúta fyrir hans lægstu þörfum og bera yfir sig hans taumhaldi í hans siðferði. Þá fór konan að koma fram á sjónarsviðið sem sjálfstæður og sterkur einstaklingur með kröftugum hreyfingum eins og við þekkjum hér á Íslandi á 20 tuttugustu og tuttugustu og fyrstu öldinni; Rauðsokkurnar og Metoo. Þetta tvennt verður til þess að konur fara að stíga niður fæti til að sýna að hingað og ekki lengra! eða núna fáið þið að fara aftur á bak. Þessu tengt er kenning franska heimspekingsins Michel Foucault um „transgression“ eða „að fara yfir línuna“ mjög viðeigandi. Hann vildi meina að einstaklingurinn annað hvort sjálfur eða í hópum ætti að ögra línunni sem skerst á milli þess hvar hans hugsun og hegðun afmarkast (Foucault og Gordon, 1980). Þannig konur hafa þurft að ögra línunni í gegnum tímans rás til að fá sínu fram hvað varðar sinn kosningarétt, tilvistarrétt og réttinn til að mennta sig og skapa sér atvinnutækifæri með það fyrir sjónum að lifa með sterkum hætti í samfélagi manna. Þannig mikið búið að eiga sér stað varðandi baráttu kvenna í fjölþættum málum. En ávallt tilhneiging til að halda áfram að berjast fyrir sínu. Eins og ef við veltum þessu upp á nútíma samfélag þar sem umræðan snýr að kynferðislegu áreiti og ofbeldi af hálfu karlmannsins þá hefur það ekki náð eins sterkri röddu og aðrar baráttur. Þannig þetta er búið að vera grasserandi um aldir en hefur verið að fljóta upp á yfirborðið síðastliðnu áratugi eða ár þannig þessi myrkvaveröld er að opinberast fyrir augum samfélagsins. Enda búið að matreiða sjálf karlsins þar sem óttastjórnun hefur verið verulega áberandi og konan verið nauðbeygð til að svara þörfum karlsins. Við þekkjum þetta frá kirkjunni, dómskerfinu, fyrirtækjum og dægurmenningu okkar. En núna síðastliðnu áratugi hefur þetta verið að taka breytingum enda eru konur í sí auknu mæli að falast eftir sínum tilvistarrétti án þess að karlmaður hafi eitthvað um það að segja. En með þessum mikla krafti hafa konur verið að endurheimta sitt sjálf með því að sækja að sjálfi karlsins, bæði til að draga úr þeirra þaði og yfirsjálfi s.s. bæla niður þeirra ýktu þarfir. Enda vilja konur að karlmenn ættu að lifa í sínum grunnþörfum þannig að þeirra kynorka verði ekki einstefna og á sama tíma að þeirra yfirsjálf verði ekki harðsnúið í sömu átt með tilliti til hvað konan má segja og gera. Þannig þá er spurning hvort að sjálf karlsins sé ekki deyja hægt og rólega? Er það tilgangurinn að útrýma sjálfi karlsins? Að við séum að horfa á einhverskonar endurnýjun á sjálfi þar sem karlmenn þurfa að sýna konum virðingu og virða þeirra mörk! En síðan verðum við að hugsa, þetta er sennilega erfitt fyrir suma en ekki alla, því margir karlar ná að stýra sínu sjálfi þannig þeir eru ekki sjálfstýrðir af sínum grunnþörfum með ýktum hætti og þessu að hafa yfirhöndina í samfélaginu. Vegna þess að margir karlar finna jafnvægi á þessu þannig að góður andi ríkir yfir bæði þaðinu og yfirsjálfinu. Þannig fyrir þeim er sjálfið sprelllifandi enda horfa þeir á það sem ákveðna orku sem hægt er að nota til að ná árangri í lífinu eins og að leysa úr erfiðleikum, mennta sig, útvega sér atvinnu, stofna fjölskyldu, viðhalda vinasamböndum o.s.frv. Þannig að karlmenn sem lifa í miklum mæli í sínum ýktu grunnþörfum og horfa sterkt til yfirsjálfsins með sama hætti eru í hættu á að útrýmast miðað við straumhvörfin í samfélaginu varðandi hugsun og hegðun. Sá tími að konan sé til þjónustu reiðubúin þegar karlmenn þurfa að svala sínum þörfum og uppfylla sitt siðferðislega vald er að renna sitt skeið. Þeir þurfa að aðlaga sínar grunnþarfir og yfirsjálf til að vera með sterkt sjálf til að geta tekið þátt í samfélagi manna. Þá mætti alveg gauka þeirri kenningu að sér í félagslegum Darwinisma að aðeins þeir sterku karlmenn lifi af sem geta lifað í kvenlægu samfélagi? Er það útópía? Sennilega fyrir þá sem vilja ekki sjá konuna eflast í öllu sínu heldur frekar hafa hana nauðbeygða til svara fyrir sínum grunnþörfum og gerðu það sem ég segir þér… kona! En þarna leynist svarið við því hvernig getur samfélagið orðið til þess að karlmenn beiti konum engu andlegu og líkamlegu ofbeldi? En á sama tíma spyrja sig margir - af hverju beita konur karlmönnum andlegu og líkamlegu ofbeldi? Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Freud, S., og Strachey, A. (þýðandi). (2018). Civilization and its Discontents. CreateSpace Independent Publishing Platform. Foucault, M., og Gordon, C. (ritstjóri). (1980). Power/Knowledge: Selected interviews and Other Writings. New York: Pantheon Books. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Ég skrifaði greinina Að níðast á konunni er gömul vísa sem hefur verið einum of oft kveðin sem fjallar um hvað liggur á bakvið af hverju karlmenn séu búnir að beita konum andlegu og líkamlegu ofbeldi í gegnum aldanna rás. Þar reyni ég að svara þessari spurningu en svarið er vissulega víðfemt og felur í sér ótal möguleika af kenningum til svara. Þarafleiðandi kemur önnur spurning - hvernig getur samfélagið orðið til þess að karlmenn beiti konum engu andlegu og líkamlegu ofbeldi? Þessi spurning getur einkennst af útópíu enda þekkjum við að bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi á sér stað í vestrænu samfélagi og fyrir utan það sem erfitt er að stoppa. En þrátt fyrir getum við reynt að lágmarka þetta athafnamynstur hérna á Íslandi en til að lágmarka það þá verðum við að halda áfram að reyna að skilja hvað liggur á bakvið þessa hugsun og hegðun hjá karlmönnum. Þá snýr málið að sjálfinu eða egóinu enda búið að vera driffjöður karlmannsins undir samfélagslegu lögmáli sem gæti heitið með kæruleysislegum og hégómalegum hætti: Það þarf að matreiða þetta sjálf. En hvernig er sjálfið matreitt? En til að skilja það og hvaðan sjálfið kemur er viðeigandi að fara aftur um 100 ár þegar sálgreinandinn Sigmund Freud (1856-1939) lagði fram kenningu um persónuleika mannsins. Hann vildi meina að hugsun og hegðun mannsins væri tengt þremur þáttum sem myndi stýra mótun á hans persónuleika; þaðið (id), sjálfið (ego) og yfirsjálfið (superego). Þaðið eru lægstu hvatir eins og að borða, sofa, drekka, stunda samneyti, kynlíf o.s.frv. Yfirsjálfið er siðferðislögmálið eins og foreldrar, stofnanir, ríkið eða einhverskonar vald o.s.frv. En sjálfið er manneskjan sjálf og Freud vildi meina að manneskjan væri stöðugt að berjast á móti því að vera ekki eingöngu í þaðinu eða yfirsjálfinu enda tvær ýktar víddir á sitthvorum endanum sem geta bælt niður sjálfið. Þannig að manneskjan á að reyna að sameina þetta tvennt með jafn bundnum hætti til að búa til sterkan persónuleika. Freud safnaði saman þessum upplýsingum með að taka viðtöl við konur. Fékk að skyggnast inn í þeirra heim og komst að þeirri niðurstöðu að konur væru að lifa í einhverri myrkvaveröld sem ætti sér stað án þeirra vilja og stjórnunnar. Hann fór að horfa á kenninguna sína með konur til hliðsjónar. Að konurnar voru án sjálfsins vegna þess að karlar í þeirra umhverfi væru þaðið, sjálfið og yfirsjálfið enda voru konur að þjóna þeirra þörfum þannig þær hlýddu eiginmönnum sínum eða öðru karlmönnum. Þær huguðu lítið að sínu þaði, sjálfi og yfirsjálfi með tilliti til vilja og stjórnunnar. Hann taldi þarafleiðandi að karlinn væri í miklu yfirvaldssambandi við veröldina vegna þess að hann gat sagt til um hvenær konan átti að uppfylla hans grunnþarfir og hlýða honum í öllu. Freud var líka meðvitaður um að þessi þróun myndi eiga sér stað í miklu mæli á næstu áratugum. Enda fann hann að siðferðið í samfélaginu væri á barmi þess að verða gjaldþrota, siðferðið væri dáið og þar með væri sjálfið hjá konunni sömuleiðis dáið en ekki hjá karlinum (Freud og Strachey, 2018). Vegna þess að karlinn hefur verið að matreiða sitt sjálf með að níðast á konunni og gera hana háða sínum þörfum og kröfum. Það gerir það að verkum að hann hefur stýrt algjörlega hvort að konan væri að fylgja sinni sannfæringu og sannleika með því að halda henni frá þessu tvennu. Með þessu brýtur hann niður þann möguleika að konan þrói með sér sjálf enda var hennar persónuleiki óneitanlega háður hans tilvist og hvernig hann byggði upp sinn persónuleika. En upp úr lok seinni heimsstyrjaldarinnar fór að verða hreyfing á að konan ætlaði ekki að láta siðferði karlsins ráða ríkjum um hvort að konan ætti að lúta fyrir hans lægstu þörfum og bera yfir sig hans taumhaldi í hans siðferði. Þá fór konan að koma fram á sjónarsviðið sem sjálfstæður og sterkur einstaklingur með kröftugum hreyfingum eins og við þekkjum hér á Íslandi á 20 tuttugustu og tuttugustu og fyrstu öldinni; Rauðsokkurnar og Metoo. Þetta tvennt verður til þess að konur fara að stíga niður fæti til að sýna að hingað og ekki lengra! eða núna fáið þið að fara aftur á bak. Þessu tengt er kenning franska heimspekingsins Michel Foucault um „transgression“ eða „að fara yfir línuna“ mjög viðeigandi. Hann vildi meina að einstaklingurinn annað hvort sjálfur eða í hópum ætti að ögra línunni sem skerst á milli þess hvar hans hugsun og hegðun afmarkast (Foucault og Gordon, 1980). Þannig konur hafa þurft að ögra línunni í gegnum tímans rás til að fá sínu fram hvað varðar sinn kosningarétt, tilvistarrétt og réttinn til að mennta sig og skapa sér atvinnutækifæri með það fyrir sjónum að lifa með sterkum hætti í samfélagi manna. Þannig mikið búið að eiga sér stað varðandi baráttu kvenna í fjölþættum málum. En ávallt tilhneiging til að halda áfram að berjast fyrir sínu. Eins og ef við veltum þessu upp á nútíma samfélag þar sem umræðan snýr að kynferðislegu áreiti og ofbeldi af hálfu karlmannsins þá hefur það ekki náð eins sterkri röddu og aðrar baráttur. Þannig þetta er búið að vera grasserandi um aldir en hefur verið að fljóta upp á yfirborðið síðastliðnu áratugi eða ár þannig þessi myrkvaveröld er að opinberast fyrir augum samfélagsins. Enda búið að matreiða sjálf karlsins þar sem óttastjórnun hefur verið verulega áberandi og konan verið nauðbeygð til að svara þörfum karlsins. Við þekkjum þetta frá kirkjunni, dómskerfinu, fyrirtækjum og dægurmenningu okkar. En núna síðastliðnu áratugi hefur þetta verið að taka breytingum enda eru konur í sí auknu mæli að falast eftir sínum tilvistarrétti án þess að karlmaður hafi eitthvað um það að segja. En með þessum mikla krafti hafa konur verið að endurheimta sitt sjálf með því að sækja að sjálfi karlsins, bæði til að draga úr þeirra þaði og yfirsjálfi s.s. bæla niður þeirra ýktu þarfir. Enda vilja konur að karlmenn ættu að lifa í sínum grunnþörfum þannig að þeirra kynorka verði ekki einstefna og á sama tíma að þeirra yfirsjálf verði ekki harðsnúið í sömu átt með tilliti til hvað konan má segja og gera. Þannig þá er spurning hvort að sjálf karlsins sé ekki deyja hægt og rólega? Er það tilgangurinn að útrýma sjálfi karlsins? Að við séum að horfa á einhverskonar endurnýjun á sjálfi þar sem karlmenn þurfa að sýna konum virðingu og virða þeirra mörk! En síðan verðum við að hugsa, þetta er sennilega erfitt fyrir suma en ekki alla, því margir karlar ná að stýra sínu sjálfi þannig þeir eru ekki sjálfstýrðir af sínum grunnþörfum með ýktum hætti og þessu að hafa yfirhöndina í samfélaginu. Vegna þess að margir karlar finna jafnvægi á þessu þannig að góður andi ríkir yfir bæði þaðinu og yfirsjálfinu. Þannig fyrir þeim er sjálfið sprelllifandi enda horfa þeir á það sem ákveðna orku sem hægt er að nota til að ná árangri í lífinu eins og að leysa úr erfiðleikum, mennta sig, útvega sér atvinnu, stofna fjölskyldu, viðhalda vinasamböndum o.s.frv. Þannig að karlmenn sem lifa í miklum mæli í sínum ýktu grunnþörfum og horfa sterkt til yfirsjálfsins með sama hætti eru í hættu á að útrýmast miðað við straumhvörfin í samfélaginu varðandi hugsun og hegðun. Sá tími að konan sé til þjónustu reiðubúin þegar karlmenn þurfa að svala sínum þörfum og uppfylla sitt siðferðislega vald er að renna sitt skeið. Þeir þurfa að aðlaga sínar grunnþarfir og yfirsjálf til að vera með sterkt sjálf til að geta tekið þátt í samfélagi manna. Þá mætti alveg gauka þeirri kenningu að sér í félagslegum Darwinisma að aðeins þeir sterku karlmenn lifi af sem geta lifað í kvenlægu samfélagi? Er það útópía? Sennilega fyrir þá sem vilja ekki sjá konuna eflast í öllu sínu heldur frekar hafa hana nauðbeygða til svara fyrir sínum grunnþörfum og gerðu það sem ég segir þér… kona! En þarna leynist svarið við því hvernig getur samfélagið orðið til þess að karlmenn beiti konum engu andlegu og líkamlegu ofbeldi? En á sama tíma spyrja sig margir - af hverju beita konur karlmönnum andlegu og líkamlegu ofbeldi? Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Heimildir: Freud, S., og Strachey, A. (þýðandi). (2018). Civilization and its Discontents. CreateSpace Independent Publishing Platform. Foucault, M., og Gordon, C. (ritstjóri). (1980). Power/Knowledge: Selected interviews and Other Writings. New York: Pantheon Books.
Heimildir: Freud, S., og Strachey, A. (þýðandi). (2018). Civilization and its Discontents. CreateSpace Independent Publishing Platform. Foucault, M., og Gordon, C. (ritstjóri). (1980). Power/Knowledge: Selected interviews and Other Writings. New York: Pantheon Books.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun