Leita enn að íslenskum manni í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2021 15:16 Sjónarvottur sá til mannsins falla af sæþotu um 200 metra frá landi í Köpingsvik, rétt norður af Borgholm á sænsku eyjarinnar Öland, austur af landinu. Getty Til stóð að halda áfram leit að íslenskum karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur verið saknað frá því að hann hélt frá landi á sæþotu í Svíþjóð á laugardag. Frændi mannsins segist standa fyrir leit að honum. Tilkynnt var um að 41 árs gamall íslenskur karlmaður hefði ekki skilað sér aftur í land eftir að hann fór á sæþotu út á Kalmarsund frá Köpingsvik í norðanverðu Öland á laugardag. Kafarar og þyrla á vegum sænsku strandgæslunnar leitaði mannsins í um fjórar klukkustundir án árangurs. Staðarblaðið Ölandsbladet sagði um helgina að málið væri lögreglu ráðgáta þar sem straumar og vindar hafi verið í átt að landi þegar maðurinn hvarf. Blaðið sagði að sjónarvottur á bryggju hefði séð manninn falla af sæþotunni um tvö hundruð metra frá landi. Í fréttum blaðsins er talað um „drukknunarmál“. Calle Persson, upplýsingafulltrúi hjá sænsku lögreglunni, segir í samtali við Vísi að vitni hafi sagst séð manninn halda út á sæþotunni. Þau hafi síðan fundið þotuna í gangi úti á sjó en að maðurinn hafi hvergi verið sjáanlegur. Lögreglan geti ekki aðhafst mikið meira. Mannsins er talið saknað og gefin hefur verið út eftirlýsing. Skildi björgunarvestið eftir og fór annan hring Víðir Víðisson, frændi mannsins sem er saknað, furðaði sig á hversu lítið sænsk yfirvöld leituðu að honum. Tilkynnt hafi verið um hvarfið um klukkan 15:00 að staðartíma en leitin hafi verið blásin af klukkan 19:00 vegna myrkurs. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær sagði Víðir að hann og fleiri hefðu farið út til leitar í Svíþjóð. Aðstæður til leitar hafi verið erfiðar í gær. Hann sagði frænda sinn hafa verið að leik með börnum sínum í fjörunni á laugardaginn. Hann hafi komið í land með börnin, tekið af sér björgunarvesti og ætlað að ganga frá þotunni. Eftir það hafi hann tekið einn hring á þotunni í viðbót. „Þegar hann fer út er vitni þarna sem sér hann detta af skíðinu og svo sést bara ekki meira til,“ sagði Víðir og fullyrti að þetta hefði gerst aðeins um tvö hundruð metra frá landi. Samtökin Missing People í Svíþjóð hafa auglýst eftir sjálfboðaliðum í leitina. Talsmaður samtakanna sagði Ölandsbladet að leit yrði haldið áfram að manninum í dag. Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47 Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Tilkynnt var um að 41 árs gamall íslenskur karlmaður hefði ekki skilað sér aftur í land eftir að hann fór á sæþotu út á Kalmarsund frá Köpingsvik í norðanverðu Öland á laugardag. Kafarar og þyrla á vegum sænsku strandgæslunnar leitaði mannsins í um fjórar klukkustundir án árangurs. Staðarblaðið Ölandsbladet sagði um helgina að málið væri lögreglu ráðgáta þar sem straumar og vindar hafi verið í átt að landi þegar maðurinn hvarf. Blaðið sagði að sjónarvottur á bryggju hefði séð manninn falla af sæþotunni um tvö hundruð metra frá landi. Í fréttum blaðsins er talað um „drukknunarmál“. Calle Persson, upplýsingafulltrúi hjá sænsku lögreglunni, segir í samtali við Vísi að vitni hafi sagst séð manninn halda út á sæþotunni. Þau hafi síðan fundið þotuna í gangi úti á sjó en að maðurinn hafi hvergi verið sjáanlegur. Lögreglan geti ekki aðhafst mikið meira. Mannsins er talið saknað og gefin hefur verið út eftirlýsing. Skildi björgunarvestið eftir og fór annan hring Víðir Víðisson, frændi mannsins sem er saknað, furðaði sig á hversu lítið sænsk yfirvöld leituðu að honum. Tilkynnt hafi verið um hvarfið um klukkan 15:00 að staðartíma en leitin hafi verið blásin af klukkan 19:00 vegna myrkurs. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær sagði Víðir að hann og fleiri hefðu farið út til leitar í Svíþjóð. Aðstæður til leitar hafi verið erfiðar í gær. Hann sagði frænda sinn hafa verið að leik með börnum sínum í fjörunni á laugardaginn. Hann hafi komið í land með börnin, tekið af sér björgunarvesti og ætlað að ganga frá þotunni. Eftir það hafi hann tekið einn hring á þotunni í viðbót. „Þegar hann fer út er vitni þarna sem sér hann detta af skíðinu og svo sést bara ekki meira til,“ sagði Víðir og fullyrti að þetta hefði gerst aðeins um tvö hundruð metra frá landi. Samtökin Missing People í Svíþjóð hafa auglýst eftir sjálfboðaliðum í leitina. Talsmaður samtakanna sagði Ölandsbladet að leit yrði haldið áfram að manninum í dag.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47 Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Lögregla hættir leit að Íslendingnum á Öland Lögregla á Öland í Svíþjóð hefur hætt leit að fertugum Íslendingi sem féll af sjósleða í Köpingsvik við bæinn Borgholm á laugardag. 28. september 2021 12:47
Íslendings leitað sem féll af sjósleða í Svíþjóð á laugardag Íslendings er leitað sem féll af sæþotu undan strönd sænsku borgarinnar Borgholm á Öland á laugardag. 27. september 2021 14:51