Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 19:31 Boltinn er nú í höndum Alþingis. Vísir/Vilhelm Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun á fundi sínum klukkan fjögur. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Fulltrúar verði líklega ekki úr kjördæminu Flestir þingflokkar munu koma saman á morgun til að velja sína fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa í nefndinni því hún verður skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Því mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins, Samfylking og Píratar einn mann hver. Nefndarmenn kjörbréfanefndar munu skiptast svona á milli flokkanna.vísir Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa. Margir flokkar hafa staðfest það að hvorki jöfnunarþingmenn né þingmenn úr Norðvesturkjördæmi fái sæti í nefndinni svo hún haldi hlutleysi sínu í rannsókn á málinu. Nefndin fundi fyrir opnum dyrum Boltinn er nú hjá kjörbréfanefnd en vangaveltur um störf hennar voru ræddar í Pallborðinu í dag og þeirri hugmynd teflt fram að allir nefndarfundir hennar yrðu opnir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni síðan í dag: „Mér finnst allt í lagi að spyrja þá sem sitja í nefndinni af hverju ættu þeir ekki að vera opnir? Af hverju er ekki í lagi að þeir séu opnir og þetta sé allt gert fyrir opnum tjöldum?,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum hjá Feneyjanefnd, tók undir orð Baldurs: „Það á ekki að vera leynd yfir þessu. Þetta er ekki leyndarmál alþingismanna sem þeir lúra yfir. Þetta er réttur almennings að fá úr þessu skorið,“ sagði hún. Gestir Pallborðsins voru Baldur Halldór, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Af hverju á að funda bak við luktar dyr? Það er kannski spurningin sem má spyrja og sérstaklega þegar málið er svona viðkvæmt og það er tortryggni í samfélaginu í garð ferlisins og hvernig að þessu hefur verið staðið. Þá held ég að hvíli enn þá meiri ábyrgð á þinginu að hafa ferlið opið og gagnsætt,“ sagði Baldur loks. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Pallborðið Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun á fundi sínum klukkan fjögur. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Fulltrúar verði líklega ekki úr kjördæminu Flestir þingflokkar munu koma saman á morgun til að velja sína fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa í nefndinni því hún verður skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Því mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins, Samfylking og Píratar einn mann hver. Nefndarmenn kjörbréfanefndar munu skiptast svona á milli flokkanna.vísir Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa. Margir flokkar hafa staðfest það að hvorki jöfnunarþingmenn né þingmenn úr Norðvesturkjördæmi fái sæti í nefndinni svo hún haldi hlutleysi sínu í rannsókn á málinu. Nefndin fundi fyrir opnum dyrum Boltinn er nú hjá kjörbréfanefnd en vangaveltur um störf hennar voru ræddar í Pallborðinu í dag og þeirri hugmynd teflt fram að allir nefndarfundir hennar yrðu opnir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni síðan í dag: „Mér finnst allt í lagi að spyrja þá sem sitja í nefndinni af hverju ættu þeir ekki að vera opnir? Af hverju er ekki í lagi að þeir séu opnir og þetta sé allt gert fyrir opnum tjöldum?,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum hjá Feneyjanefnd, tók undir orð Baldurs: „Það á ekki að vera leynd yfir þessu. Þetta er ekki leyndarmál alþingismanna sem þeir lúra yfir. Þetta er réttur almennings að fá úr þessu skorið,“ sagði hún. Gestir Pallborðsins voru Baldur Halldór, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Af hverju á að funda bak við luktar dyr? Það er kannski spurningin sem má spyrja og sérstaklega þegar málið er svona viðkvæmt og það er tortryggni í samfélaginu í garð ferlisins og hvernig að þessu hefur verið staðið. Þá held ég að hvíli enn þá meiri ábyrgð á þinginu að hafa ferlið opið og gagnsætt,“ sagði Baldur loks.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Pallborðið Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira