Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2021 12:08 Aron Einar Gunnarsson og annar maður, fyrrverandi landsliðsmaður, eru grunaðir um að hafa brotið gegn konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Vísir/Bára Dröfn Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. Réttargæslumaður segir sönnunarfærslu í málum sem þessum þunga en að fyrir brotaþola snúist þau fyrst og fremst um að koma þeim upp á yfirborðið og loka þeim. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði stjórn KSÍ hafa útilokað sig frá landsliðshópnum vegna sögusagna um að hann hafi brotið gegn konu árið 2010. Hann sagði KSÍ ekki hafa komið að máli við sig en að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kæra lögð fram í tvígang Fréttastofa hefur fengið staðfest að kæra var lögð fram árið 2010 en síðan dregin til baka. Hún hafi síðan verið lögð fram að nýju nú nýverið. Lögreglurannsókn er því hafin en hún snýr ekki aðeins að Aroni Einari því annar karlmaður, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig til skoðunar í málinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við fjölmiðla í ágúst að stjórnin hefði fengið tilkynningu um hópnauðgun, en vildi ekki fara nánar út í málið. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hafnaði því í gær að sögusagnir á hendir Aroni Einari hafi haft áhrif á valið í landsliðshópinn og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafnaði því að stjórn KSÍ hafi farið fram á að Aron fengi ekki að vera með í hópnum. Erfitt að sanna málin en ekki ómögulegt Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður og réttargæslumaður segir að þó málið sé orðið ellefu ára þá sé það ekki fyrnt. Sönnunarfærslan sé hins vegar þung. „Hún er talsvert erfið. Almennt er ekki mikið um sönnunargögn í svona málum, það er að segja físísk sönnunargögn þannig að oft er þetta orð á móti orði og hún er talsvert þung. En það eru alveg fordæmi fyrir því að menn hafi verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot þó langur tími sé liðinn,“ segir Kolbrún. Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður. Það sé hins vegar ekki algengt. „Ég myndi ekki segja að það væri algengt. Því sönnunarfærslan er erfið í málum þar sem svo langt er um liðið.“ Hún segir að máli sem þessi snúi oft að því að ná fram réttlæti og ákveðinni lokun, enda séu kynferðisbrotamál brotaþolum afskaplega þungbær. „Almennt þegar kæra er lögð fram löngu eftir að brotið hefur átt sér stað þá er það oft gert til þess að koma málinu upp á yfirborðið. Og brotaþolar gera sér grein fyrir því að staðan er erfiðari heldur en ef brotið hefði verið kært strax. En þetta snýst oft um einhvers konar réttlætismál, að sá sem er borinn sökum að hann standi frammi fyrir og svari fyrir brotin, jafnvel þó málið fari ekki áfram vegna erfiðra sönnunarstöðu.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Réttargæslumaður segir sönnunarfærslu í málum sem þessum þunga en að fyrir brotaþola snúist þau fyrst og fremst um að koma þeim upp á yfirborðið og loka þeim. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði stjórn KSÍ hafa útilokað sig frá landsliðshópnum vegna sögusagna um að hann hafi brotið gegn konu árið 2010. Hann sagði KSÍ ekki hafa komið að máli við sig en að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kæra lögð fram í tvígang Fréttastofa hefur fengið staðfest að kæra var lögð fram árið 2010 en síðan dregin til baka. Hún hafi síðan verið lögð fram að nýju nú nýverið. Lögreglurannsókn er því hafin en hún snýr ekki aðeins að Aroni Einari því annar karlmaður, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig til skoðunar í málinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við fjölmiðla í ágúst að stjórnin hefði fengið tilkynningu um hópnauðgun, en vildi ekki fara nánar út í málið. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hafnaði því í gær að sögusagnir á hendir Aroni Einari hafi haft áhrif á valið í landsliðshópinn og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafnaði því að stjórn KSÍ hafi farið fram á að Aron fengi ekki að vera með í hópnum. Erfitt að sanna málin en ekki ómögulegt Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður og réttargæslumaður segir að þó málið sé orðið ellefu ára þá sé það ekki fyrnt. Sönnunarfærslan sé hins vegar þung. „Hún er talsvert erfið. Almennt er ekki mikið um sönnunargögn í svona málum, það er að segja físísk sönnunargögn þannig að oft er þetta orð á móti orði og hún er talsvert þung. En það eru alveg fordæmi fyrir því að menn hafi verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot þó langur tími sé liðinn,“ segir Kolbrún. Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður. Það sé hins vegar ekki algengt. „Ég myndi ekki segja að það væri algengt. Því sönnunarfærslan er erfið í málum þar sem svo langt er um liðið.“ Hún segir að máli sem þessi snúi oft að því að ná fram réttlæti og ákveðinni lokun, enda séu kynferðisbrotamál brotaþolum afskaplega þungbær. „Almennt þegar kæra er lögð fram löngu eftir að brotið hefur átt sér stað þá er það oft gert til þess að koma málinu upp á yfirborðið. Og brotaþolar gera sér grein fyrir því að staðan er erfiðari heldur en ef brotið hefði verið kært strax. En þetta snýst oft um einhvers konar réttlætismál, að sá sem er borinn sökum að hann standi frammi fyrir og svari fyrir brotin, jafnvel þó málið fari ekki áfram vegna erfiðra sönnunarstöðu.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08