Rödd úr grasrótinni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 4. október 2021 07:00 Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð fannst mér, gallhörðum sjálfstæðismanninum, hún vera illskásti kosturinn sem uppi var á þeim tíma. Tveir aðrir verri kostir voru í boði. Sá fyrri var að fólkið sem náðist á mynd í stofunni á Syðra Langholti 4 í Hrunamannahreppi næðist á mynd við ríkisráðsborðið á Bessastöðum. Seinni kosturinn var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks og Fólks fólksins. Sú ríkisstjórn hefði þó þurft að funda í gegnum fjarfundarbúnað vegna óvildar á milli forystufólks Framsóknar og Miðflokks, eftir uppgjörið mikla í Framsókn. Ég setti hins vegar tvo fyrirvara við þá ríkisstjórn er tók við eða öllu heldur setti tvo ráðherra á skilorð. Mér fannst það alls ekki við hæfi að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar yrði gerður að umhverfisráðherra. Það væri nánast eins og ef að forstjóri sjávarútvegsfyrirtækis yrði gerður að sjávarútvegsráðherra. Það hefur líka komið á daginn, að umhverfisráðherra hefur fyrst og fremst með embættisfærslum sínum, verið upptekinn af því að gera Landvernd til geðs, frekar en að huga að heildarhagsmunum þjóðarinnar. Frumvarp ráðherrans um hálendisþjóðgarð var þvert á tillögur starfshóps skipaðan fulltrúum allra flokka á þingi og hagsmunaaðila sem að með einum öðrum hætti nýta hálendið í leik og starfi. Frumvarpið líkist meira því að hafa verið skrifað á skrifstofu Landverndar en að ráðherrann hafi tekið tillit til tillagna starfshópsins. Afar umdeilt friðunaræði ráðherrans í undanfara kosninga í andstöðu við að minnsta kosti annan stjórnarflokkinn er svo annað dæmi um gerrræðislega einræðistilburði ráðherrans. Hinn ráðherrann sem ég setti á skilorð er heilbrigðisráðherra. Þegar núverandi heilbrigðisráðherra tók við, stóð heilbrigðiskerfið á krossgötum, eins og oft áður.Biðlistar vegna liðskiptiaðgerða og annarra valkvæðra aðgerða eins og t.d. augnsteinsaðgerða voru farnir að hrannast upp sem aldrei fyrr og það þrátt fyrir þriggja ára átak í útrýmingu biðlista vegna liðskiptiaðgerða. Í stað þess að tryggja þeim sjúkratryggðu einstaklingum sem biðu þessara aðgerða, skjóta og örugga þjónustu með samningum við sérfræðilækna, ákvað ráðherrann að öllum þessum aðgerðum væri betur borgið á yfirfullum Landspítala og ríkisreknu landsbyggðarsjúkrahúsunum. Sú ákvörðun ráðherrans hefur leitt það af sér, að nú eru biðlistar lengri sem aldrei fyrr og hafa margir einstaklingar er bíða liðskiptiaðgerða, tekið þann kostinn að fara erlendis í sínar aðgerðir með allt að þreföldum kostnaði miðað við að aðgerðin væri framkvæmd hér heima. Eins hafa margir, fæstir efnafólk, talið það sér efnahagslega fyrir bestu að greiða sjálft fyrir liðskiptiaðgerð á Klíníkinni við Ármúla fremur en að vera úr leik um óákveðinn tíma og liggja heima tekjulaus bryðjandi verkjalyf eins og enginn sé morgundagurinn. Svipaða sögu má segja um augnasteinsaðgerðirnar.Annað stórt vandamál sem verið hefur viðvarandi allt síðastliðið kjörtímabil, er svokallaður fráflæðivandi. Hafin var vinna við lausn hans í tíð Krisjáns Þórs Júlíussonar sem heilbrigðisráðherra með því að komið var upp deild á Vífilstaðaspítala fyrir þá einstaklinga sem útskrifast af Landspítalanum en geta ekki, af ýmsum ástæðum, eins og t.d. skorts á umönnun ekki farið heim í óbreytt ástand. Vífilstaðaúrræðið var hins vegar eða átti bara að vera fyrsta skrefið af ótal mörgum til þess að leysa vandann. Enda húsnæðið þar hvergi nærri undir það búið að anna eftirspurn. Að minnsta kosti fyrstu þrjú ár nýliðins kjörtímabils, stóðu heilbrigðisyfirvöldum til boða, bæði húsnæði og þjónusta á sama verði og Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir pláss á hjúkrunarheimili, til þess að taka á móti rúmlega 100 einstaklingum sem bíða úrræða eins og pláss á hjúkrunarheimili eða bara aukinnar heimaþjónustu svo viðkomandi geti búið lengur heima. Þegar heilbrigðisyfirvöld loksins sáu ljósið, var það um seinan. Enda hafði eigandi þess húsnæðis sem til boða stóð, gefist upp á því að bíða svars frá heilbrigðisyfirvöldum og leigt húsnæðið öðrum. Leit stendur þó yfir að öðru húsnæði og mun mögulega verið samið við sömu aðila og í upphafi vildu veita þjónustuna . Ráðherrann hefur einnig látið hjá líða að halda áfram þeirri jákvæðu uppbyggingu í heilsugæsluþjónustu sem hófst á höfuðborgarsvæðinu í tíð Kristjáns Þórs, með því að útfæra víðar um landið það rekstrarmodel sem þar var komið upp og virkar vel, bæði fyrir þjonustukaupanda og þann sem þjónustuna notar. Eftirspurn fyrir þessu módeli er töluverð og sést hún best á því að hundruðir eða þúsundir suðurnesjabúa hafa nú skráð sig á heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Við þetta má svo bæta stórfurðulegum og í raun lífshættulegum ákvörðunum ráðherra varðandi skimanir fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum kvenna. Margt annað af glórulausum aðgerðum ráðherra væri hægt að tína hér til. Aðgerðum sem flestar ef ekki allar miða að því að troða sem flestu, sem auðvelt væri að vinna annars staðar fyrir sama fjármagn eða minna, inn á yfirfullan og löngu sprunginn Landspítala sem þó vart stóð undir þeirri starfsemi er hann sinnti áður. Að ofansögðu mun ég ekki geta stutt ríkisstjórn sem mynduð verður með þessum ráðherrum eða flokkssystkynum þeirra í þessum sömu ráðuneytum á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkinn og sjálfstæðisstefnuna mun ég hins vegar styðja áfram, þó svo ég kynni kannski forystu hans litlar þakkir fyrir, leiði hann ráðherra Vinstri grænna til valda í þessum tveimur ráðuneytum sem getið er hér að ofan. Slík ráðherraskipan væri ávísum á meiri og dýpri hörmungar en lýst er hér að ofan. Ég get ekki og mun ekki sætta mig slíkar hörmungar. Hvað þá að ljá nafni mínu stuðningi við þær. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Þegar fráfarandi ríkisstjórn var mynduð fannst mér, gallhörðum sjálfstæðismanninum, hún vera illskásti kosturinn sem uppi var á þeim tíma. Tveir aðrir verri kostir voru í boði. Sá fyrri var að fólkið sem náðist á mynd í stofunni á Syðra Langholti 4 í Hrunamannahreppi næðist á mynd við ríkisráðsborðið á Bessastöðum. Seinni kosturinn var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokks og Fólks fólksins. Sú ríkisstjórn hefði þó þurft að funda í gegnum fjarfundarbúnað vegna óvildar á milli forystufólks Framsóknar og Miðflokks, eftir uppgjörið mikla í Framsókn. Ég setti hins vegar tvo fyrirvara við þá ríkisstjórn er tók við eða öllu heldur setti tvo ráðherra á skilorð. Mér fannst það alls ekki við hæfi að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar yrði gerður að umhverfisráðherra. Það væri nánast eins og ef að forstjóri sjávarútvegsfyrirtækis yrði gerður að sjávarútvegsráðherra. Það hefur líka komið á daginn, að umhverfisráðherra hefur fyrst og fremst með embættisfærslum sínum, verið upptekinn af því að gera Landvernd til geðs, frekar en að huga að heildarhagsmunum þjóðarinnar. Frumvarp ráðherrans um hálendisþjóðgarð var þvert á tillögur starfshóps skipaðan fulltrúum allra flokka á þingi og hagsmunaaðila sem að með einum öðrum hætti nýta hálendið í leik og starfi. Frumvarpið líkist meira því að hafa verið skrifað á skrifstofu Landverndar en að ráðherrann hafi tekið tillit til tillagna starfshópsins. Afar umdeilt friðunaræði ráðherrans í undanfara kosninga í andstöðu við að minnsta kosti annan stjórnarflokkinn er svo annað dæmi um gerrræðislega einræðistilburði ráðherrans. Hinn ráðherrann sem ég setti á skilorð er heilbrigðisráðherra. Þegar núverandi heilbrigðisráðherra tók við, stóð heilbrigðiskerfið á krossgötum, eins og oft áður.Biðlistar vegna liðskiptiaðgerða og annarra valkvæðra aðgerða eins og t.d. augnsteinsaðgerða voru farnir að hrannast upp sem aldrei fyrr og það þrátt fyrir þriggja ára átak í útrýmingu biðlista vegna liðskiptiaðgerða. Í stað þess að tryggja þeim sjúkratryggðu einstaklingum sem biðu þessara aðgerða, skjóta og örugga þjónustu með samningum við sérfræðilækna, ákvað ráðherrann að öllum þessum aðgerðum væri betur borgið á yfirfullum Landspítala og ríkisreknu landsbyggðarsjúkrahúsunum. Sú ákvörðun ráðherrans hefur leitt það af sér, að nú eru biðlistar lengri sem aldrei fyrr og hafa margir einstaklingar er bíða liðskiptiaðgerða, tekið þann kostinn að fara erlendis í sínar aðgerðir með allt að þreföldum kostnaði miðað við að aðgerðin væri framkvæmd hér heima. Eins hafa margir, fæstir efnafólk, talið það sér efnahagslega fyrir bestu að greiða sjálft fyrir liðskiptiaðgerð á Klíníkinni við Ármúla fremur en að vera úr leik um óákveðinn tíma og liggja heima tekjulaus bryðjandi verkjalyf eins og enginn sé morgundagurinn. Svipaða sögu má segja um augnasteinsaðgerðirnar.Annað stórt vandamál sem verið hefur viðvarandi allt síðastliðið kjörtímabil, er svokallaður fráflæðivandi. Hafin var vinna við lausn hans í tíð Krisjáns Þórs Júlíussonar sem heilbrigðisráðherra með því að komið var upp deild á Vífilstaðaspítala fyrir þá einstaklinga sem útskrifast af Landspítalanum en geta ekki, af ýmsum ástæðum, eins og t.d. skorts á umönnun ekki farið heim í óbreytt ástand. Vífilstaðaúrræðið var hins vegar eða átti bara að vera fyrsta skrefið af ótal mörgum til þess að leysa vandann. Enda húsnæðið þar hvergi nærri undir það búið að anna eftirspurn. Að minnsta kosti fyrstu þrjú ár nýliðins kjörtímabils, stóðu heilbrigðisyfirvöldum til boða, bæði húsnæði og þjónusta á sama verði og Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir pláss á hjúkrunarheimili, til þess að taka á móti rúmlega 100 einstaklingum sem bíða úrræða eins og pláss á hjúkrunarheimili eða bara aukinnar heimaþjónustu svo viðkomandi geti búið lengur heima. Þegar heilbrigðisyfirvöld loksins sáu ljósið, var það um seinan. Enda hafði eigandi þess húsnæðis sem til boða stóð, gefist upp á því að bíða svars frá heilbrigðisyfirvöldum og leigt húsnæðið öðrum. Leit stendur þó yfir að öðru húsnæði og mun mögulega verið samið við sömu aðila og í upphafi vildu veita þjónustuna . Ráðherrann hefur einnig látið hjá líða að halda áfram þeirri jákvæðu uppbyggingu í heilsugæsluþjónustu sem hófst á höfuðborgarsvæðinu í tíð Kristjáns Þórs, með því að útfæra víðar um landið það rekstrarmodel sem þar var komið upp og virkar vel, bæði fyrir þjonustukaupanda og þann sem þjónustuna notar. Eftirspurn fyrir þessu módeli er töluverð og sést hún best á því að hundruðir eða þúsundir suðurnesjabúa hafa nú skráð sig á heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Við þetta má svo bæta stórfurðulegum og í raun lífshættulegum ákvörðunum ráðherra varðandi skimanir fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum kvenna. Margt annað af glórulausum aðgerðum ráðherra væri hægt að tína hér til. Aðgerðum sem flestar ef ekki allar miða að því að troða sem flestu, sem auðvelt væri að vinna annars staðar fyrir sama fjármagn eða minna, inn á yfirfullan og löngu sprunginn Landspítala sem þó vart stóð undir þeirri starfsemi er hann sinnti áður. Að ofansögðu mun ég ekki geta stutt ríkisstjórn sem mynduð verður með þessum ráðherrum eða flokkssystkynum þeirra í þessum sömu ráðuneytum á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkinn og sjálfstæðisstefnuna mun ég hins vegar styðja áfram, þó svo ég kynni kannski forystu hans litlar þakkir fyrir, leiði hann ráðherra Vinstri grænna til valda í þessum tveimur ráðuneytum sem getið er hér að ofan. Slík ráðherraskipan væri ávísum á meiri og dýpri hörmungar en lýst er hér að ofan. Ég get ekki og mun ekki sætta mig slíkar hörmungar. Hvað þá að ljá nafni mínu stuðningi við þær. Höfundur er bílstjóri.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun