Brazell skrifaði undir þriggja ára samning við Gróttu sem endaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili.
Brazell hóf störf hjá Gróttu fyrir tveimur árum. Hann hefur verið yfirþjálfari yngri flokka og á síðasta tímabili var hann aðstoðarþjálfari Ágústs með karlalið Gróttu.
Brazell er fæddur 1992 og er því aðeins 29 ára. Áður en hann kom til Íslands var hann þjálfari yngri liða hjá Norwich City.
„Knattspyrnudeild Gróttu telur ráðningu þessa unga þjálfara í anda þess sem Grótta stendur fyrir, þ.e. að gefa ungu hæfileikafólki tækifæri, bæði leikmönnum og þjálfurum. Það sé hluti af því sem gerir Gróttu lifandi og skemmtilegt félag, alltaf opið fyrir ferskum straumum, nýjum hæfileikum og gefur fólki frelsi til að þroskast við stórar áskoranir. Deildin fagnar því að hafa Chris áfram í lykilhlutverki hjá félaginu í því uppbyggingastarfi sem deildin hefur staðið fyrir undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Gróttu.