Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 16:53 Langþráður draumur William Shatner, sem fór með hlutverk kafteinsins James T. Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek, rætist síðar í mánuðinum. Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag. „Það er aldrei of seint að upplifa nýja hluti,“ sagði hinn níræði Shatner í færslu á Twitter en hann er hvað frægastur fyrir leik sinn sem kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek. Lék hann aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var árin 1966 til 1969 auk þess sem hann í sjö kvikmyndum og leikstýrði einni um ævintýri áhöfnar USS Starship Enterprise. Í yfirlýsingu um málið sagðist Shatner hafa „heyrt af geimnum í nokkurn tíma,“ og að hann fengi núna loksins tækifærið til að fara þangað sjálfur. „Þvílíkt kraftaverk,“ sagði Shatner. So now I can say something. Yes, it s true; I m going to be a rocket man! https://t.co/B2jFeXrr6L— William Shatner (@WilliamShatner) October 4, 2021 Að því er kemur fram í frétt AP er Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, mikill aðdáandi Star Trek og ákvað því að bjóða Shatner sæti í næstu ferð Blue Origin. Shatner verður elsti maðurinn til að fara út í geim en hann mun ferðast með þremur öðrum, þar á meðal tveimur farþegum. Ferðin mun taka um það bil tíu mínútur og mun þotan fljúga í allt að 106 kílómetra hæð, rétt yfir Kárman-línuna svokölluðu sem markar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Um er að ræða aðra ferð Blue Origin en fyrsta ferð geimferðarfyrirtækisins fór fram þann 20. júlí síðastliðinn. Jeff Bezos var þar sjálfur í för ásamt bróður sínum, Mark Bezos, átján ára Hollendinginum Oliver Daemen, og bandarísku flugáhugakonunni Wally Funk. Star Trek's Captain Kirk is set to boldly go where no actor has gone before. William Shatner will blast off on a Blue Origin capsule on Oct. 12, Jeff Bezos space travel company announced. At age 90, Shatner will become the oldest person in space. https://t.co/C8LfZx0zBQ— The Associated Press (@AP) October 4, 2021 Geimurinn Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
„Það er aldrei of seint að upplifa nýja hluti,“ sagði hinn níræði Shatner í færslu á Twitter en hann er hvað frægastur fyrir leik sinn sem kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek. Lék hann aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var árin 1966 til 1969 auk þess sem hann í sjö kvikmyndum og leikstýrði einni um ævintýri áhöfnar USS Starship Enterprise. Í yfirlýsingu um málið sagðist Shatner hafa „heyrt af geimnum í nokkurn tíma,“ og að hann fengi núna loksins tækifærið til að fara þangað sjálfur. „Þvílíkt kraftaverk,“ sagði Shatner. So now I can say something. Yes, it s true; I m going to be a rocket man! https://t.co/B2jFeXrr6L— William Shatner (@WilliamShatner) October 4, 2021 Að því er kemur fram í frétt AP er Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, mikill aðdáandi Star Trek og ákvað því að bjóða Shatner sæti í næstu ferð Blue Origin. Shatner verður elsti maðurinn til að fara út í geim en hann mun ferðast með þremur öðrum, þar á meðal tveimur farþegum. Ferðin mun taka um það bil tíu mínútur og mun þotan fljúga í allt að 106 kílómetra hæð, rétt yfir Kárman-línuna svokölluðu sem markar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Um er að ræða aðra ferð Blue Origin en fyrsta ferð geimferðarfyrirtækisins fór fram þann 20. júlí síðastliðinn. Jeff Bezos var þar sjálfur í för ásamt bróður sínum, Mark Bezos, átján ára Hollendinginum Oliver Daemen, og bandarísku flugáhugakonunni Wally Funk. Star Trek's Captain Kirk is set to boldly go where no actor has gone before. William Shatner will blast off on a Blue Origin capsule on Oct. 12, Jeff Bezos space travel company announced. At age 90, Shatner will become the oldest person in space. https://t.co/C8LfZx0zBQ— The Associated Press (@AP) October 4, 2021
Geimurinn Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16