Stjórnmálin eru dauð, lengi lifi stjórnmálin Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. október 2021 14:31 Ástæða þess að við sitjum uppi með þessa ríkisstjórn er að flokkarnir sem hún inniheldur telja sig einu starfhæfu flokkana á Alþingi. Þeir eru leyfar stjórnmála eftirstríðsáranna, þeirra alþýðustjórnmála sem urðu til við almennan kosningarétt en stofnanavæddust fljótt og spilltust síðan á nýfrjálshyggjuárunum. Samanlagt fylgi þessara þriggja flokka var 54,3% í kosningunum í síðasta mánuði. Það verður ekki fyrr en fylgið fer niður fyrir helming atkvæða að von er á endurnýjun stjórnmálanna, að við fáum stjórnmál sem henta almenningi. Eftirhrunsstjórnmál Ástæða þess að Samfylkingin er ekki með í þessum hópi er slit hennar á ríkisstjórn Geirs H. Haarde eftir Hrun og höfnun hennar á þátttöku í ríkisstjórn fjórflokksins 2017. Hinir flokkarnir þrír skilgreina Samfylkinguna í dag sem eftirhruns-stjórnmálaafl, of veikt og flöktandi til að hægt sé að stóla á það. Segja má að Samfylking Loga Einarssonar hafi fært flokkinn yfir línuna. Við erum þannig með tvískipt stjórnmál. Annars vegar stofnanaflokkana, Sjálfstæðisflokk, Framsókn og VG; og hins vegar Samfylkingu, Flokk fólksins, Pírata, Viðreisn, Miðflokkinn, Sósíalistaflokkinn og aðrar tilraunir til endurnýjunar stjórnmálanna. Listinn frá Hruni er langur: Borgarahreyfingin, Dögun, Lýðræðisvaktin, Flokkur heimilanna, Björt framtíð o.s.frv. Eins og sjá má af þessari upptalningu er engin skýr lína um hvað taka mun við þegar stofnanaflokkarnir missa völdin. Þarna er samansafn flokka með kröfu um aukin völd almennings og minni spillingu, en líka flokkar til hægri við Sjálfstæðisflokkinn og flokkar sem stofnaðir voru í raun sem mótvægi við átökin í stjórnmálunum. Leifar stofnanastjórnmálanna En stofnanaflokkarnir, hvernig hafa þeir það? Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði eftir Hrun og öfugt við klofning Gunnars Thoroddsen og Alberts Guðmundssonar á tímabili sem kalla mætti síð-eftirstríðsárastjórnmál, undanfara nýfrjálshyggjunnar, þá virðist klofningurinn nú varanlegur. Sjálfstæðisflokkurinn undir Bjarna Benediktssyni virðist ekki hafa áhuga á að ná saman brotunum. Flokkurinn hefur varið nýfrjálshyggju Davíðs-áranna og engar tilraunir gert til að breikka stefnuna eða þola andstöðu við hana innan flokks. Gamalt fylgi Sjálfstæðisflokksins má nú finna hjá Viðreisn, Miðflokki, Flokki fólksins og Framsókn. Framsóknarflokkurinn bætti við sig nokkru fylgi í kosningunum í síðasta mánuði, einn flokka fyrir utan Sósíalistaflokkinn. Flokkurinn er nú með styrk líkan því sem hann hafði áður en hann gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á Davíðs-árunum. Erindi flokksins nú var að boða sátt við óbreytt ástand, einskonar dæs um að líklega væri bara best að halda áfram á sömu braut. Forystan sagðist stefna á óbreytt stjórnarmynstur eftir kosningar, ríkisstjórn sem rekur áfram þá stefnu sem hefur verið ríkjandi á Íslandi síðustu þrjátíu árin. Og það gerði forysta VG líka. Erindi þess flokks í kosningunum var að það væri betra að hafa VG með ríkisstjórn til að ná fram einhverjum málum og hafa blíðlegra svipmót á stjórnvöldum óbreyttrar stefnu. Kosningaerindi VG mætti umorða í: Er ekki bara besta af hafa VG með? Ragnar Kjartansson, sem oft hefur náð í kosningaauglýsingum sínum að túlka sjálfsmynd VG, lagði nú út frá því að gott væri að hafa VG með í ríkisstjórn vegna þess að þetta væri flokkur sem verslaði í Bónus. Samfélag á sjálfstýringu Þetta er mikil uppgjöf gagnvart stjórnmálunum. Þau snúast ekki lengur um framtíðina og hvernig samfélag við viljum byggja upp, heldur um val á fólki sem stýra mun skútunni eftir óbreyttri stefnu. Það er eins og áhrínisorð Margaret Thatcher gildi enn; um að það sé enginn annar valkostur við nýfrjálshyggjuna. Við erum samfélag á sjálfstýringu. Hin raunverulegu völd í samfélaginu liggja hjá auðugustu fjármagns- og stórfyrirtækjaeigendum og val kjósenda er að velja skaplega ásýnd á ríkisstjórn sem ekki mun raska þessa leið að nokkru leyti. Það er eins og við höfum misst sjónar af því að samfélagið er eins og það er vegna þess að við völdum að hafa það þannig og við getum allt eins ákveðið að hafa það allt öðru vísi. Valkostur við óbreytt ástand Sósíalistaflokkurinn var sá eini sem bauð upp á raunverulegan valkost við þessa stefnu í kosningunum í síðasta manuði. Flokkurinn lagði fram breiða stefnu sem öll miðaði að því að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni, draga úr völdum auðvaldsins og auka völd almennings og færa aftur fé, eignir og auðlindir frá hinum fáu ríku til fjöldans. Sósíalistaflokkurinn var þannig eini flokkurinn sem horfði út fyrir það pólitíska ástand sem við búum við. Hinir flokkarnir horfðu inn í nýfrjálshyggjuna og lögðu til lagfæringu á henni fremur en höfnun. Tillögur þeirra í skattamálum gengu skemur en Sósíalista, tillögur í húsnæðismálum voru veigaminni eða engar, tillögur um spillingarvarnir veikari ef nokkrar o.s.frv. Sósíalistar skilgreindu auðvaldið sem andstæðing almennings og sögðu að almenningur þyrfti að ná völdum yfir ríkisvaldinu, ná því úr höndum hagsmunagæslu fjármagns- og stórfyrirtækjaeigenda. Ef aðrir flokkar skilgreindu andstæðing almennings var það ýmist Sjálfstæðisflokkurinn eða kerfið, eins og það var orðið, völd ríkisstarfsmanna og ríkisvaldsins almennt. Tímamótin eru raunveruleg En þótt stjórnmálin séu ófær um að endurnýja sig og keyri áfram á sjálfstýringu þá erum við sem samfélag á tímamótum sem eru ekkert veigaminni en þegar nýfrjálshyggjan hrundi síðast, við upphaf kreppunnar miklu. Vatnaskil hugmynda eru engu minni nú en þegar samfélagssáttmáli eftirstríðsáranna brast um 1980 og samfélagssáttmáli nýfrjálshyggjunnar tók við. En þessi skil náðu ekki upp á yfirborð stjórnmálaumræðunnar í hinni örstuttu kosningabaráttu. Kannski hafði kórónafaraldurinn sín áhrif, sú staðreynd að öll djúpstæð deiluefni í samfélaginu höfðu legið í salti í næstum tvö ár. Fundir og mótmæli höfðu verið bönnuð. En kannski eru íslenskt stjórnmál einfaldlega vanþroska, svo mjög að almenn andstaða við óbreytta stefnu, sem sést á aðeins 55% fylgi stofnanaflokkanna, náði ekki holdgerast sem raunverulegt mótvægi við fráfarandi ríkisstjórn. Þetta afhjúpaðist á lokametrum kosningabaráttunnar þegar forsvarsfólk ríkisstjórnarflokkanna vildi draga fram að stjórnarandstaðan á þingi væri ekki raunverulegur valkostur þar sem áherslur hennar stönguðust á og helstu baráttumál sumra flokka hafa lítið fylgis. Þetta var ástæða þess að foringjar ríkisstjórnarinnar spurðu Samfylkingu og Viðreisn alltaf um Evrópumál í umræðuþáttum. Markmiðið var að benda á kjarnamál þessara flokka gætu aldrei orðið valkostur við ríkisstjórn stofnanaflokkanna. Stefna án stuðnings varð ofan á Og í þessu birtist staðan í stjórnmálunum. Við siglum á sjálfstýringu óbreyttrar stefnu sem enn flytur ógrynni fjár, mikil völd, verðmætar eignir og ríkulegar auðlindir frá almenningi til hinna fáu ríku og valdamiklu. Og vandinn er ekki sá að almenningur sé ekki búinn að hafna þessari stefnu, það sést í könnunum þar sem spurt er um einstök málefni. Í öllum mikilvægustu málum eru um 3/4 hlutar almennings á móti óbreyttri stefnu. En í stað þess að mynda stefnu á grunni þessa, á afstöðu mikils meirihluta almennings, þá hafa flokkar stjórnarandstöðunnar kosið að leggja fram eigin stefnu sem nýtur fylgis mikils minnihluta almennings. Eins og áður sagði lagði Sósíalistaflokkurinn til breiða stefnu byggða á afstöðu mikils meirihluta landsmanna. En eins og úrslit kosninganna sýna tókst flokknum ekki að mynda raunverulegt mótvægi við ríkisstjórnina. Mögulega hefði það gengið betur ef stjórnarandstaðan á þingi hefði náð að birtast sem trúverðugt mótvægi við stjórnvöld, náð að draga fylgi yfir miðjuna, en um það má að sjálfsögðu deila. Eftir sem áður er það sannfæring mín að sá grunnur sem Sósíalistar lögðu fram í kosningunum sé leiðin út úr stjórnmálum nýfrjálshyggjunnar. Leiðin er ljós Þetta er grunnur sem verkalýðssinnar í Samfylkingunni, réttlætissinnar í Flokki fólksins, félagshyggjupíratar, sósíalistar í VG og samvinnufólk í Framsókn ætti að geta sameinast um. Stjórnmálaflokkar sem eru gegnheilir auðvaldsflokkar; Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur; fengu aðeins 38% í þessum kosningum. Eina leiðin til að ná fram breytingum í samfélaginu er að einangra þessa flokka og auðvaldið sem þeir þjóna. En forsenda þessa er endurheimt alþýðustjórnmála, stjórnmála sem hverfast um brýn hagsmunamál almennings. Til að það sé mögulegt þarf þarf fólk að taka afstöðu um hvar það beitir sér pólitískt. Sósíalistaflokkurinn er sannarlega vísir að stjórnmálum nýrra tíma, stefna hans er í raun grunnur að nýjum samfélagssáttmála, byggð á því sem best dugaði í okkar heimshluta á síðustu öld og sem mestur stuðningur er við í samtímanum. Sósíalistaflokkurinn er ungur og enn í mótun, og er nú með almennt herútkall til allra sem telja mikilvægt að verjast niðurbroti nýfrjálshyggjunnar um að ganga til liðs við flokkinn. Þú getur gert það hér: Skráning félaga. Úrslit kosninganna í síðasta mánuði er fyrir Sósíalistum sönnun um mikilvægi flokksins. Niðurstaðan og stjórnarmyndunin sem á eftir fylgir er afhjúpun þess að breytinga er þörf. Leiðin út er skipulagning baráttusamtaka almennings og það er einmitt meginhlutverk Sósíalistaflokksins. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ástæða þess að við sitjum uppi með þessa ríkisstjórn er að flokkarnir sem hún inniheldur telja sig einu starfhæfu flokkana á Alþingi. Þeir eru leyfar stjórnmála eftirstríðsáranna, þeirra alþýðustjórnmála sem urðu til við almennan kosningarétt en stofnanavæddust fljótt og spilltust síðan á nýfrjálshyggjuárunum. Samanlagt fylgi þessara þriggja flokka var 54,3% í kosningunum í síðasta mánuði. Það verður ekki fyrr en fylgið fer niður fyrir helming atkvæða að von er á endurnýjun stjórnmálanna, að við fáum stjórnmál sem henta almenningi. Eftirhrunsstjórnmál Ástæða þess að Samfylkingin er ekki með í þessum hópi er slit hennar á ríkisstjórn Geirs H. Haarde eftir Hrun og höfnun hennar á þátttöku í ríkisstjórn fjórflokksins 2017. Hinir flokkarnir þrír skilgreina Samfylkinguna í dag sem eftirhruns-stjórnmálaafl, of veikt og flöktandi til að hægt sé að stóla á það. Segja má að Samfylking Loga Einarssonar hafi fært flokkinn yfir línuna. Við erum þannig með tvískipt stjórnmál. Annars vegar stofnanaflokkana, Sjálfstæðisflokk, Framsókn og VG; og hins vegar Samfylkingu, Flokk fólksins, Pírata, Viðreisn, Miðflokkinn, Sósíalistaflokkinn og aðrar tilraunir til endurnýjunar stjórnmálanna. Listinn frá Hruni er langur: Borgarahreyfingin, Dögun, Lýðræðisvaktin, Flokkur heimilanna, Björt framtíð o.s.frv. Eins og sjá má af þessari upptalningu er engin skýr lína um hvað taka mun við þegar stofnanaflokkarnir missa völdin. Þarna er samansafn flokka með kröfu um aukin völd almennings og minni spillingu, en líka flokkar til hægri við Sjálfstæðisflokkinn og flokkar sem stofnaðir voru í raun sem mótvægi við átökin í stjórnmálunum. Leifar stofnanastjórnmálanna En stofnanaflokkarnir, hvernig hafa þeir það? Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði eftir Hrun og öfugt við klofning Gunnars Thoroddsen og Alberts Guðmundssonar á tímabili sem kalla mætti síð-eftirstríðsárastjórnmál, undanfara nýfrjálshyggjunnar, þá virðist klofningurinn nú varanlegur. Sjálfstæðisflokkurinn undir Bjarna Benediktssyni virðist ekki hafa áhuga á að ná saman brotunum. Flokkurinn hefur varið nýfrjálshyggju Davíðs-áranna og engar tilraunir gert til að breikka stefnuna eða þola andstöðu við hana innan flokks. Gamalt fylgi Sjálfstæðisflokksins má nú finna hjá Viðreisn, Miðflokki, Flokki fólksins og Framsókn. Framsóknarflokkurinn bætti við sig nokkru fylgi í kosningunum í síðasta mánuði, einn flokka fyrir utan Sósíalistaflokkinn. Flokkurinn er nú með styrk líkan því sem hann hafði áður en hann gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á Davíðs-árunum. Erindi flokksins nú var að boða sátt við óbreytt ástand, einskonar dæs um að líklega væri bara best að halda áfram á sömu braut. Forystan sagðist stefna á óbreytt stjórnarmynstur eftir kosningar, ríkisstjórn sem rekur áfram þá stefnu sem hefur verið ríkjandi á Íslandi síðustu þrjátíu árin. Og það gerði forysta VG líka. Erindi þess flokks í kosningunum var að það væri betra að hafa VG með ríkisstjórn til að ná fram einhverjum málum og hafa blíðlegra svipmót á stjórnvöldum óbreyttrar stefnu. Kosningaerindi VG mætti umorða í: Er ekki bara besta af hafa VG með? Ragnar Kjartansson, sem oft hefur náð í kosningaauglýsingum sínum að túlka sjálfsmynd VG, lagði nú út frá því að gott væri að hafa VG með í ríkisstjórn vegna þess að þetta væri flokkur sem verslaði í Bónus. Samfélag á sjálfstýringu Þetta er mikil uppgjöf gagnvart stjórnmálunum. Þau snúast ekki lengur um framtíðina og hvernig samfélag við viljum byggja upp, heldur um val á fólki sem stýra mun skútunni eftir óbreyttri stefnu. Það er eins og áhrínisorð Margaret Thatcher gildi enn; um að það sé enginn annar valkostur við nýfrjálshyggjuna. Við erum samfélag á sjálfstýringu. Hin raunverulegu völd í samfélaginu liggja hjá auðugustu fjármagns- og stórfyrirtækjaeigendum og val kjósenda er að velja skaplega ásýnd á ríkisstjórn sem ekki mun raska þessa leið að nokkru leyti. Það er eins og við höfum misst sjónar af því að samfélagið er eins og það er vegna þess að við völdum að hafa það þannig og við getum allt eins ákveðið að hafa það allt öðru vísi. Valkostur við óbreytt ástand Sósíalistaflokkurinn var sá eini sem bauð upp á raunverulegan valkost við þessa stefnu í kosningunum í síðasta manuði. Flokkurinn lagði fram breiða stefnu sem öll miðaði að því að vinda ofan af nýfrjálshyggjunni, draga úr völdum auðvaldsins og auka völd almennings og færa aftur fé, eignir og auðlindir frá hinum fáu ríku til fjöldans. Sósíalistaflokkurinn var þannig eini flokkurinn sem horfði út fyrir það pólitíska ástand sem við búum við. Hinir flokkarnir horfðu inn í nýfrjálshyggjuna og lögðu til lagfæringu á henni fremur en höfnun. Tillögur þeirra í skattamálum gengu skemur en Sósíalista, tillögur í húsnæðismálum voru veigaminni eða engar, tillögur um spillingarvarnir veikari ef nokkrar o.s.frv. Sósíalistar skilgreindu auðvaldið sem andstæðing almennings og sögðu að almenningur þyrfti að ná völdum yfir ríkisvaldinu, ná því úr höndum hagsmunagæslu fjármagns- og stórfyrirtækjaeigenda. Ef aðrir flokkar skilgreindu andstæðing almennings var það ýmist Sjálfstæðisflokkurinn eða kerfið, eins og það var orðið, völd ríkisstarfsmanna og ríkisvaldsins almennt. Tímamótin eru raunveruleg En þótt stjórnmálin séu ófær um að endurnýja sig og keyri áfram á sjálfstýringu þá erum við sem samfélag á tímamótum sem eru ekkert veigaminni en þegar nýfrjálshyggjan hrundi síðast, við upphaf kreppunnar miklu. Vatnaskil hugmynda eru engu minni nú en þegar samfélagssáttmáli eftirstríðsáranna brast um 1980 og samfélagssáttmáli nýfrjálshyggjunnar tók við. En þessi skil náðu ekki upp á yfirborð stjórnmálaumræðunnar í hinni örstuttu kosningabaráttu. Kannski hafði kórónafaraldurinn sín áhrif, sú staðreynd að öll djúpstæð deiluefni í samfélaginu höfðu legið í salti í næstum tvö ár. Fundir og mótmæli höfðu verið bönnuð. En kannski eru íslenskt stjórnmál einfaldlega vanþroska, svo mjög að almenn andstaða við óbreytta stefnu, sem sést á aðeins 55% fylgi stofnanaflokkanna, náði ekki holdgerast sem raunverulegt mótvægi við fráfarandi ríkisstjórn. Þetta afhjúpaðist á lokametrum kosningabaráttunnar þegar forsvarsfólk ríkisstjórnarflokkanna vildi draga fram að stjórnarandstaðan á þingi væri ekki raunverulegur valkostur þar sem áherslur hennar stönguðust á og helstu baráttumál sumra flokka hafa lítið fylgis. Þetta var ástæða þess að foringjar ríkisstjórnarinnar spurðu Samfylkingu og Viðreisn alltaf um Evrópumál í umræðuþáttum. Markmiðið var að benda á kjarnamál þessara flokka gætu aldrei orðið valkostur við ríkisstjórn stofnanaflokkanna. Stefna án stuðnings varð ofan á Og í þessu birtist staðan í stjórnmálunum. Við siglum á sjálfstýringu óbreyttrar stefnu sem enn flytur ógrynni fjár, mikil völd, verðmætar eignir og ríkulegar auðlindir frá almenningi til hinna fáu ríku og valdamiklu. Og vandinn er ekki sá að almenningur sé ekki búinn að hafna þessari stefnu, það sést í könnunum þar sem spurt er um einstök málefni. Í öllum mikilvægustu málum eru um 3/4 hlutar almennings á móti óbreyttri stefnu. En í stað þess að mynda stefnu á grunni þessa, á afstöðu mikils meirihluta almennings, þá hafa flokkar stjórnarandstöðunnar kosið að leggja fram eigin stefnu sem nýtur fylgis mikils minnihluta almennings. Eins og áður sagði lagði Sósíalistaflokkurinn til breiða stefnu byggða á afstöðu mikils meirihluta landsmanna. En eins og úrslit kosninganna sýna tókst flokknum ekki að mynda raunverulegt mótvægi við ríkisstjórnina. Mögulega hefði það gengið betur ef stjórnarandstaðan á þingi hefði náð að birtast sem trúverðugt mótvægi við stjórnvöld, náð að draga fylgi yfir miðjuna, en um það má að sjálfsögðu deila. Eftir sem áður er það sannfæring mín að sá grunnur sem Sósíalistar lögðu fram í kosningunum sé leiðin út úr stjórnmálum nýfrjálshyggjunnar. Leiðin er ljós Þetta er grunnur sem verkalýðssinnar í Samfylkingunni, réttlætissinnar í Flokki fólksins, félagshyggjupíratar, sósíalistar í VG og samvinnufólk í Framsókn ætti að geta sameinast um. Stjórnmálaflokkar sem eru gegnheilir auðvaldsflokkar; Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur; fengu aðeins 38% í þessum kosningum. Eina leiðin til að ná fram breytingum í samfélaginu er að einangra þessa flokka og auðvaldið sem þeir þjóna. En forsenda þessa er endurheimt alþýðustjórnmála, stjórnmála sem hverfast um brýn hagsmunamál almennings. Til að það sé mögulegt þarf þarf fólk að taka afstöðu um hvar það beitir sér pólitískt. Sósíalistaflokkurinn er sannarlega vísir að stjórnmálum nýrra tíma, stefna hans er í raun grunnur að nýjum samfélagssáttmála, byggð á því sem best dugaði í okkar heimshluta á síðustu öld og sem mestur stuðningur er við í samtímanum. Sósíalistaflokkurinn er ungur og enn í mótun, og er nú með almennt herútkall til allra sem telja mikilvægt að verjast niðurbroti nýfrjálshyggjunnar um að ganga til liðs við flokkinn. Þú getur gert það hér: Skráning félaga. Úrslit kosninganna í síðasta mánuði er fyrir Sósíalistum sönnun um mikilvægi flokksins. Niðurstaðan og stjórnarmyndunin sem á eftir fylgir er afhjúpun þess að breytinga er þörf. Leiðin út er skipulagning baráttusamtaka almennings og það er einmitt meginhlutverk Sósíalistaflokksins. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun