Fór yfir það þegar Albert þóttist vera Willum er hann lék sér í FIFA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 08:00 Guðmundur Benediktsson sagði skemmtilega sögu af syni sínu, Alberti, og fyrrverandi þjálfara sínum Willum Þór. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson lék sér í tölvuleiknum FIFA eins og margur er hann var yngri. Það sem Albert gerði sem aðrir gerðu ef til vill ekki var að þykjast vera knattspyrnuþjálfarinn – og alþingismaðurinn - Willum Þór Þórsson og skamma leikmenn fyrir slakan fyrri hálfleik. Guðmundur Benediktsson var gestur hjá Vilhjálmi Frey Hallssyni og Andra Geir Gunnarssyni í hlaðvarpinu Steve dagskrá í liðinni viku. Þar fór Guðmundur yfir víðan völl eins og honum einum er lagi. Upp úr krafsinu kom kostuleg saga af syni hans, Alberti Guðmundssyni. Albert er í dag leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi sem og íslenska landsliðsins, var hann í byrjunarliði Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Armeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Á uppvaxtarárum sínum bjó Albert með karli föður sínum og móður í Vesturbænum þar sem Guðmundur var leikmaður KR og Willum Þór Þórsson, núverandi Alþingmaður Framsóknarflokksins, sem þjálfara. Guðmundur sagði sögu frá þeim tíma í hlaðvarpinu. Þar sem fjölskyldan bjó svo gott sem við KR-heimilið fór Albert reglulega með föður sínum á æfingar. Albert hafði því hitt Willum Þór nokkuð oft þegar hér er komið við sögu. "...og hann er Willum" @stevedagskra #fotboltinet pic.twitter.com/PtJuzicV9N— Fannar Veturliðason (@veturlidason) October 7, 2021 „Ég er inni í eldhúsinu og ég heyri í Alberti niðri í herbergi, það er allt að verða vitlaust. Hann er trylltur og ég rýk niður í herbergi til hans og hugsa einfaldlega hvað sé að gerast. Þá kemur í ljós að hann er að spila FIFA, það er hálfleikur og hann er Willum, og hann er trylltur,“ sagði Gummi við mikla gleði þáttastjórnenda. „Hann var einfaldlega búinn að alast upp við þetta: Að ef Willum var ósáttur þá lét hann heyra í sér. Þarna var Albert ósáttur í hálfleik og lét alla leikmennina heyra það,“ sagði Gummi að endingu. Þáttinn í heild sinni má finna á vef SoundCloud. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur hjá Vilhjálmi Frey Hallssyni og Andra Geir Gunnarssyni í hlaðvarpinu Steve dagskrá í liðinni viku. Þar fór Guðmundur yfir víðan völl eins og honum einum er lagi. Upp úr krafsinu kom kostuleg saga af syni hans, Alberti Guðmundssyni. Albert er í dag leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi sem og íslenska landsliðsins, var hann í byrjunarliði Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Armeníu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Á uppvaxtarárum sínum bjó Albert með karli föður sínum og móður í Vesturbænum þar sem Guðmundur var leikmaður KR og Willum Þór Þórsson, núverandi Alþingmaður Framsóknarflokksins, sem þjálfara. Guðmundur sagði sögu frá þeim tíma í hlaðvarpinu. Þar sem fjölskyldan bjó svo gott sem við KR-heimilið fór Albert reglulega með föður sínum á æfingar. Albert hafði því hitt Willum Þór nokkuð oft þegar hér er komið við sögu. "...og hann er Willum" @stevedagskra #fotboltinet pic.twitter.com/PtJuzicV9N— Fannar Veturliðason (@veturlidason) October 7, 2021 „Ég er inni í eldhúsinu og ég heyri í Alberti niðri í herbergi, það er allt að verða vitlaust. Hann er trylltur og ég rýk niður í herbergi til hans og hugsa einfaldlega hvað sé að gerast. Þá kemur í ljós að hann er að spila FIFA, það er hálfleikur og hann er Willum, og hann er trylltur,“ sagði Gummi við mikla gleði þáttastjórnenda. „Hann var einfaldlega búinn að alast upp við þetta: Að ef Willum var ósáttur þá lét hann heyra í sér. Þarna var Albert ósáttur í hálfleik og lét alla leikmennina heyra það,“ sagði Gummi að endingu. Þáttinn í heild sinni má finna á vef SoundCloud.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira