Stórauka þarf vöktun vegna skriðufalla Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Jódís Skúladóttir skrifa 9. október 2021 09:31 Enn minnir náttúran á sig hér í Norðausturkjördæmi eftir miklar rigningar þar sem bæði aur og vatnsflóð hafa skilið eftir sig mikla eyðileggingu. Fólk þarf að rýma hús sín - sumir sem betur fer í stuttan tíma, en aðrir vita ekki hvenær þeir geta snúið heim. Fordæmalaust ástand í Köldukinn þar sem gríðarlega mikil uppbygging er framundan. Ekki höfum við heldur gleymt atburðunum á Seyðisfirði í lok síðasta árs auk þess sem skriður hafa ógnað bænum í liðinni viku og munu gera áfram. Mikil flóð bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði með tilheyrandi skemmdum og dæmin eru sannarlega fleiri. Það er mikilvægt að Náttúruhamfaratrygging Íslands og aðrar þær tryggingar sem eiga í hlut taki vel utan um það tjón sem hefur orðið þannig að fólk, sem það getur, geti snúið heim aftur og hafið uppbyggingu og endurbætur. Skriðuföll og flóð valda ekki bara veraldlegu tjóni heldur líka andlegu og við þurfum að taka utan um fólk sem lendir í slíkum aðstæðum. Við höfum séð að heilu samfélögin hjálpast að þegar slík áföll verða en hið opinbera þarf líka að vera þess bært að geta boðið uppá sálræna hjálp sem oft er ekki minna atriðið en hin veraldlega. En við þurfum líka að sjá þessa atburði fyrir og þar eigum við því miður langt í land. Sérfræðingar virðast vera á einu máli um að tíðni stórra skriðufalla sé að aukast. Hvort sem það eru veðurfræðingar, sérfræðingar á sviði loftslagsmála eða jarðfræðingar. Við þurfum að hlusta og taka þetta alvarlega. Bent hefur verið á að það þurfi að kortleggja hættusvæði betur. Fleiri þéttbýlisstaðir, sveitabæir og sumarhúsabyggðir eru undir og því miður er staðan þannig í dag að örfáir staðir eru vaktaðir. Þetta er mál sem þarf að vera í forgangi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður VG, setti aukinn kraft í rannsóknir á þessu sviði á síðasta kjörtímabili en eins og hann hefur sjálfur sagt, það þarf meira til. Sú ríkisstjórn sem senn tekur við þarf að setja þetta mál í forgang og við sem kjörnir fulltrúar þurfum að standa saman og fylgja því fast eftir. Því það er sannarlega mikið í húfi. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Almannavarnir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Enn minnir náttúran á sig hér í Norðausturkjördæmi eftir miklar rigningar þar sem bæði aur og vatnsflóð hafa skilið eftir sig mikla eyðileggingu. Fólk þarf að rýma hús sín - sumir sem betur fer í stuttan tíma, en aðrir vita ekki hvenær þeir geta snúið heim. Fordæmalaust ástand í Köldukinn þar sem gríðarlega mikil uppbygging er framundan. Ekki höfum við heldur gleymt atburðunum á Seyðisfirði í lok síðasta árs auk þess sem skriður hafa ógnað bænum í liðinni viku og munu gera áfram. Mikil flóð bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði með tilheyrandi skemmdum og dæmin eru sannarlega fleiri. Það er mikilvægt að Náttúruhamfaratrygging Íslands og aðrar þær tryggingar sem eiga í hlut taki vel utan um það tjón sem hefur orðið þannig að fólk, sem það getur, geti snúið heim aftur og hafið uppbyggingu og endurbætur. Skriðuföll og flóð valda ekki bara veraldlegu tjóni heldur líka andlegu og við þurfum að taka utan um fólk sem lendir í slíkum aðstæðum. Við höfum séð að heilu samfélögin hjálpast að þegar slík áföll verða en hið opinbera þarf líka að vera þess bært að geta boðið uppá sálræna hjálp sem oft er ekki minna atriðið en hin veraldlega. En við þurfum líka að sjá þessa atburði fyrir og þar eigum við því miður langt í land. Sérfræðingar virðast vera á einu máli um að tíðni stórra skriðufalla sé að aukast. Hvort sem það eru veðurfræðingar, sérfræðingar á sviði loftslagsmála eða jarðfræðingar. Við þurfum að hlusta og taka þetta alvarlega. Bent hefur verið á að það þurfi að kortleggja hættusvæði betur. Fleiri þéttbýlisstaðir, sveitabæir og sumarhúsabyggðir eru undir og því miður er staðan þannig í dag að örfáir staðir eru vaktaðir. Þetta er mál sem þarf að vera í forgangi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður VG, setti aukinn kraft í rannsóknir á þessu sviði á síðasta kjörtímabili en eins og hann hefur sjálfur sagt, það þarf meira til. Sú ríkisstjórn sem senn tekur við þarf að setja þetta mál í forgang og við sem kjörnir fulltrúar þurfum að standa saman og fylgja því fast eftir. Því það er sannarlega mikið í húfi. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun