Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Kolbeinn Tumi Daðason og Snorri Másson skrifa 11. október 2021 11:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, verður næsti forsætisráðherra takist flokkunum að ná saman. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. Katrín mætti til fundar með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknar í Ráðherrabústaðnum klukkan ellefu í morgun. Hún segir þau áfram ætla að hittast þrjú og gefa sér tíma til að fara yfir einstaka málaflokka. Sigurður Ingi sagði fyrir fundinn að meðal annars væri tekist á um orku- og loftslagsmál. Hann hafi hug á því að skipa nýjan innanviðaráðherra eða ráðherra skipulagsmála. „Við erum auðvitað að horfa á þetta heilstætt þegar við erum að ræða þetta við þrjú. Við erum að horfa á mögulegan tilflutning verkefna á milli ráðuneyta, erum ekki búin að lenda því endanlega. Við lendum því varla fyrr en undir lok þessara viðræðna,“ segir Katrín. Þau horfi meðal annars til Norðurlandanna varðandi það hvernig málaflokkum sé raðað þar niður á einstök ráðuneyti. Katrín var spurð hvort vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn hefði áhrif á stjórnarmyndunarviðræður. Í ljósi þess að styrkur Sjálfstæðisflokksins hefði aukist enn frekar með nýjum manni. Trufli ekki viðræðurnar „Það myndi ég ekki halda. Eins og ég hef sagt áður nálgumst við þetta verkefni sem jafningjar þótt prósentuhlutföll flokkanna séu mismunandi. Sé ekki að þetta eigi að hafa nein árhif á þær.“ Hún segist hafa séð þingmenn hætta áður í flokkum og byrja í öðrum, nokkuð greiðlega. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert. Auðvitað er það svolítið óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svo skömmu eftir kosningar eins og raun ber vitni.“ Skoðanir Birgis eru umdeildar, en hann er meðal annars efasemdamaður þegar kemur að loftslagsmálum auk þess sem hann hefur talað gegn fóstureyðingum. Áfram ósammála mörgum skoðunum Sjálfstæðismanna „Birgir er ekki að óska eftir því að ganga í þingflokk Vinstri grænna. Ég hefði ekki átt von á því að hann gerði það. Þegar þrír flokkar ræða saman um stjórnarmyndum er afstaða tekin til málefnasamningsins á vettvangi flokksstofnana og þingflokka þeirra flokka. Hann kemur væntanlega sínum skoðunum á framfæri þar,“ segir Katrín. Spyrja yrði formann Sjálfstæðisflokksins að því hvort Birgir verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn. „Við vitum að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki Sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að það verði þannig áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í morgun að í viðræðunum væri miðað við að Katrín yrði áfram forsætisráðherra. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín mætti til fundar með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknar í Ráðherrabústaðnum klukkan ellefu í morgun. Hún segir þau áfram ætla að hittast þrjú og gefa sér tíma til að fara yfir einstaka málaflokka. Sigurður Ingi sagði fyrir fundinn að meðal annars væri tekist á um orku- og loftslagsmál. Hann hafi hug á því að skipa nýjan innanviðaráðherra eða ráðherra skipulagsmála. „Við erum auðvitað að horfa á þetta heilstætt þegar við erum að ræða þetta við þrjú. Við erum að horfa á mögulegan tilflutning verkefna á milli ráðuneyta, erum ekki búin að lenda því endanlega. Við lendum því varla fyrr en undir lok þessara viðræðna,“ segir Katrín. Þau horfi meðal annars til Norðurlandanna varðandi það hvernig málaflokkum sé raðað þar niður á einstök ráðuneyti. Katrín var spurð hvort vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn hefði áhrif á stjórnarmyndunarviðræður. Í ljósi þess að styrkur Sjálfstæðisflokksins hefði aukist enn frekar með nýjum manni. Trufli ekki viðræðurnar „Það myndi ég ekki halda. Eins og ég hef sagt áður nálgumst við þetta verkefni sem jafningjar þótt prósentuhlutföll flokkanna séu mismunandi. Sé ekki að þetta eigi að hafa nein árhif á þær.“ Hún segist hafa séð þingmenn hætta áður í flokkum og byrja í öðrum, nokkuð greiðlega. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert. Auðvitað er það svolítið óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svo skömmu eftir kosningar eins og raun ber vitni.“ Skoðanir Birgis eru umdeildar, en hann er meðal annars efasemdamaður þegar kemur að loftslagsmálum auk þess sem hann hefur talað gegn fóstureyðingum. Áfram ósammála mörgum skoðunum Sjálfstæðismanna „Birgir er ekki að óska eftir því að ganga í þingflokk Vinstri grænna. Ég hefði ekki átt von á því að hann gerði það. Þegar þrír flokkar ræða saman um stjórnarmyndum er afstaða tekin til málefnasamningsins á vettvangi flokksstofnana og þingflokka þeirra flokka. Hann kemur væntanlega sínum skoðunum á framfæri þar,“ segir Katrín. Spyrja yrði formann Sjálfstæðisflokksins að því hvort Birgir verði ráðherra í nýrri ríkisstjórn. „Við vitum að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki Sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að það verði þannig áfram.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í morgun að í viðræðunum væri miðað við að Katrín yrði áfram forsætisráðherra.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Áskoranir í viðræðum sem taki tíma Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir áskoranir í stjórnarmyndunarviðræðum hans, Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðræðurnar muni taka minnst einhverja daga til viðbótar. 11. október 2021 11:40