Taki tvö ár að vinda ofan af vandanum Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2021 19:00 Frá framkvæmdum á Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm Forstjóri eins stærsta verktakafyrirtækis landsins segir húsnæðisskortinn í Reykjavík hafa verið fyrirséðan í langan tíma og telur að það muni taka allt að tvö ár að vinda ofan af vandanum. Fyrir fimm árum bauðst hann til að reisa þúsund íbúðir til að mæta þessum vanda, en það mætti daufum eyrum borgaryfirvalda. Húsnæðisskortur í Reykjavík hefur verið talsvert til umfjöllunar undanfarið en forstjóri ÞG Verks segir skortinn hafa verið fyrirséðan. Árið 2016 bauðst fyrirtækið til að reisa 1000 íbúðir í tengslum við verkefni í Bryggjuhverfinu. „Það verkefni var skoðað en lognaðist út af. Það var ekki áhugi af hálfu borgarinnar til að vinna með okkur í því,“ segir Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks. Þorvaldur segir að hefja hefði þurft byggingu mun fleiri íbúða fyrir allt að fjórum árum. „Það má kannski segja að það sé ekki lóðaskortur í dag en hann var það á þeim tíma sem hefði þurft að fara af stað,“ segir Þorvaldur. Í dag er ÞG Verk með 600 íbúðir í byggingu en mikið af því er á þéttingareitum í tengslum við fyrirhugaða borgarlínu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks.Vísir/Arnar „Að mínu viti hefði mátt leggja áherslu á aðra reiti samhliða fyrir fjórum árum síðar. Þá mögulega værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag.“ Talsverður tími getur liðið frá því byggingaráform liggja fyrir og þar til íbúðir eru tilbúnir. Því gæti tekið einhvern tíma að vinda ofan af þeirri stöðu sem eru uppi í dag. „Hversu langan tíma mun taka að koma jafnvægi á markaðinn? Ég myndi segja svona tvö ár.“ Borgarstjóri sagði á dögunum að hik bankanna við að veita lán til íbúðaframkvæmda væri að hluta húsnæðisskortinum að kenna. Þorvaldur segir bankanna hafa verið misduglega síðustu ár að lána til íbúðaframkvæmda. „En eins og staðan er í dag get ég ekki sé að það sé eitt einasta hik á þeim bænum.“ Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Fyrir fimm árum bauðst hann til að reisa þúsund íbúðir til að mæta þessum vanda, en það mætti daufum eyrum borgaryfirvalda. Húsnæðisskortur í Reykjavík hefur verið talsvert til umfjöllunar undanfarið en forstjóri ÞG Verks segir skortinn hafa verið fyrirséðan. Árið 2016 bauðst fyrirtækið til að reisa 1000 íbúðir í tengslum við verkefni í Bryggjuhverfinu. „Það verkefni var skoðað en lognaðist út af. Það var ekki áhugi af hálfu borgarinnar til að vinna með okkur í því,“ segir Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG Verks. Þorvaldur segir að hefja hefði þurft byggingu mun fleiri íbúða fyrir allt að fjórum árum. „Það má kannski segja að það sé ekki lóðaskortur í dag en hann var það á þeim tíma sem hefði þurft að fara af stað,“ segir Þorvaldur. Í dag er ÞG Verk með 600 íbúðir í byggingu en mikið af því er á þéttingareitum í tengslum við fyrirhugaða borgarlínu. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks.Vísir/Arnar „Að mínu viti hefði mátt leggja áherslu á aðra reiti samhliða fyrir fjórum árum síðar. Þá mögulega værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í dag.“ Talsverður tími getur liðið frá því byggingaráform liggja fyrir og þar til íbúðir eru tilbúnir. Því gæti tekið einhvern tíma að vinda ofan af þeirri stöðu sem eru uppi í dag. „Hversu langan tíma mun taka að koma jafnvægi á markaðinn? Ég myndi segja svona tvö ár.“ Borgarstjóri sagði á dögunum að hik bankanna við að veita lán til íbúðaframkvæmda væri að hluta húsnæðisskortinum að kenna. Þorvaldur segir bankanna hafa verið misduglega síðustu ár að lána til íbúðaframkvæmda. „En eins og staðan er í dag get ég ekki sé að það sé eitt einasta hik á þeim bænum.“
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira