„Tjónið er mikið og þá sérstaklega tilfinningalega þar sem það sérstaklega gaman var að fylgjast með gestum og gangandi á öllum aldri fá sér sæti og láta taka myndir af sér,“ segir Ólafur Hlynur Guðmarsson hjá Mistilteini.
„Það er ljóst að sleðinn er skemmdur en samt óskum við eftir að fá hann aftur til að lagfæra og koma aftur á sinn stað ef einhver hefur hugmynd um hvar sleðinn okkar er niðurkomin.“
Þeir sem kunna að vita eitthvað frekar um málið er bent á að hafa samband við Lögregluna á Suðurlandi eða beint við eigendur Mistilteins.