Öll yfirkjörstjórnin með réttarstöðu sakbornings Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. október 2021 13:55 Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi vísir/tryggvi páll Öll yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna endurtalningarinnar. Rannsókninni er lokið og er málið komið til ákærusviðs. Áreiðanlegar heimildir fréttastofu herma að þeir sem hafi réttarstöðu sakbornings í málinu séu allir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar. Þetta vildi lögregla þó ekki staðfesta og sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Málið hangir ekki yfir Inga Meðlimir kjörstjórnarinnar eru fimm en Ingi Tryggvason er formaður hennar. Hann vill sömuleiðis ekki staðfesta það hvort hann eða yfirkjörstjórnin hafi réttarstöðu sakbornings. „Ég ætla nú ekkert að tjá mig um þetta. Þetta mál er bara hjá lögreglu og ég gef engar upplýsingar um það,“ sagði Ingi í samtali við fréttastofu í dag. Hann bætti svo við: „Enda hef ég ekki heimildir til þess.“ Spurður hvernig honum líði núna tæpum þremur vikum eftir endurtalninguna segir hann: „Ég get nú ekki sagt annað en að mér líði ágætlega. Bara að sinna minni vinnu, ég er ekkert að hugsa um þetta.“ Hangir þetta ekkert yfir ykkur í yfirkjörstjórninni alla daga? „Eins og ég segi… þetta mál er úr okkar höndum. Þannig þetta hangir ekkert sérstaklega yfir mér. Við höfum ekkert um þetta mál að segja eftir þetta.“ Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Lögreglumál Tengdar fréttir Kosningaskandallinn og mögulegar lausnir í Pallborðinu Hin umdeilda staða sem upp er komin eftir kosningarnar og mistök við framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi var til umræðu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. 30. september 2021 12:48 Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31 Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rannsókninni er lokið og er málið komið til ákærusviðs. Áreiðanlegar heimildir fréttastofu herma að þeir sem hafi réttarstöðu sakbornings í málinu séu allir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar. Þetta vildi lögregla þó ekki staðfesta og sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Málið hangir ekki yfir Inga Meðlimir kjörstjórnarinnar eru fimm en Ingi Tryggvason er formaður hennar. Hann vill sömuleiðis ekki staðfesta það hvort hann eða yfirkjörstjórnin hafi réttarstöðu sakbornings. „Ég ætla nú ekkert að tjá mig um þetta. Þetta mál er bara hjá lögreglu og ég gef engar upplýsingar um það,“ sagði Ingi í samtali við fréttastofu í dag. Hann bætti svo við: „Enda hef ég ekki heimildir til þess.“ Spurður hvernig honum líði núna tæpum þremur vikum eftir endurtalninguna segir hann: „Ég get nú ekki sagt annað en að mér líði ágætlega. Bara að sinna minni vinnu, ég er ekkert að hugsa um þetta.“ Hangir þetta ekkert yfir ykkur í yfirkjörstjórninni alla daga? „Eins og ég segi… þetta mál er úr okkar höndum. Þannig þetta hangir ekkert sérstaklega yfir mér. Við höfum ekkert um þetta mál að segja eftir þetta.“
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Lögreglumál Tengdar fréttir Kosningaskandallinn og mögulegar lausnir í Pallborðinu Hin umdeilda staða sem upp er komin eftir kosningarnar og mistök við framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi var til umræðu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. 30. september 2021 12:48 Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31 Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kosningaskandallinn og mögulegar lausnir í Pallborðinu Hin umdeilda staða sem upp er komin eftir kosningarnar og mistök við framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi var til umræðu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. 30. september 2021 12:48
Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31
Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20