Skjóta geimfari af stað í tólf ára leiðangur Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2021 00:14 Áætlað er að Lucy nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu í dag skjóta geimfarinu Lucy af stað í tólf ára leiðangur. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar er sent til Smástirnabeltisins svokallaða í þeim tilgangi að rannsaka þau og á Lucy að auka þekkingu vísindamanna á uppruna sólkerfisins. Nafn Lucy er tilvísun í nafnið sem steingervingar fornföður mannkynsins sem varpaði einstakri innsýn í þróun mannsins. Geimfarið á að gera það sama um þróun sólkerfisins, samkvæmt vef NASA. Smástirni þessi svífa um sólkerfið á svæðum sem kallast Lagrange-punktar. Í stuttu máli sagt eru lagrange-punktar svæði þar sem þyngdarkraftar jafnast út milli pláneta. Þessi svæði má finna víða í sólkerfinu sem smástirnabeltið er nærri Júpíter. Hér má sjá hvernig Lucy verður flogið fram og til baka um sólkerfið á næstu tólf árum.NASA Vitað er að smástirnin við Júpíter hafa verið þar mjög lengi og jafnvel frá því sólkerfið varð til. Lucy mun heimsækja og rannsaka sjö af þúsundum smástirna. Áætlað er að geimfarið nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. Hér má sjá myndræna útskýringu NASA á Legrange-punktunum og ferðalagi Lucy. Eins og áður segir á Lucy að varpa ljósi á uppruna sólkerfisins en smástirnin sem geimfarið mun rannsaka eru talin vera úr sama efni og mynduðu Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þau séu nokkurs konar tímahylki frá því sólkerfið myndaðist fyrir rúmum fjórum milljörðum ára. Smástirnin eru ekki eins á litinn og útlit fyrir að þau séu úr mismunandi efnum. Það þykir vísbending um að þau hafi mögulega borist annars staðar úr sólkerfinu og orðið föst á sporbraut Júpíters. Lucy mun kortleggja yfirborð þeirra smástirna sem hún heimsækir og greina efnasamsetningu yfirborðs þeirra. Hún mun skoða hvort þar finnist ís, lífræn efni og málmar og áætla massa smástirnanna. Geimfarið verður einnig notað til að kanna hvort smástirnin sjálf séu með hringa eins og Júpíter eða aðra hluti á sporbraut. Áhugasamir morgunhanar munu geta fylgst með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Áætlað er að skjóta Lucy af stað um klukkan hálf níu í fyrramálið frá Flórída. Notast verður við Atlas V 401 eldflaug United Launch Alliance til að koma Lucy af stað. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Nafn Lucy er tilvísun í nafnið sem steingervingar fornföður mannkynsins sem varpaði einstakri innsýn í þróun mannsins. Geimfarið á að gera það sama um þróun sólkerfisins, samkvæmt vef NASA. Smástirni þessi svífa um sólkerfið á svæðum sem kallast Lagrange-punktar. Í stuttu máli sagt eru lagrange-punktar svæði þar sem þyngdarkraftar jafnast út milli pláneta. Þessi svæði má finna víða í sólkerfinu sem smástirnabeltið er nærri Júpíter. Hér má sjá hvernig Lucy verður flogið fram og til baka um sólkerfið á næstu tólf árum.NASA Vitað er að smástirnin við Júpíter hafa verið þar mjög lengi og jafnvel frá því sólkerfið varð til. Lucy mun heimsækja og rannsaka sjö af þúsundum smástirna. Áætlað er að geimfarið nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. Hér má sjá myndræna útskýringu NASA á Legrange-punktunum og ferðalagi Lucy. Eins og áður segir á Lucy að varpa ljósi á uppruna sólkerfisins en smástirnin sem geimfarið mun rannsaka eru talin vera úr sama efni og mynduðu Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þau séu nokkurs konar tímahylki frá því sólkerfið myndaðist fyrir rúmum fjórum milljörðum ára. Smástirnin eru ekki eins á litinn og útlit fyrir að þau séu úr mismunandi efnum. Það þykir vísbending um að þau hafi mögulega borist annars staðar úr sólkerfinu og orðið föst á sporbraut Júpíters. Lucy mun kortleggja yfirborð þeirra smástirna sem hún heimsækir og greina efnasamsetningu yfirborðs þeirra. Hún mun skoða hvort þar finnist ís, lífræn efni og málmar og áætla massa smástirnanna. Geimfarið verður einnig notað til að kanna hvort smástirnin sjálf séu með hringa eins og Júpíter eða aðra hluti á sporbraut. Áhugasamir morgunhanar munu geta fylgst með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Áætlað er að skjóta Lucy af stað um klukkan hálf níu í fyrramálið frá Flórída. Notast verður við Atlas V 401 eldflaug United Launch Alliance til að koma Lucy af stað.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira