Tálknfirðingar skoða sameiningarvalkosti Þorgils Jónsson skrifar 15. október 2021 19:08 Íbúar Tálknafjarðar funda um sameiningarmál í næstu viku. Vísir/Vilhelm Íbúafundur verður haldinn á Tálknafirði í næstu viku þar sem fjallað verður um möguleika í sameiningarmálum við önnur sveitarfélög. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segir að sveitarstjórn hafi ákveðið fyrr á árinu að ráðast í svokallaða valkostagreiningu á sameiningakostum og leitaði til RR ráðgjafar í þeirri vinnu. „Þetta gengur út á að greina stöðu sveitarfélagsins og sjá hvort sameining komi til greina og hverjir séu kostirnir við það. Samt verða það alltaf íbúar sem munu koma til með að taka loka ákvörðunina.“ Íbúafundurinn, sem verður á þriðjudaginn, verði eins konar vinnustofa til að varpa ljósi á skoðanir og álit íbúa á þessum málum. Tálknafjarðarhreppur hafnaði árið 1994 tillögu um sameiningu við þau sveitarfélög sem nú mynda Vesturbyggð. Ólafur segir aðstæður hafa breyst mikið síðan þá. „Verkefni sveitarfélaga eru að verða stærri og flóknari og tilvera smærri sveitarfélaga að verða erfiðari eftir því sem á líður.“ 260 íbúar bjuggu á Tálknafirði um mitt ár, en lög sem samþykkt voru í fyrra kveða á um að sveitarfélög með færri en þúsund íbúa "Í ljósi þess verðum við að fara að skoða þessa hluti. Okkur ber skilda til að annað hvort hefja sameiningarviðræður á næsta kjörtímabili, eða færa rök fyrir því að þau geti staðið undir skyldum sínum.“ Ólafur segir skiptar skoðanir um málið meðal íbúa Tálknafjarðar. Jafnvel sé rætt um að skoða fleiri kosti. Tálknafjörður á nú í miklu samstarfi við Vesturbyggð í mörgum málaflokkum, til dæmis reka sveitarfélögin sameiginlega félagsþjónustu og fleira. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að lokaútgáfa skýrslunnar komi fyrir sveitarstjórn í desember og í þá verði tekin ákvörðun um næstu skref. Sveitarstjórnarkosningar verða í vor, en Ólafur telur ólíklegt að kosið verði um sameiningu meðfram því. Til þess sé tíminn frekar tæpur. „En það mætti nota kosningarnar, til dæmis til að leggja fram skoðanakönnun um málið.“ Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segir að sveitarstjórn hafi ákveðið fyrr á árinu að ráðast í svokallaða valkostagreiningu á sameiningakostum og leitaði til RR ráðgjafar í þeirri vinnu. „Þetta gengur út á að greina stöðu sveitarfélagsins og sjá hvort sameining komi til greina og hverjir séu kostirnir við það. Samt verða það alltaf íbúar sem munu koma til með að taka loka ákvörðunina.“ Íbúafundurinn, sem verður á þriðjudaginn, verði eins konar vinnustofa til að varpa ljósi á skoðanir og álit íbúa á þessum málum. Tálknafjarðarhreppur hafnaði árið 1994 tillögu um sameiningu við þau sveitarfélög sem nú mynda Vesturbyggð. Ólafur segir aðstæður hafa breyst mikið síðan þá. „Verkefni sveitarfélaga eru að verða stærri og flóknari og tilvera smærri sveitarfélaga að verða erfiðari eftir því sem á líður.“ 260 íbúar bjuggu á Tálknafirði um mitt ár, en lög sem samþykkt voru í fyrra kveða á um að sveitarfélög með færri en þúsund íbúa "Í ljósi þess verðum við að fara að skoða þessa hluti. Okkur ber skilda til að annað hvort hefja sameiningarviðræður á næsta kjörtímabili, eða færa rök fyrir því að þau geti staðið undir skyldum sínum.“ Ólafur segir skiptar skoðanir um málið meðal íbúa Tálknafjarðar. Jafnvel sé rætt um að skoða fleiri kosti. Tálknafjörður á nú í miklu samstarfi við Vesturbyggð í mörgum málaflokkum, til dæmis reka sveitarfélögin sameiginlega félagsþjónustu og fleira. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að lokaútgáfa skýrslunnar komi fyrir sveitarstjórn í desember og í þá verði tekin ákvörðun um næstu skref. Sveitarstjórnarkosningar verða í vor, en Ólafur telur ólíklegt að kosið verði um sameiningu meðfram því. Til þess sé tíminn frekar tæpur. „En það mætti nota kosningarnar, til dæmis til að leggja fram skoðanakönnun um málið.“
Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira