Kennarar höfum hátt! Davíð Sól Pálsson skrifar 17. október 2021 14:31 Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn. Samfélagið í dag gerir sér ekki grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Það fylgja margar skyldur og auðvitað á samfélagið að gera það sem er þægilegast og best fyrir fjölskyldur. En margir misnota stöðu sína og börn eiga alltaf að vera í umsjá foreldris nema eitthvað annað kemur í ljós. Fullorðnir velja að eignast barn og þá ber þeim skylda að sinna barninu sínu; að það fái gott uppeldi, menntun, mat, þak yfir höfuð og að Barnasáttmálanum sé fylgt eftir. Við búum í samfélagi þar sem það kemur til móts við einstaklinga, æðislegt að það eru leikskólar í boði sem eru opnir á daginn og eru partur af skólakerfinu svo börnin fá að dafna, þroskast og mennta sig. Enda þarf fimm ára háskólanám til þess að fá kennararéttindi. Því megum við alls ekki vanmeta það góða starf sem er í boði nú þegar. Kennarastarf hefur verið lengi vanmetið, oft eru laun ekki í takt við mikilvægi þess starfs. Á Covid tímum þá fann landinn vel fyrir því hversu mikilvægir leikskólar voru. Það var ekki hægt að loka leikskólum því þá myndi heilbrigðiskerfið enda í molum. Meira álag og aukin mannekla er því miður algengt í skólum í dag. Faglærðir kennarar gefast upp að lokum og finna sér eitthvað annað að gera því þeir fá kulnun í starfi. Faglærðir leikskólakennarar eru mikilvægir fyrir leikskólana og það væri mikill missir ef þeir hættu starfi sínu og færu að gera eitthvað annað. Það væri tap fyrir samfélagið. Þótt auðvitað megi ekki vanmeta getu ófaglærðs starfsfólks sem vinnur í leikskólum og sinnir góðu starfi þá á samt alltaf að vera hvatning að mennta sig. Vandamálið sem ríkir í dag er að fólk vill ekki mennta sig sem leikskólakennarar, þótt það hafi unnið á leikskóla mjög lengi, vegna þess að laun eru ekki í takt við álag og erfiða vinnu sem felst í því. Það vill enginn hækka um 10.000 kr fyrir sömu vinnu, en hins vegar væri fólk meira tilbúið að hækka um 100.000-150.000 kr fyrir meira álag og ábyrgð. Því skiptir máli að við metum starf út frá mikilvægi þess og náminu. Það er ekki sjálfgefið að vera í fimm ár í háskóla og fá þau laun sem nú eru. Því má aftur snúa sér að umræðunni með því að hafa leikskóla opina allan sólarhringinn og allan ársins hring. Þá ertu að vanmeta getu og stöðu leikskólakennara. Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur sinna ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma upp öðru kerfi sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d., en við þurfum að gæta þess að það heyri ekki undir leikskólakerfið. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn, eins og við fullorðna fólkið, hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu og er einstætt. Leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt. Kennarar hafa verið meðvirkir með því sem hefur verið að gerast varðandi starf þeirra, álagið eykst og launin ekki en samt erum við alltaf tilbúin að koma til móts við alla. Við sem kennarar ættum að hætta þessari meðvirkni og ættum að fá námið okkar og starf metið eins og það er í raun. Ef við berum okkur saman við önnur störf fólk sem er svipað lengi í háskóla þá eru sálfræði og lögfræði greinar sem eru góðar til samanburðar. Næstu kynslóðir eru framtíð Íslands og ég held að það ættu allir vera búnir að kynna sér að leikskóli er ekki staður þar sem börn eru í pössun eða gæslu því foreldrarnir hafa ekkert annað val. Leikskóli er fyrsta menntastig og þar fer menntun í gangi sem börn fá hvergi annars staðar. Félagsfærni, samskiptahæfni, vinatengsl, sjálfsöryggi, málörvun, kurteisi, mannasiði og fleira sem ég gæti talið upp. En ótrúlegt en satt þá er einmitt þessi þekking vanmetin í samfélaginu og svo lengi sem þú ert ekki með góða einkunn og getur sýnt getu þína í ákveðnum málum þá er öllum sama. Er það samfélag sem við viljum búa í? Er hamingja, sjálfsöryggi og að vera góð manneskja ekki meira en nóg? Berum virðingu fyrir kennurum, menntun þeirra og starfi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla og er að klára meistaranám í leikskólamenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Umræðan hefur verið í gangi í samfélaginu undafarna daga með því að hafa leikskóla opna allan ársins hring og jafnvel allan sólarhringinn. Ég skil að vaktavinnufólk þurfi að eiga stað þar sem öryggi barna þeirra er gætt. Einnig felst í því að það séu ákveðin mannréttindi að berjast fyrir því að vaktavinnu fólk sem er oftast láglaunað og erfitt að finna pössun að nóttu til eigi verndarstað fyrir börnin sín. En svo kemur líka inn á þetta að það er val að eignast barn. Samfélagið í dag gerir sér ekki grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Það fylgja margar skyldur og auðvitað á samfélagið að gera það sem er þægilegast og best fyrir fjölskyldur. En margir misnota stöðu sína og börn eiga alltaf að vera í umsjá foreldris nema eitthvað annað kemur í ljós. Fullorðnir velja að eignast barn og þá ber þeim skylda að sinna barninu sínu; að það fái gott uppeldi, menntun, mat, þak yfir höfuð og að Barnasáttmálanum sé fylgt eftir. Við búum í samfélagi þar sem það kemur til móts við einstaklinga, æðislegt að það eru leikskólar í boði sem eru opnir á daginn og eru partur af skólakerfinu svo börnin fá að dafna, þroskast og mennta sig. Enda þarf fimm ára háskólanám til þess að fá kennararéttindi. Því megum við alls ekki vanmeta það góða starf sem er í boði nú þegar. Kennarastarf hefur verið lengi vanmetið, oft eru laun ekki í takt við mikilvægi þess starfs. Á Covid tímum þá fann landinn vel fyrir því hversu mikilvægir leikskólar voru. Það var ekki hægt að loka leikskólum því þá myndi heilbrigðiskerfið enda í molum. Meira álag og aukin mannekla er því miður algengt í skólum í dag. Faglærðir kennarar gefast upp að lokum og finna sér eitthvað annað að gera því þeir fá kulnun í starfi. Faglærðir leikskólakennarar eru mikilvægir fyrir leikskólana og það væri mikill missir ef þeir hættu starfi sínu og færu að gera eitthvað annað. Það væri tap fyrir samfélagið. Þótt auðvitað megi ekki vanmeta getu ófaglærðs starfsfólks sem vinnur í leikskólum og sinnir góðu starfi þá á samt alltaf að vera hvatning að mennta sig. Vandamálið sem ríkir í dag er að fólk vill ekki mennta sig sem leikskólakennarar, þótt það hafi unnið á leikskóla mjög lengi, vegna þess að laun eru ekki í takt við álag og erfiða vinnu sem felst í því. Það vill enginn hækka um 10.000 kr fyrir sömu vinnu, en hins vegar væri fólk meira tilbúið að hækka um 100.000-150.000 kr fyrir meira álag og ábyrgð. Því skiptir máli að við metum starf út frá mikilvægi þess og náminu. Það er ekki sjálfgefið að vera í fimm ár í háskóla og fá þau laun sem nú eru. Því má aftur snúa sér að umræðunni með því að hafa leikskóla opina allan sólarhringinn og allan ársins hring. Þá ertu að vanmeta getu og stöðu leikskólakennara. Þá eru þau ekki lengur kennarar heldur sinna ummönnun eða pössun. Leikskóli er skólakerfi og það má ekki gleyma að það eru kennarar sem vinna á leikskóla. Það má vel hugsa sér að koma upp öðru kerfi sem myndi þá koma til móts við alla, vaktavinnufólk t.d., en við þurfum að gæta þess að það heyri ekki undir leikskólakerfið. Það er nú þegar erfitt að fara að kenna börnum eftir klukkan 15:00 og börn, eins og við fullorðna fólkið, hafa ekki úthald að vera í skóla allan daginn. Því styð ég að það þurfi að koma með annað úrræði og hafa annað val fyrir fólk sem vinnur vaktavinnu og er einstætt. Leikskóli er ekki lausnin á því vandamáli og það mun bara búa til annað vandamál með því að leysa eitt. Kennarar hafa verið meðvirkir með því sem hefur verið að gerast varðandi starf þeirra, álagið eykst og launin ekki en samt erum við alltaf tilbúin að koma til móts við alla. Við sem kennarar ættum að hætta þessari meðvirkni og ættum að fá námið okkar og starf metið eins og það er í raun. Ef við berum okkur saman við önnur störf fólk sem er svipað lengi í háskóla þá eru sálfræði og lögfræði greinar sem eru góðar til samanburðar. Næstu kynslóðir eru framtíð Íslands og ég held að það ættu allir vera búnir að kynna sér að leikskóli er ekki staður þar sem börn eru í pössun eða gæslu því foreldrarnir hafa ekkert annað val. Leikskóli er fyrsta menntastig og þar fer menntun í gangi sem börn fá hvergi annars staðar. Félagsfærni, samskiptahæfni, vinatengsl, sjálfsöryggi, málörvun, kurteisi, mannasiði og fleira sem ég gæti talið upp. En ótrúlegt en satt þá er einmitt þessi þekking vanmetin í samfélaginu og svo lengi sem þú ert ekki með góða einkunn og getur sýnt getu þína í ákveðnum málum þá er öllum sama. Er það samfélag sem við viljum búa í? Er hamingja, sjálfsöryggi og að vera góð manneskja ekki meira en nóg? Berum virðingu fyrir kennurum, menntun þeirra og starfi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla og er að klára meistaranám í leikskólamenntun.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun