Er pósturinn frá Póstinum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. október 2021 08:01 Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir. Stór hluti jólaverslunar fer nú fram á vefnum og eykst hlutdeild netverslunar í jólagjafainnkaupum Íslendinga hratt. Af innlendri verslun hefur hlutfall netverslunar vaxið úr 2-4% árið 2019 í 5-7% nú árið 2021 og hefur slíkum póstsendingum að utan auk þess fjölgað til muna. Því má búast við því að fjölmörg okkar komi til með að versla jólagjafirnar á vefnum og þá borgar sig að setja öryggið á oddinn. Hver er að hafa samband? Sögur af netsvindli tengdu póstsendingum rata í fjölmiðla með reglulegu millibili og verður umfjöllunin vonandi til þess að við séum sem flest á varðbergi. Sérstaklega er þó tilefni til að hafa augun opin þegar kemur að netverslun. Eins og lúsin á leikskólanum virðast þrjótarnir alltaf finna sér einhverja leið til að valda usla og þeir hafa svo sannarlega nýtt sér aukna verslun okkar á vefnum. Þannig hefur mikið borið á fölsuðum tölvupóstum og smáskilaboðum sem virðast berast frá póstfyrirtækjum á borð við Póstinn og DHL. Viðtakandi skilaboðanna er yfirleitt sendur á svikasíðu sem, rétt eins og upphaflegu skilaboðin, virðist við fyrstu sín ófölsuð. Þar er til dæmis óskað eftir greiðslukortaupplýsingum og ef bitið er á agnið eru þrjótarnir fljótir að láta greipar sópa. Því miður tapast hér á landi háar fjárhæðir með þessum hætti ár hvert. Svikin geta virst mjög sannfærandi og þær vefsíður og þau samskipti sem notuð eru við svikin verða sífellt vandaðri. Því verðum við að hafa varann á. Lítum á póstfang þess sem sendir og símanúmerið. Göngum úr skugga um að sendandinn sé raunverulega sá sem hann segist vera og höfum í huga að ólíklegt er að fyrirtæki sendi hlekki á vefi þar sem óskað er eftir greiðsluupplýsingum. Sleppum því að gleðja netþrjótana þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Netglæpir Netöryggi Pósturinn Neytendur Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir. Stór hluti jólaverslunar fer nú fram á vefnum og eykst hlutdeild netverslunar í jólagjafainnkaupum Íslendinga hratt. Af innlendri verslun hefur hlutfall netverslunar vaxið úr 2-4% árið 2019 í 5-7% nú árið 2021 og hefur slíkum póstsendingum að utan auk þess fjölgað til muna. Því má búast við því að fjölmörg okkar komi til með að versla jólagjafirnar á vefnum og þá borgar sig að setja öryggið á oddinn. Hver er að hafa samband? Sögur af netsvindli tengdu póstsendingum rata í fjölmiðla með reglulegu millibili og verður umfjöllunin vonandi til þess að við séum sem flest á varðbergi. Sérstaklega er þó tilefni til að hafa augun opin þegar kemur að netverslun. Eins og lúsin á leikskólanum virðast þrjótarnir alltaf finna sér einhverja leið til að valda usla og þeir hafa svo sannarlega nýtt sér aukna verslun okkar á vefnum. Þannig hefur mikið borið á fölsuðum tölvupóstum og smáskilaboðum sem virðast berast frá póstfyrirtækjum á borð við Póstinn og DHL. Viðtakandi skilaboðanna er yfirleitt sendur á svikasíðu sem, rétt eins og upphaflegu skilaboðin, virðist við fyrstu sín ófölsuð. Þar er til dæmis óskað eftir greiðslukortaupplýsingum og ef bitið er á agnið eru þrjótarnir fljótir að láta greipar sópa. Því miður tapast hér á landi háar fjárhæðir með þessum hætti ár hvert. Svikin geta virst mjög sannfærandi og þær vefsíður og þau samskipti sem notuð eru við svikin verða sífellt vandaðri. Því verðum við að hafa varann á. Lítum á póstfang þess sem sendir og símanúmerið. Göngum úr skugga um að sendandinn sé raunverulega sá sem hann segist vera og höfum í huga að ólíklegt er að fyrirtæki sendi hlekki á vefi þar sem óskað er eftir greiðsluupplýsingum. Sleppum því að gleðja netþrjótana þessi jólin. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar