Preben Jakobsen hjá lögmannsstofunni Gorrissen Federspiel hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Í úrskurðinum segir að dómsúrskurður um gjaldþrot Magnúsar nái einnig til eigna hans í öðrum norrænum ríkjum, þar á meðal Íslandi.
Magnús Ólafur er sem kunnugt er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en hann er grunaður um umfangsmikil fjársvik í starfi sínu sem forstjóri. Þá hefur hann hlotið dóma fyrir ofsaakstur á Teslu sinni á Reykjanesbraut.
Magnús er uppalinn í Kópavogi, hefur lengst af ævi sinnar verið búsettur í Danmörku og meðal annars keppt í dýfingum.