Báðir eru þeir sóknarmenn, en frá þessu var greint á samfélagsmiðlum Vestra í dag.
Pétur er uppalinn hjá félaginu og lék sinn fyrsta leik árið 2014. Síðan þá hefur hann leikið 154 leiki og skorað í þeim 59 mörk. Hann var markahæsti leikmaður Vestra í sumar, en hamm skoraði 11 mörk í 21 deildarleik.
Túfa hefur spilað með Vestra seinustu tvö tímabil, en hann var næst markahæsti leikmaður liðsins í sumar. Þá lék hann tíu leiki og skoraði í þeim sex mörk.