Björn Salvador er plötusnúður mánaðarins Tinni Sveinsson skrifar 20. október 2021 15:30 Björn Salvador er á mála hjá Nordic Voyage útgáfunni. Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. Í október varð Björn Salvador frá útgáfunni og plötusnúðahópnum Nordic Voyage fyrir valinu. Hann var tíður gestur í PartyZone á árunum 1996 til 2006 og var þá þekktastur undir nafninu DJ Bjössi eða jafnvel Bjössi Brunahani. Eftir að hafa haldið sig til hlés um tíma er hann mættur aftur í danstónlistarsenuna, bæði sem plötusnúður og sem tónlistarmaður. Á síðustu mánuðum hefur Björn gefið út flott efni undir merkjum Nordic Voyage, sem hann og Leon Kemp eru á bak við. Klippa: Party Zone 15. október Kominn heim í PartyZone Björn hreiðraði um sig í heimastúdíóí og tók upp tæplega tveggja klukkustunda sett með fagmannlega handmixaðari blöndu af nýrri tónlist, gamalli klassískri og með eigin tónlist. „Ég fór aðra leið í þessu setti en vanalega, fyrst maður hafði tæpa tvo tíma og er kominn heim í Party Zone. Þetta er blanda af minningum frá því að ég var fyrst að koma fram í þættinum, í bland við mína eigin tónlist, efni frá Nordic Voyage og nýlegri lögum frá frábærum tónlistarmönnum sem hafa fangað athygli mína undanfarin misseri. Þarna eru 90’s smellir frá Basement Jaxx, Carl Craig, Mood II Swing, Maurizio yfir til nútímans í nýja stefnu sem kallast Organic House,“ segir Björn. Björn Salvador, DJ Bjössi eða jafnvel Bjössi brunahani, hefur verið viðloðandi danstónlistarsenuna síðan á tíunda áratugnum. „Ég var búinn að vera að spila í nokkur ár þegar ég kom fyrst fram í PartyZone árið 1996. Ég og æskuvinir mínir, sem vorum að þeyta skífum saman á þessum tíma, fengum okkar tónlistarlega uppeldi í gegnum þáttinn þannig að það hefur alltaf sérstaka þýðingu fyrir mig að spila í honum. Teknóið átti hug minn allan þar til ég fór að fikta við að gera mína eigin tónlist fyrir tíu árum síðan. Með tímanum hef ég mýkst allsvakalega yfir í mun dýpri tóna.“ Björn hefur í nægu að snúast í tónlistinni á næstunni. Á döfinni eru verkefni fyrir útgáfurnar Dialtone, Be Adult, Personal Belongings, Everything will be OK og Nordic Voyage. „Við Leon erum einnig með vikulegan þátt á Proton Radio, þar sem við fáum til okkar góða gesti frá öllum heimsins hornum. Annars vona ég að þið njótið mixins. Það er alltaf heiður og mikil stemming að koma í PartyZone og taka mix. Takk fyrir mig!“ Lagalistinn - Björn Salvador í PartyZone Sasha - Rooms Hosini - Capella DJ Joma - Dele (Bjorn Salvador, Leon S. Kemp, Marta Vidar Remix) Round Two - New Day (Club Vocal Mix) Raphloo - Fugl (Nordic Voyage Recordings) Jakhira - Jökulsárlón (Nordic Voyage Recordings) Nikita Warren - I Need You (Basement Jaxx Bonus Mix) Morttagua - Pallas (Nick Warren & Nicolas Rada Remix) Cocho - Sweet Sunrise On Meiling (Bjorn Salvador Remix) (Nordic Voyage Recordings) Powel - Little Ballerina Calibre - Lost Mood II Swing - All Night Long Jakhira & Bjorn Salvador - Fagradalsfjall Gorje Hewek & Izhevksi - Bonhomie Zone+ - Saturday Luv Condriac & Emann - Hemamea Jonny L - This Time (Carl Craig Mix 2) Navaa & Niko Garcia - Source of Life (Bjorn Salvador & Cold Tones Remix) Julian Rodriguez - From South to North (Bjorn Salvador Remix) (Nordic Voyage Recordings) Beije - Standing Between the Worlds 16B - Secrets Model 500 - Starlight (Maurizo Remix) PartyZone Tengdar fréttir Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00 Nina Kraviz með besta lagið Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. 1. október 2021 20:01 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í október varð Björn Salvador frá útgáfunni og plötusnúðahópnum Nordic Voyage fyrir valinu. Hann var tíður gestur í PartyZone á árunum 1996 til 2006 og var þá þekktastur undir nafninu DJ Bjössi eða jafnvel Bjössi Brunahani. Eftir að hafa haldið sig til hlés um tíma er hann mættur aftur í danstónlistarsenuna, bæði sem plötusnúður og sem tónlistarmaður. Á síðustu mánuðum hefur Björn gefið út flott efni undir merkjum Nordic Voyage, sem hann og Leon Kemp eru á bak við. Klippa: Party Zone 15. október Kominn heim í PartyZone Björn hreiðraði um sig í heimastúdíóí og tók upp tæplega tveggja klukkustunda sett með fagmannlega handmixaðari blöndu af nýrri tónlist, gamalli klassískri og með eigin tónlist. „Ég fór aðra leið í þessu setti en vanalega, fyrst maður hafði tæpa tvo tíma og er kominn heim í Party Zone. Þetta er blanda af minningum frá því að ég var fyrst að koma fram í þættinum, í bland við mína eigin tónlist, efni frá Nordic Voyage og nýlegri lögum frá frábærum tónlistarmönnum sem hafa fangað athygli mína undanfarin misseri. Þarna eru 90’s smellir frá Basement Jaxx, Carl Craig, Mood II Swing, Maurizio yfir til nútímans í nýja stefnu sem kallast Organic House,“ segir Björn. Björn Salvador, DJ Bjössi eða jafnvel Bjössi brunahani, hefur verið viðloðandi danstónlistarsenuna síðan á tíunda áratugnum. „Ég var búinn að vera að spila í nokkur ár þegar ég kom fyrst fram í PartyZone árið 1996. Ég og æskuvinir mínir, sem vorum að þeyta skífum saman á þessum tíma, fengum okkar tónlistarlega uppeldi í gegnum þáttinn þannig að það hefur alltaf sérstaka þýðingu fyrir mig að spila í honum. Teknóið átti hug minn allan þar til ég fór að fikta við að gera mína eigin tónlist fyrir tíu árum síðan. Með tímanum hef ég mýkst allsvakalega yfir í mun dýpri tóna.“ Björn hefur í nægu að snúast í tónlistinni á næstunni. Á döfinni eru verkefni fyrir útgáfurnar Dialtone, Be Adult, Personal Belongings, Everything will be OK og Nordic Voyage. „Við Leon erum einnig með vikulegan þátt á Proton Radio, þar sem við fáum til okkar góða gesti frá öllum heimsins hornum. Annars vona ég að þið njótið mixins. Það er alltaf heiður og mikil stemming að koma í PartyZone og taka mix. Takk fyrir mig!“ Lagalistinn - Björn Salvador í PartyZone Sasha - Rooms Hosini - Capella DJ Joma - Dele (Bjorn Salvador, Leon S. Kemp, Marta Vidar Remix) Round Two - New Day (Club Vocal Mix) Raphloo - Fugl (Nordic Voyage Recordings) Jakhira - Jökulsárlón (Nordic Voyage Recordings) Nikita Warren - I Need You (Basement Jaxx Bonus Mix) Morttagua - Pallas (Nick Warren & Nicolas Rada Remix) Cocho - Sweet Sunrise On Meiling (Bjorn Salvador Remix) (Nordic Voyage Recordings) Powel - Little Ballerina Calibre - Lost Mood II Swing - All Night Long Jakhira & Bjorn Salvador - Fagradalsfjall Gorje Hewek & Izhevksi - Bonhomie Zone+ - Saturday Luv Condriac & Emann - Hemamea Jonny L - This Time (Carl Craig Mix 2) Navaa & Niko Garcia - Source of Life (Bjorn Salvador & Cold Tones Remix) Julian Rodriguez - From South to North (Bjorn Salvador Remix) (Nordic Voyage Recordings) Beije - Standing Between the Worlds 16B - Secrets Model 500 - Starlight (Maurizo Remix)
PartyZone Tengdar fréttir Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00 Nina Kraviz með besta lagið Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. 1. október 2021 20:01 Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. 10. september 2021 20:00
Nina Kraviz með besta lagið Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. 1. október 2021 20:01