Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem boðað var til með foreldrum og fulltrúum bæjarins á mánudaginn.
Að sögn upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar fór leikskólastjóri yfir stöðu mála ásamt öðrum fulltrúum bæjaryfirvalda.
Meðal annars kom fram í máli fulltrúa frá eignadeild bæjarins að enn væri verið að taka út húsnæði skólans, en mygla fannst eftir að leka varð vart í tengibyggingu milli eldri og yngri hluta skólans.
Um leið og staðfest var að um myglu væri að ræða var húsnæðinu lokað og börnunum fundinn tímabundið húsnæði á þremur stöðum í bænum. Yngstu börnin eru í Íþróttahúsinu í Digranesi, miðdeildirnar í leikskólanum Austurkór og elstu börnin í Guðmundarlundi. Eins og fyrr segir er nú unnið að því að finna hentugra húsnæði innan hverfisins á meðan metin eru næstu skref með mygluna í Efstahjalla.
Upplýsingafulltrúi segir aðspurð að engir foreldrar hafi haft samband við bæjarskrifstofu vegna veikinda og sömuleiðis hafi engar tilkynningar borist vegna starfsfólks.