Fundur aðalsmannsins Khuwy kallar á endurritun sögubóka Egyptalands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 21:07 Khuwy var aðalsmaður sem var uppi fyrir 4.000 árum. Ian Glatt/National Geographic/Windfall Films Rannsókn á múmíu sem fannst í grafborginni í Saqqara í Egyptalandi bendir til þess að endurrita þarf sögu múmíugerðar í Forn-Egyptalandi. Þá vekur hún spurningar um það sem menn töldu sig vita um Gamla ríkið. Múmía aðalsmannsins Khuwy fannst árið 2019 og var í fyrstu talinn vera um 3.000 ára gömul. Rannsóknir leiddu hins vegar í ljós að hún virðist vera um 4.000 ára gömul og tilheyra tímabili þar sem menn töldu að múmíugerð hefði verð fremur frumstæð. Það sem kemur sérfræðingum á óvart er að Khuwy er þvert á móti afar vel varðveittur; allur líkaminn baðaður kvoðu til varðveislu og vafinn í fíngert lín. Þetta kollvarpar þeirri vitneskju sem menn töldu sig hafa um Gamla ríkið, til dæmis að þá hafi þekking á notkun kvoðu, eða resíns, verið takmörkuð og líffærin sjaldan fjarlægð og varðveitt sérstaklega. „Ef þetta er sannarlega múmía frá Gamla ríkinu þarf að endurskoða allar bækur um múmíugerð og sögu Gamla ríkisins,“ segir Salima Ikram, yfirmaður egypskra fræða við American University í Kaíró og einn helsti sérfræðingur heims í sögu múmíugerðar. Hún segir tilvist múmíu Khuwy ekki bara sýna fram á að Egyptar hefðu haft góða þekkingu á varðveislu líkamsleifa fyrr en áður var talið heldur þurfi að endurskoða sögu Gamla ríkisins með tilliti til þeirra efna sem notuð voru, meðal annars í tengslum við verslunarleiðir. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Egyptaland Vísindi Fornminjar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Múmía aðalsmannsins Khuwy fannst árið 2019 og var í fyrstu talinn vera um 3.000 ára gömul. Rannsóknir leiddu hins vegar í ljós að hún virðist vera um 4.000 ára gömul og tilheyra tímabili þar sem menn töldu að múmíugerð hefði verð fremur frumstæð. Það sem kemur sérfræðingum á óvart er að Khuwy er þvert á móti afar vel varðveittur; allur líkaminn baðaður kvoðu til varðveislu og vafinn í fíngert lín. Þetta kollvarpar þeirri vitneskju sem menn töldu sig hafa um Gamla ríkið, til dæmis að þá hafi þekking á notkun kvoðu, eða resíns, verið takmörkuð og líffærin sjaldan fjarlægð og varðveitt sérstaklega. „Ef þetta er sannarlega múmía frá Gamla ríkinu þarf að endurskoða allar bækur um múmíugerð og sögu Gamla ríkisins,“ segir Salima Ikram, yfirmaður egypskra fræða við American University í Kaíró og einn helsti sérfræðingur heims í sögu múmíugerðar. Hún segir tilvist múmíu Khuwy ekki bara sýna fram á að Egyptar hefðu haft góða þekkingu á varðveislu líkamsleifa fyrr en áður var talið heldur þurfi að endurskoða sögu Gamla ríkisins með tilliti til þeirra efna sem notuð voru, meðal annars í tengslum við verslunarleiðir. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Egyptaland Vísindi Fornminjar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira