Vöndu falið að sjá um uppgjörið við Guðna Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 09:32 Guðni Bergsson kvaddi KSÍ í lok ágúst eftir að hafa verið formaður frá árinu 2017. vísir/daníel Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður knattspyrnusambands Íslands, mun sjá um að leiða til lykta uppgjör við forvera sinn í starfi, Guðna Bergsson, vegna starfsloka hans í lok ágúst. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári alls um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Guðni hefur hingað til ekki tjáð sig um viðskilnaðinn við KSÍ en hann sagði af sér eftir þrýsting frá hluta knattspyrnuhreyfingarinnar vegna meðhöndlunar á upplýsingum um meint ofbeldisverk landsliðsmanna. Guðni sagði af sér eftir neyðarfundi undir lok ágúst en hafði áður lagt til að hann myndi víkja tímabundið sem formaður. Þá tillögu samþykkti þáverandi stjórn KSÍ ekki. Stjórnin sagði svo öll af sér degi á eftir formanninum og boðað var til aukaþings sem haldið var í byrjun október. Á aukaþinginu var Vanda sjálfkjörin nýr formaður þar sem hún var ein í framboði. Síðasta stjórn ræddi málið en tók ekki ákvörðun Á síðustu fundum fyrrverandi stjórnar var rætt um starfslok Guðna undir liðnum „önnur mál“ en engin ákvörðun tekin um starfslokasamning við hann. Nú er málið því komið í hendur nýrrar stjórnar sem á síðasta stjórnarfundi, 11. október, fól nýjum formanni að leiða uppgjörið við Guðna til lykta. Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður KSÍ í byrjun þessa mánaðar. Hér er hún á landsleik Íslands og Tékklands síðastliðinn föstudag ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýr formaður í kjaranefnd Samkvæmt lögum KSÍ sér þriggja manna kjaranefnd um að gera tillögu til stjórnar KSÍ um laun formanns og annað sem viðkemur kjörum hans. Ætla má að kjaranefnd komi með einhverjum hætti að málinu. Margrét Sanders var einmitt skipuð nýr formaður kjaranefndar á síðasta stjórnarfundi og tók við starfinu af Jónasi Gesti Jónassyni sem sagði sig úr nefndinni vegna starfa sinna, að því er segir í síðustu fundargerð. Í samtali við Vísi vildi Vanda ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði það geta skýrst bráðlega. Hún vildi ekki segja til um hvernig ákvörðun yrði tekin um starfslokasamning Guðna. Næsti stjórnarfundur er í dag en Vanda vildi ekki svara því hvort þar yrði einhver ákvörðun tekin um málið. KSÍ Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira
Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári alls um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Guðni hefur hingað til ekki tjáð sig um viðskilnaðinn við KSÍ en hann sagði af sér eftir þrýsting frá hluta knattspyrnuhreyfingarinnar vegna meðhöndlunar á upplýsingum um meint ofbeldisverk landsliðsmanna. Guðni sagði af sér eftir neyðarfundi undir lok ágúst en hafði áður lagt til að hann myndi víkja tímabundið sem formaður. Þá tillögu samþykkti þáverandi stjórn KSÍ ekki. Stjórnin sagði svo öll af sér degi á eftir formanninum og boðað var til aukaþings sem haldið var í byrjun október. Á aukaþinginu var Vanda sjálfkjörin nýr formaður þar sem hún var ein í framboði. Síðasta stjórn ræddi málið en tók ekki ákvörðun Á síðustu fundum fyrrverandi stjórnar var rætt um starfslok Guðna undir liðnum „önnur mál“ en engin ákvörðun tekin um starfslokasamning við hann. Nú er málið því komið í hendur nýrrar stjórnar sem á síðasta stjórnarfundi, 11. október, fól nýjum formanni að leiða uppgjörið við Guðna til lykta. Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður KSÍ í byrjun þessa mánaðar. Hér er hún á landsleik Íslands og Tékklands síðastliðinn föstudag ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nýr formaður í kjaranefnd Samkvæmt lögum KSÍ sér þriggja manna kjaranefnd um að gera tillögu til stjórnar KSÍ um laun formanns og annað sem viðkemur kjörum hans. Ætla má að kjaranefnd komi með einhverjum hætti að málinu. Margrét Sanders var einmitt skipuð nýr formaður kjaranefndar á síðasta stjórnarfundi og tók við starfinu af Jónasi Gesti Jónassyni sem sagði sig úr nefndinni vegna starfa sinna, að því er segir í síðustu fundargerð. Í samtali við Vísi vildi Vanda ekki tjá sig um málið að svo stöddu en sagði það geta skýrst bráðlega. Hún vildi ekki segja til um hvernig ákvörðun yrði tekin um starfslokasamning Guðna. Næsti stjórnarfundur er í dag en Vanda vildi ekki svara því hvort þar yrði einhver ákvörðun tekin um málið.
KSÍ Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira