Aðstoðarkona Clinton segir þingmann hafa ráðist á sig Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 09:15 Huma Abedin (t.v.) með Hillary Clinton (t.h.) í kappræðum forsetaframbjóðendanna í október árið 2016. Vísir/EPA Huma Abedin, einn nánasti ráðgjafi Hillary Clinton, lýsir því hvernig öldungadeildarþingmaður réðst á hana kynferðislega í endurminningum sínum. Atvikið hafi átt sér stað þegar Clinton var í öldungadeildinni á fyrsta áratug þessarar aldar. Abedin nafngreinir hvorki þingmanninn né segir hvaða flokki hann tilheyrir í bókinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún segir þingmanninn hafa boðið sér inn til sín þegar þau gengu samferða eftir kvöldverð. Hann hafi síðan reynt að kysssa hana af krafti. „Ég var svo algerlega slegin, ég ýtti honum af mér. Það eina sem ég vildi var að eyða út síðustu tíu sekúndunum,“ segir Abedin í bókinni sem verður gefin út í næstu viku. Þingmaðurinn hafi beðist afsökunar og borið því við að hann hefði „misskilið“ hana. Hann hafi boðið henni að vera um kyrrt en hún hafi afsakað sig og komið sér út. Þegar Abedin rakst á hann í þinginu nokkrum dögum síðar hafi hann spurt hana hvort þau væru ekki ennþá vinir. Örlagaríkir tölvupóstar úr rannsókn á eiginmanni Abedin Abedin og fyrrverandi eiginmaður hennar, Anthony Wiener, voru miklir örlagavaldar í forsetaframboði Clinton árið 2016. Wiener rústaði ferli sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings með ítrekuðum kynlífshneykslismálum. Rannsókn alríkislögreglu á kynferðislegum samskiptum Wiener við fimmtán ára gamla stúlku skaut upp kollinum á lokametrum kosningabaráttu Clinton og Donalds Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Alríkislögreglan FBI hafði áður rannsakað notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Þeirri rannsókn var lokið án þess að Clinton sætti ákæru. Innan við tveimur vikum fyrir kjördag tilkynnti James Comey, forstjóri FBI, að tölvupóstrannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar frá Clinton og Abedin fundust á tölvu Wiener. Ekkert frekar fannst í þeim tölvupóstum. Stjórnmálaspekingar og Clinton sjálf hafa kennt inngripi Comey um það að hún tapaði fyrir Trump í kosningunum. Trump rak Comey aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við embætti forseta. Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Abedin nafngreinir hvorki þingmanninn né segir hvaða flokki hann tilheyrir í bókinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún segir þingmanninn hafa boðið sér inn til sín þegar þau gengu samferða eftir kvöldverð. Hann hafi síðan reynt að kysssa hana af krafti. „Ég var svo algerlega slegin, ég ýtti honum af mér. Það eina sem ég vildi var að eyða út síðustu tíu sekúndunum,“ segir Abedin í bókinni sem verður gefin út í næstu viku. Þingmaðurinn hafi beðist afsökunar og borið því við að hann hefði „misskilið“ hana. Hann hafi boðið henni að vera um kyrrt en hún hafi afsakað sig og komið sér út. Þegar Abedin rakst á hann í þinginu nokkrum dögum síðar hafi hann spurt hana hvort þau væru ekki ennþá vinir. Örlagaríkir tölvupóstar úr rannsókn á eiginmanni Abedin Abedin og fyrrverandi eiginmaður hennar, Anthony Wiener, voru miklir örlagavaldar í forsetaframboði Clinton árið 2016. Wiener rústaði ferli sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings með ítrekuðum kynlífshneykslismálum. Rannsókn alríkislögreglu á kynferðislegum samskiptum Wiener við fimmtán ára gamla stúlku skaut upp kollinum á lokametrum kosningabaráttu Clinton og Donalds Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Alríkislögreglan FBI hafði áður rannsakað notkun Clinton á einkatölvupóstþjóni þegar hún var utanríkisráðherra. Þeirri rannsókn var lokið án þess að Clinton sætti ákæru. Innan við tveimur vikum fyrir kjördag tilkynnti James Comey, forstjóri FBI, að tölvupóstrannsóknin hefði verið opnuð aftur eftir að tölvupóstar frá Clinton og Abedin fundust á tölvu Wiener. Ekkert frekar fannst í þeim tölvupóstum. Stjórnmálaspekingar og Clinton sjálf hafa kennt inngripi Comey um það að hún tapaði fyrir Trump í kosningunum. Trump rak Comey aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann tók við embætti forseta.
Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum. 19. maí 2017 15:32
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30