Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 11:19 Mikið hefur gengið á hjá KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. Meðal þeirra sem greinarhöfundur ræddi við er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem stýrir starfshópi sem vinnur að jafnréttismálum innan KSÍ. Hún segir að mörgum innan fyrrverandi stjórnar KSÍ hafi sárnað ásakanir um yfirhylmingu vegna meintra kynferðis- og ofbeldisbrota leikmanna karlalandsliðsins. „Helgina sem stjórnin sagði af sér hitti ég hana. Fólk var leitt og sorgmætt og sumir grétu. Þau sögðu að fjölmiðlar væru að taka þau af lífi fyrir eitthvað sem þau væru fyrst að heyra um núna. En enginn trúði þeim. Þau sögðu að þau hefðu vitað allt um þetta en ekki gert neitt. En það var ekki satt,“ segir Kolbrún í greininni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir lýsti því hvernig andrúmsloftið á neyðarfundi stjórnar KSÍ var.vísir/egill Hún segir að stjórnarfólk hafi undrað sig á því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi ekki rætt þessi máli á stjórnarfundum. „Hann sagði að þetta væri trúnaðarmál en þau sögðu að við værum stjórnin. Og já, mér finnst eins og þau hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki,“ segir Kolbrún. „Auðvitað þurfti andrúmsloftið innan KSÍ að breytast. En margir voru sakaðir um eitthvað sem þeir komu ekki nálægt. Og það er miður því það var margt gott fólk þarna.“ Þegar The Athletic leitaði viðbragða hjá Guðna vildi hann lítið tjá sig um málið. Hann sagði að óháð nefnd væri með málið til skoðunar og það væri ekki viðeigandi fyrir hann að tjá sig um það. Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ sunnudaginn 29. september. Tveimur dögum síðar sagði stjórn sambandsins af sér og boðaði til aukaþings. Þar var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin nýr formaður KSÍ, fyrst kvenna. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Meðal þeirra sem greinarhöfundur ræddi við er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem stýrir starfshópi sem vinnur að jafnréttismálum innan KSÍ. Hún segir að mörgum innan fyrrverandi stjórnar KSÍ hafi sárnað ásakanir um yfirhylmingu vegna meintra kynferðis- og ofbeldisbrota leikmanna karlalandsliðsins. „Helgina sem stjórnin sagði af sér hitti ég hana. Fólk var leitt og sorgmætt og sumir grétu. Þau sögðu að fjölmiðlar væru að taka þau af lífi fyrir eitthvað sem þau væru fyrst að heyra um núna. En enginn trúði þeim. Þau sögðu að þau hefðu vitað allt um þetta en ekki gert neitt. En það var ekki satt,“ segir Kolbrún í greininni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir lýsti því hvernig andrúmsloftið á neyðarfundi stjórnar KSÍ var.vísir/egill Hún segir að stjórnarfólk hafi undrað sig á því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi ekki rætt þessi máli á stjórnarfundum. „Hann sagði að þetta væri trúnaðarmál en þau sögðu að við værum stjórnin. Og já, mér finnst eins og þau hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki,“ segir Kolbrún. „Auðvitað þurfti andrúmsloftið innan KSÍ að breytast. En margir voru sakaðir um eitthvað sem þeir komu ekki nálægt. Og það er miður því það var margt gott fólk þarna.“ Þegar The Athletic leitaði viðbragða hjá Guðna vildi hann lítið tjá sig um málið. Hann sagði að óháð nefnd væri með málið til skoðunar og það væri ekki viðeigandi fyrir hann að tjá sig um það. Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ sunnudaginn 29. september. Tveimur dögum síðar sagði stjórn sambandsins af sér og boðaði til aukaþings. Þar var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin nýr formaður KSÍ, fyrst kvenna. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira