Tíu sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolpar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2021 20:15 Edda Björk og Ragnheiður Bríet með hvolpana hjá sér í sumarbústað fjölskyldunnar rétt hjá Laugarvatni og tíkina Chelsí, sem gaut þeim í byrjun október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir eru sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolparnir tíu, sem voru að koma í heiminn. Mamma þeirra mjólkar vel og pabbi þeirra fylgist stoltur með afkvæmum sínum. Hvolparnir og foreldrar þeirra eiga heima á höfuðborgarsvæðinu hjá eigendum sínum en stundum fá þeir að fara út á land og þá er farið í sumarbústað í grennd við Laugarvatn. Edda Björk Arnardóttir og fjölskylda hennar eru ræktendur Dalmatíuhundanna og þau eiga tíkina Chelsí og rakkann Sjapplín. Hvolparnir eru nú rúmlega þriggja vikna, fimm tíkur og fimm hundar. Þá á fjölskyldan líka hvolpinn Kiddu, 9 vikna. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þeir eru dásamlegir, pissa á mig eins og þú sérð en þetta er samt æðislegt. Já, við fengum tíu hvolpa og svo erum við með einn annan hvolp líka níu vikna, sem er frá vinkonu minni fyrir norðan og undan mínum rakka, þannig að það er líf og fjör“, segir Edda. Hvolparnir fæðast alveg hvítir. „Já, þeir fæðast ekki með neinar doppur og fæðast heyrnarlausir og blindir, þannig að þeir eru bara eins og hvítar litlar rottur en svo fer þetta að skána á fyrstu vikunni. Þegar þeir eru viku gamlir fer maður að sjá fyrstu doppurnar og núna eru þeir þriggja vikna og orðnir alveg full doppóttir,“ bætir Edda við. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir hvolparnir nema einn eru seldir. Edda Björk segir að það séu til um fimmtíu Dalmatíuhundar á Íslandi. „Þetta eru rosalega fallegir hundar, þeir eru orkumiklir, þetta eru rosalega skemmtilegir fjölskylduhundar fyrir okkur til dæmis, sem erum mikið fyrir að hreyfa okkur og fara með okkur allt en eru rólegir heima.“ Heimasætan á heimilinu, Ragnheiður Bríet er ánægð og stolt af hvolpunum. „Það er bara skemmtilegt að vera með svona mikið af hundum og fá þessa athygli frá fullt af fólki, Ha, ertu með tíu hvolpa, hvernig tegund, hvað er í gangi, má ég sjá mynd, það er yndislegt að vera með alla þessa athygli en stundum er svolítið mikið að vera með svona marga hunda inni á heimilinu en það er bara skemmtilegt.“ Ragnheiður Bríet segir fjölskylduna fá mikla athygli út á Dalmatíuhundana, ekki síst eftir að hvolparnir fæddust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Hundar Dýr Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Hvolparnir og foreldrar þeirra eiga heima á höfuðborgarsvæðinu hjá eigendum sínum en stundum fá þeir að fara út á land og þá er farið í sumarbústað í grennd við Laugarvatn. Edda Björk Arnardóttir og fjölskylda hennar eru ræktendur Dalmatíuhundanna og þau eiga tíkina Chelsí og rakkann Sjapplín. Hvolparnir eru nú rúmlega þriggja vikna, fimm tíkur og fimm hundar. Þá á fjölskyldan líka hvolpinn Kiddu, 9 vikna. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þeir eru dásamlegir, pissa á mig eins og þú sérð en þetta er samt æðislegt. Já, við fengum tíu hvolpa og svo erum við með einn annan hvolp líka níu vikna, sem er frá vinkonu minni fyrir norðan og undan mínum rakka, þannig að það er líf og fjör“, segir Edda. Hvolparnir fæðast alveg hvítir. „Já, þeir fæðast ekki með neinar doppur og fæðast heyrnarlausir og blindir, þannig að þeir eru bara eins og hvítar litlar rottur en svo fer þetta að skána á fyrstu vikunni. Þegar þeir eru viku gamlir fer maður að sjá fyrstu doppurnar og núna eru þeir þriggja vikna og orðnir alveg full doppóttir,“ bætir Edda við. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir hvolparnir nema einn eru seldir. Edda Björk segir að það séu til um fimmtíu Dalmatíuhundar á Íslandi. „Þetta eru rosalega fallegir hundar, þeir eru orkumiklir, þetta eru rosalega skemmtilegir fjölskylduhundar fyrir okkur til dæmis, sem erum mikið fyrir að hreyfa okkur og fara með okkur allt en eru rólegir heima.“ Heimasætan á heimilinu, Ragnheiður Bríet er ánægð og stolt af hvolpunum. „Það er bara skemmtilegt að vera með svona mikið af hundum og fá þessa athygli frá fullt af fólki, Ha, ertu með tíu hvolpa, hvernig tegund, hvað er í gangi, má ég sjá mynd, það er yndislegt að vera með alla þessa athygli en stundum er svolítið mikið að vera með svona marga hunda inni á heimilinu en það er bara skemmtilegt.“ Ragnheiður Bríet segir fjölskylduna fá mikla athygli út á Dalmatíuhundana, ekki síst eftir að hvolparnir fæddust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Hundar Dýr Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira