Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2021 22:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. Fimmtíu manna íslensk sendinefnd verður viðstödd ráðstefnuna sem hefst á sunnudag og verða þrír ráðherrar með í för. Þeirra á meðal verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á hvað ætlar þú að leggja mesta áherslu á þessari ráðstefnu? „Við munum náttúrulega segja frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi í loftslagsmálum og kannski ekki síst að við höfum lögfest markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, eitt af ellefu ríkjum í heiminum sem hafa lögfest slík markmið. Við höfum aukið metnaðinn í samstarfi við ESB og Noreg hvað varðar Parísarsamkomulagið og förum upp í 55 prósent í samfloti við þau. Svo höfum við núna nýlega líka lokið við fyrstu stefnu Íslands um aðlögun og reyndar líka aukið framlög okkar til þróunarsamvinnu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vill sjá meiri metnað hjá stærstu losunarríkjunum Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa skorað á stjórnvöld að setja sér markmið um að vera með 70 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. Aðspurður um hvort það sé gerlegt segir Guðmundur að Ísland geti sett markið hærra en það gerir í dag. „Við þurfum að samt að taka tillit til þess að Ísland hefur ákveðin tækifæri til að draga úr losun í ákveðnum geirum og minna í öðrum en þetta er bara mjög gott að fá þetta frá umhverfisverndarsamtökum. Þetta er þeirra verk að setja fram metnaðarfull markmið.“ Hvað vonastu til að fá út úr þessari ráðstefnu? Umhverfisráðherra vonast til að þátttökuríki loftslagsráðstefnunnar komi til með að tryggja fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum og þróuð ríki auki fjárhagslegan stuðning sinn við þær aðgerðir. Þá vilji hann sjá meiri metnað hjá þeim ríkjum sem séu ábyrg fyrir hvað mestri losun. „Þetta er það sem ég vildi helst vilja sjá koma út úr ráðstefnunni svo við getum staðið sem heimsbyggð saman í því að standast Parísarsamkomulagið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Fimmtíu manna íslensk sendinefnd verður viðstödd ráðstefnuna sem hefst á sunnudag og verða þrír ráðherrar með í för. Þeirra á meðal verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á hvað ætlar þú að leggja mesta áherslu á þessari ráðstefnu? „Við munum náttúrulega segja frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi í loftslagsmálum og kannski ekki síst að við höfum lögfest markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, eitt af ellefu ríkjum í heiminum sem hafa lögfest slík markmið. Við höfum aukið metnaðinn í samstarfi við ESB og Noreg hvað varðar Parísarsamkomulagið og förum upp í 55 prósent í samfloti við þau. Svo höfum við núna nýlega líka lokið við fyrstu stefnu Íslands um aðlögun og reyndar líka aukið framlög okkar til þróunarsamvinnu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vill sjá meiri metnað hjá stærstu losunarríkjunum Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa skorað á stjórnvöld að setja sér markmið um að vera með 70 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. Aðspurður um hvort það sé gerlegt segir Guðmundur að Ísland geti sett markið hærra en það gerir í dag. „Við þurfum að samt að taka tillit til þess að Ísland hefur ákveðin tækifæri til að draga úr losun í ákveðnum geirum og minna í öðrum en þetta er bara mjög gott að fá þetta frá umhverfisverndarsamtökum. Þetta er þeirra verk að setja fram metnaðarfull markmið.“ Hvað vonastu til að fá út úr þessari ráðstefnu? Umhverfisráðherra vonast til að þátttökuríki loftslagsráðstefnunnar komi til með að tryggja fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum og þróuð ríki auki fjárhagslegan stuðning sinn við þær aðgerðir. Þá vilji hann sjá meiri metnað hjá þeim ríkjum sem séu ábyrg fyrir hvað mestri losun. „Þetta er það sem ég vildi helst vilja sjá koma út úr ráðstefnunni svo við getum staðið sem heimsbyggð saman í því að standast Parísarsamkomulagið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira