Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2021 13:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mætt til Skotlands á COP26-ráðstefnuna. Phil Noble - Pool/Getty Images Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Ríki heims ræða nú í Glasgow á loftlagsráðstefnunni COP26 hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun og var komið að Katrínu um hádegisbilið í dag. Þar fór hún yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist til að má markmiðum Parísarsamkomulagsins, auk þess sem að hún kom inn á stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í samhengi við áætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030. Horfa má á ræðu Katrínar í spilaranum hér fyrir neðan. „Flokkarnir sem eru nú að mynda ríkisstjórn eru að ræða saman um hvernig er hægt að styrkja þetta markmið, 2030 markmiðið, á sama tíma og við tryggjum sanngjarna umskiptingu í átt að grænna hagkerfi,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún vonast til þess að byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum gæti verið lítið skref í átt að einhverju mun stærra. „Tækni sem gæti nýst heimsbyggðinni allri,“ sagði Katrín. Þá vitnaði hún í Andra Snæ Magnason um að nú væri tíminn til aðgerða. Las hún upp brot úr bók hans, Um tímann og vatnið. Fjallaði brotið um að allt sem hver og einn gerði skapaði framtíðina á hverri stundu, allt sem hver gerði skipti máli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands tók á móti Katrínu í gær.Christopher Furlong/Getty Images Notaði Katrín þessi orð til að brýna gesti til dáða svo bjarga mætti deginum, og plánetunni. „Orð hans eru sönn,“ sagði Katrín um brotið eftir Andra Snæ sem hún las upp. „Tíminn til að skapa framtíðina er núna. Hvatti hún einnig leiðtoga heimsins til þess að horfa til jafnréttis kynja í ákvörðanatöku um loftslagsmál. „Við verðum að taka konur og stúlkur með í reikninginn á öllum stigum aðgerða í loftslagsmálum og ákvarðanatöku. Við þurfum orku og hugkvæmni alls mannkyns,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ríki heims ræða nú í Glasgow á loftlagsráðstefnunni COP26 hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun og var komið að Katrínu um hádegisbilið í dag. Þar fór hún yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist til að má markmiðum Parísarsamkomulagsins, auk þess sem að hún kom inn á stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í samhengi við áætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030. Horfa má á ræðu Katrínar í spilaranum hér fyrir neðan. „Flokkarnir sem eru nú að mynda ríkisstjórn eru að ræða saman um hvernig er hægt að styrkja þetta markmið, 2030 markmiðið, á sama tíma og við tryggjum sanngjarna umskiptingu í átt að grænna hagkerfi,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún vonast til þess að byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum gæti verið lítið skref í átt að einhverju mun stærra. „Tækni sem gæti nýst heimsbyggðinni allri,“ sagði Katrín. Þá vitnaði hún í Andra Snæ Magnason um að nú væri tíminn til aðgerða. Las hún upp brot úr bók hans, Um tímann og vatnið. Fjallaði brotið um að allt sem hver og einn gerði skapaði framtíðina á hverri stundu, allt sem hver gerði skipti máli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands tók á móti Katrínu í gær.Christopher Furlong/Getty Images Notaði Katrín þessi orð til að brýna gesti til dáða svo bjarga mætti deginum, og plánetunni. „Orð hans eru sönn,“ sagði Katrín um brotið eftir Andra Snæ sem hún las upp. „Tíminn til að skapa framtíðina er núna. Hvatti hún einnig leiðtoga heimsins til þess að horfa til jafnréttis kynja í ákvörðanatöku um loftslagsmál. „Við verðum að taka konur og stúlkur með í reikninginn á öllum stigum aðgerða í loftslagsmálum og ákvarðanatöku. Við þurfum orku og hugkvæmni alls mannkyns,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42
Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04