Dagurinn byrjar á UEFA Youth League þar sem Leipzig tekur á móti PSG klukkan 12:55 á Stöð 2 Sport 2. Í beinu framhaldi af því verður leikur Liverpool og Atlético Madrid í beinni útsendingu í sömu keppni og á sömu rás.
Klukkan 17:35 er komið að viðureign Real Madrid og Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport 3.
Klukkan 19:15 hefst svo upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni á Stöð 2 Sport 2 og klukkan 19:50 eru þrír leikir á dagskrá.
Á stöð 2 Sport 2 fer fram leikur Liverpool og Atlético Madrid, Dortmund og Ajax eigast við á Stöð 2 Sport 3 og á Stöð 2 Sport 4 er leikur Sporting og Besiktas á dagskrá.
Að þessum leikjum loknum eru Meistaradeildarmörkn á dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Íslenski körfuboltinn fær líka sitt pláss í dag, en í Subway-deild kvenna eru tveir leikir á dagskrá. Valur tekur á móti Fjölni klukkan 18:20 á Stöð 2 Sport og að þeim leik loknum verður viðstöðulaust skipt til Njarðvíkur þar sem heimakonur taka á móti Keflvíkingum í nágrannaslag af bestu gerð.
Að lokum er Babe Patrol á dagskrá á Stöð 2 eSport klukkan 21:00 þar sem þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone.