Um kolefnisspor loftslagsráðstefnunnar í Glasgow Sævar Helgi Bragason skrifar 3. nóvember 2021 15:30 Um þessar mundir berjast ýmsir, til dæmis þingmenn og ritstjórar, fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Ötullega, þótt fá séu. Þau finna loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, flest til foráttu. Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum. Já, loftslagsvandinn er af mannavöldum og mælanlegur. Staðreynd studd ótal sönnunargögnum. En hversu stórt er kolefnisspor ráðstefnunnar raunverulega? Lauslegir útreikningar benda til þess, að sporið sé um 60 þúsund tonn af koldíoxíði. Deilt niður á næstum 30 þúsund manns. Mestur hluti stafar af ferðalagi ráðstefnugesta til og frá Glasgow. Spor ríkasta fólksins, oftast ráðamanna sem ferðast á einkaþotum, er langstærst enda dreifist útblásturinn á mun færri farþega en í almennu flugi. Setjum þetta í samhengi. Á Íslandi nam losun frá úrgangi – því rusli sem við nennum ekki að flokka og endurvinna – 224 þúsund tonnum árið 2019, samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun. Úrgangurinn okkar, verðmætin sem við sóum, hefur því næstum fjórfalt stærra kolefnisspor en ráðstefnan í Glasgow. Á Íslandi nemur losun frá landbúnaði um 619 þúsund tonnum á ári. Ráðstefnusporið er því meira en tífalt minna. Er þá ótalin losun frá því hvernig við Íslendingar – og blessuð sauðkindin - höfum farið með íslenska jörð í gegnum tíðina. Sé landnotkun tekin með er árleg losun frá landnotkun á Íslandi 150 sinnum meiri en ráðstefnunnar. Málmiðnaður á Íslandi losar 33 sinnum meira árlega en ráðstefnan. Þá er gott að hafa í huga að dýrmætar (og frábærar!) afurðir málmiðnaðarins enda alltof oft í ruslinu en ekki endurvinnslu og endurnýtingu sem krefst margfalt minni orku. Sporið af flugferðum Íslendinganna fimmtíu sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. Álíka stórt og sex sparneytinna olíuknúinna bíla á ári. Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera. Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna. Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnin skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur. En svo má böl bæta með því að benda á annað verra. Mjög margt er gagnrýnivert við COP26 ráðstefnuna í Glasgow. Þá einkum fjarvera lykilleiðtoga. Metnaðarlaus markmið stórra ríkja. Loforð sem ekki verður staðið við. Sérhagsmunagæsla. Innantómt orðagjálfur alltof margra ráðamanna. Hvernig olíuríki beita málþófi til að hindra nauðsynlegar aðgerðir. Á ráðstefnunni er hins vegar líka fjöldi fólks sem vinnur af einurð að því að gera framtíð okkar og barna okkar betri. Að spennandi nýsköpun. Nýjum tæknilausnum sem hraða okkur úr grárri nútíð í græna framtíð sem nýtir auðlindir betur. Finnur leiðir til sjálfstæðis í orkumálum. Hreinsar vatn og loft. Virkjar heilann. Framtíðin verður betri, bjartari, heilsusamlegri og ódýrari ef við bara hættum að hlusta á afneitunar- og aðgerðarleysissinna. Þeirra sem berjast opinberlega gegn betri heimi. Um 2,5-3% af heimslosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til flugs. Stærstur hluti þeirra jarðarbúa sem notar flugvélar erum við, efnaðasti hluti heimsbyggðarinnar. Flug kallar á tæknilausnir s.s. rafvæðingu og vetnisvæðingu sem frábær, framsækin flugfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að. Lausnir sem er til þess gerð að þú getir haldið áfram að rápa um reikistjörnuna án þess að eyðileggja hana. Ráðstefnur eins og COP26 snúast meðal annars um það. Það má furðu sæta hvers vegna sumir ákveða að loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi og óyggjandi. Samt eru þeir til sem hvorki vilja leita lausna né tileinka sér lausnir sem gera lífið ódýara, umhverfisvænna og betra. Ágætur maður sagði nefnilega: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka.“ Við erum komin djúpt í holu sem sumir vilja halda áfram að grafa. Sú kynslóð sem hæst hrópar „hræsni“ verður ekki hér til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Afeiðingar þess að ákveða að gera ekki neitt og berjast fyrir því að ekkert verði gert. Í dag er gereyðingavopnið sem við þurfum að eyða jarðefnaeldsneyti. Já, og meðan ég man. COP26 er kolefnisjöfnuð ráðstefna. Hversu oft hefur þú kolefnisjafnað þín ferðalög? Höfundur er vísindamiðlari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sævar Helgi Bragason Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir berjast ýmsir, til dæmis þingmenn og ritstjórar, fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Ötullega, þótt fá séu. Þau finna loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna, COP26, flest til foráttu. Í heilagri vandlætingu benda þau á allt fólkið sem þangað flykkist fljúgandi til að ræða lausnir við loftslagsvandanum. Já, loftslagsvandinn er af mannavöldum og mælanlegur. Staðreynd studd ótal sönnunargögnum. En hversu stórt er kolefnisspor ráðstefnunnar raunverulega? Lauslegir útreikningar benda til þess, að sporið sé um 60 þúsund tonn af koldíoxíði. Deilt niður á næstum 30 þúsund manns. Mestur hluti stafar af ferðalagi ráðstefnugesta til og frá Glasgow. Spor ríkasta fólksins, oftast ráðamanna sem ferðast á einkaþotum, er langstærst enda dreifist útblásturinn á mun færri farþega en í almennu flugi. Setjum þetta í samhengi. Á Íslandi nam losun frá úrgangi – því rusli sem við nennum ekki að flokka og endurvinna – 224 þúsund tonnum árið 2019, samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun. Úrgangurinn okkar, verðmætin sem við sóum, hefur því næstum fjórfalt stærra kolefnisspor en ráðstefnan í Glasgow. Á Íslandi nemur losun frá landbúnaði um 619 þúsund tonnum á ári. Ráðstefnusporið er því meira en tífalt minna. Er þá ótalin losun frá því hvernig við Íslendingar – og blessuð sauðkindin - höfum farið með íslenska jörð í gegnum tíðina. Sé landnotkun tekin með er árleg losun frá landnotkun á Íslandi 150 sinnum meiri en ráðstefnunnar. Málmiðnaður á Íslandi losar 33 sinnum meira árlega en ráðstefnan. Þá er gott að hafa í huga að dýrmætar (og frábærar!) afurðir málmiðnaðarins enda alltof oft í ruslinu en ekki endurvinnslu og endurnýtingu sem krefst margfalt minni orku. Sporið af flugferðum Íslendinganna fimmtíu sem sækja COP26 er í kringum 13 tonn. Álíka stórt og sex sparneytinna olíuknúinna bíla á ári. Af þeim eru nítján einstaklingar á vegum hins opinbera. Þessir sömu einstaklingar sýna ábyrgð með því að fækka öðrum ferðum í staðinn og taka einnig virkan þátt í Grænum skrefum ríkisstofnanna. Kannski er það óhófleg bjartsýni, jafnvel barnaleg, að vonast til þess að ráðstefnin skili meiri samdrætti í losun á heimsvísu en 60 þúsund tonn. Við vitum nú þegar að samþykkt var að stöðva eyðingu regnskóga fyrir árið 2030. Sú aðgerð mun draga úr heimslosun um milljarða tonna. 60 þúsund tonn fyrir milljarða tonna eru ágæt skipti. Eins gott að það standist. Það þarf samt að gera miklu betur. En svo má böl bæta með því að benda á annað verra. Mjög margt er gagnrýnivert við COP26 ráðstefnuna í Glasgow. Þá einkum fjarvera lykilleiðtoga. Metnaðarlaus markmið stórra ríkja. Loforð sem ekki verður staðið við. Sérhagsmunagæsla. Innantómt orðagjálfur alltof margra ráðamanna. Hvernig olíuríki beita málþófi til að hindra nauðsynlegar aðgerðir. Á ráðstefnunni er hins vegar líka fjöldi fólks sem vinnur af einurð að því að gera framtíð okkar og barna okkar betri. Að spennandi nýsköpun. Nýjum tæknilausnum sem hraða okkur úr grárri nútíð í græna framtíð sem nýtir auðlindir betur. Finnur leiðir til sjálfstæðis í orkumálum. Hreinsar vatn og loft. Virkjar heilann. Framtíðin verður betri, bjartari, heilsusamlegri og ódýrari ef við bara hættum að hlusta á afneitunar- og aðgerðarleysissinna. Þeirra sem berjast opinberlega gegn betri heimi. Um 2,5-3% af heimslosun gróðurhúsalofttegunda má rekja til flugs. Stærstur hluti þeirra jarðarbúa sem notar flugvélar erum við, efnaðasti hluti heimsbyggðarinnar. Flug kallar á tæknilausnir s.s. rafvæðingu og vetnisvæðingu sem frábær, framsækin flugfyrirtæki vinna nú hörðum höndum að. Lausnir sem er til þess gerð að þú getir haldið áfram að rápa um reikistjörnuna án þess að eyðileggja hana. Ráðstefnur eins og COP26 snúast meðal annars um það. Það má furðu sæta hvers vegna sumir ákveða að loka eyrum og augum fyrir stærsta vandamáli sem mannkynið hefur glímt við. Sönnunargögnin eru yfirþyrmandi og óyggjandi. Samt eru þeir til sem hvorki vilja leita lausna né tileinka sér lausnir sem gera lífið ódýara, umhverfisvænna og betra. Ágætur maður sagði nefnilega: „Ef þú ert kominn ofan í holu, hættu þá að moka.“ Við erum komin djúpt í holu sem sumir vilja halda áfram að grafa. Sú kynslóð sem hæst hrópar „hræsni“ verður ekki hér til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum. Afeiðingar þess að ákveða að gera ekki neitt og berjast fyrir því að ekkert verði gert. Í dag er gereyðingavopnið sem við þurfum að eyða jarðefnaeldsneyti. Já, og meðan ég man. COP26 er kolefnisjöfnuð ráðstefna. Hversu oft hefur þú kolefnisjafnað þín ferðalög? Höfundur er vísindamiðlari.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun