Saga Elden Ring er samin af þeim Hidetaka Miyazaki og George R. R. Martin. Framleiðsla leiksins var fyrst opinberuð árið 2019 en mjög takmarkaðar upplýsingar hafa borist af honum síðan.
Leikurinn gerist í opnum heimi sem kallast „The Lands Between“ og setja spilarar sig í spor persónu sem kallast „the Tarnished“. Þeir munu ferðast um heiminn og berjast við óvini og ýmis skrímsli.
Til stendur að gefa Elden Ring út í febrúar í næsta ári.