Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 19:47 Kærendurnir gagnrýna nefndina fyrir „ónauðsynlega leynd“. Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sigurðar Hreins Sigurðssonar, Katrínar Oddsdóttur, Þorvaldar Gylfasonar og Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar. Í yfirlýsingunni segir að engar efnislegar upplýsingar sé að finna í fundargerðum. Þá hafi undirrituð mætt á fund nefndarinnar 25. október þar sem þeir gerðu grein fyrir kærum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Hinn 28. október hafi þau farið þess á leit við nefndina að upptökum af fundinum, sem var lokaður, yrði birt á vefsvæði nefndarinnar en því hafi verið hafnað í gær. „Líkt og Ragnhildur Helgadóttir prófessor sagði á opnum fundi með nefndinni þann 15. október er afar mikilvægt að gagnsæi verði haft að leiðarljósi í störfum nefndarinnar. Þetta er mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig í þeim tilgangi að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg er fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni. Þá voru einnig gefin fyrirheit um að starfið yrði sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar hægt væri, sjá frétt frá 4. október: https://www.visir.is/g/20212165346d. Þar talar nýskipaður formaður nefndarinnar m.a. um vinnulag og tilhögun funda: „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar að hægt er.“ Og einnig: „Meðan að við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem að einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður, Katrín, Þorvaldur og Rúnar Björn segja að sú leynd sem ríki yfir störfum undirbúningskjörbréfanefndar sé komið í veg fyrir að andmælarétturinn, sem sé lögbundinn í stjórsýslurétti, sé að fullu virkur. „Við lýsum vonbrigðum okkar yfir því að starfi undirbúningsnefndarinnar sé haldið svo rækilega frá fjölmiðlum og vökulum augum kjósenda. Íslendingar þurfa svo sannarlega að geta treyst því og trúað að starf nefndarinnar sé unnið af heilindum og með heildarhagsmuni kjósenda í huga.“ RÚV hefur eftir Birgi Ármannssyni, formanni nefndarinnar, að nefndin verði að störfum að minnsta kosti út næstu viku. Hann segir nefndina ekki hafa séð ástæðu til að hafa vinnufundina opna en að nefndin leitist við að hafa gegnsæi í störfum sínum. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sigurðar Hreins Sigurðssonar, Katrínar Oddsdóttur, Þorvaldar Gylfasonar og Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar. Í yfirlýsingunni segir að engar efnislegar upplýsingar sé að finna í fundargerðum. Þá hafi undirrituð mætt á fund nefndarinnar 25. október þar sem þeir gerðu grein fyrir kærum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Hinn 28. október hafi þau farið þess á leit við nefndina að upptökum af fundinum, sem var lokaður, yrði birt á vefsvæði nefndarinnar en því hafi verið hafnað í gær. „Líkt og Ragnhildur Helgadóttir prófessor sagði á opnum fundi með nefndinni þann 15. október er afar mikilvægt að gagnsæi verði haft að leiðarljósi í störfum nefndarinnar. Þetta er mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig í þeim tilgangi að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg er fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni. Þá voru einnig gefin fyrirheit um að starfið yrði sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar hægt væri, sjá frétt frá 4. október: https://www.visir.is/g/20212165346d. Þar talar nýskipaður formaður nefndarinnar m.a. um vinnulag og tilhögun funda: „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar að hægt er.“ Og einnig: „Meðan að við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem að einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður, Katrín, Þorvaldur og Rúnar Björn segja að sú leynd sem ríki yfir störfum undirbúningskjörbréfanefndar sé komið í veg fyrir að andmælarétturinn, sem sé lögbundinn í stjórsýslurétti, sé að fullu virkur. „Við lýsum vonbrigðum okkar yfir því að starfi undirbúningsnefndarinnar sé haldið svo rækilega frá fjölmiðlum og vökulum augum kjósenda. Íslendingar þurfa svo sannarlega að geta treyst því og trúað að starf nefndarinnar sé unnið af heilindum og með heildarhagsmuni kjósenda í huga.“ RÚV hefur eftir Birgi Ármannssyni, formanni nefndarinnar, að nefndin verði að störfum að minnsta kosti út næstu viku. Hann segir nefndina ekki hafa séð ástæðu til að hafa vinnufundina opna en að nefndin leitist við að hafa gegnsæi í störfum sínum.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira