Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. nóvember 2021 12:09 Atvikið átti sér stað þann 16. desember í fyrra. skjáskot/ja.is Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað þann 16. desember í fyrra. Móðirin segist hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og sneri hana niður með andlitið í gólfið og hélt henni þar í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að hún hafði klórað út í loftið í átt að honum en hún er greind með ADHD. Móðirin lagði fram kærur á hendur starfsmanninum stuttu síðar og er dóttir hennar komin með réttargæslumann í málið. „Hvíldarherbergið" lítið og gluggalaust Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að lögregla hafi mál af þessum toga til rannsóknar en vill þó ekki svara því hvort þar sé um Gerðaskóla að ræða, eins og fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir. Móðirin hefur einnig lagt fram kæru gegn skólanum sjálfum fyrir að hafa lokað dóttur sína inni í, því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi“ og neitað að hleypa henni út. Það hafi allt verið gert án vitundar foreldra hennar. Umrætt „hvíldarherbergi“ er þó aðeins pínulítið og gluggalaust rými með einum grjónapoka sem hægt er að leggjast á. Móðirin segir það síður en svo róandi umhverfi fyrir nokkurn, sérstaklega þegar börnin eru lokuð þar inni og neitað um útgöngu, og líkir herberginu við einangrunarherbergi í fangelsi. Í svari lögreglunnar til fréttastofu segir að rannsókn málsins sé ekki enn lokið og að ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það verði. Móðirin furðar sig á því hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Kæran var lögð fram í lok síðasta árs og fór dóttir hennar snemma í skýrslutöku hjá Barnahúsi vegna málsins. Þar segist stelpan margoft áður hafa verið beitt ofbeldi af starfsmönnum skólans og jafnvel að tekið hafi verið um hendur og fætur hennar og hún dregin gegn vilja sínum inn í umrætt hvíldarherbergi. Hún hefur, að sögn móðurinnar, nýlega verið greind með depurð og áfallastreituröskun. Grunnskólar Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað þann 16. desember í fyrra. Móðirin segist hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og sneri hana niður með andlitið í gólfið og hélt henni þar í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að hún hafði klórað út í loftið í átt að honum en hún er greind með ADHD. Móðirin lagði fram kærur á hendur starfsmanninum stuttu síðar og er dóttir hennar komin með réttargæslumann í málið. „Hvíldarherbergið" lítið og gluggalaust Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að lögregla hafi mál af þessum toga til rannsóknar en vill þó ekki svara því hvort þar sé um Gerðaskóla að ræða, eins og fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir. Móðirin hefur einnig lagt fram kæru gegn skólanum sjálfum fyrir að hafa lokað dóttur sína inni í, því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi“ og neitað að hleypa henni út. Það hafi allt verið gert án vitundar foreldra hennar. Umrætt „hvíldarherbergi“ er þó aðeins pínulítið og gluggalaust rými með einum grjónapoka sem hægt er að leggjast á. Móðirin segir það síður en svo róandi umhverfi fyrir nokkurn, sérstaklega þegar börnin eru lokuð þar inni og neitað um útgöngu, og líkir herberginu við einangrunarherbergi í fangelsi. Í svari lögreglunnar til fréttastofu segir að rannsókn málsins sé ekki enn lokið og að ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það verði. Móðirin furðar sig á því hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Kæran var lögð fram í lok síðasta árs og fór dóttir hennar snemma í skýrslutöku hjá Barnahúsi vegna málsins. Þar segist stelpan margoft áður hafa verið beitt ofbeldi af starfsmönnum skólans og jafnvel að tekið hafi verið um hendur og fætur hennar og hún dregin gegn vilja sínum inn í umrætt hvíldarherbergi. Hún hefur, að sögn móðurinnar, nýlega verið greind með depurð og áfallastreituröskun.
Grunnskólar Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Sjá meira