Nýtur þess að spila með besta vini sínum hjá einu stærsta félagi Norðurlandanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Hákon Arnar Haraldsson hefur stimplað sig inn í lið FC Kaupmannahafnar að undanförnu. getty/Lars Ronbog Ísak Bergmann Jóhannesson nýtur þess að spila með jafnaldra sínum frá Akranesi, Hákoni Arnari Haraldssyni, hjá FC Kaupmannahöfn. Hann segir að hann eigi erindi í A-landsliðið. Hákon hefur verið í byrjunarliði FCK í síðustu tveimur leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrsta byrjunarliðsleiknum, gegn Vejle, skoraði hann laglegt skallamark. Ísak þekkir Hákon betur en flestir en þeir eru jafnaldrar, fæddir 2003, af Skaganum. Þeir voru samherjar í yngri flokkum ÍA og núna hjá FCK, einu stærsta félagsliði Norðurlandanna. „Hann hefur komið inn með kraft og er mjög orkumikill þegar hann spilar. Hann var flottur í fyrsta leiknum sínum og skoraði geðveikt mark. Ég hef séð hversu góður hann er síðan við vorum tíu ára. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana í ÍA og að spila saman í FCK núna eru forréttindi,“ sagði Ísak á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Við erum bestu vinir. Við búum á móti hvor öðrum uppi á Skaga og erum núna saman í FCK í dönsku úrvalsdeildinni. Vonandi getum við byrjað leik saman á næstunni. Það yrði draumur.“ Ísak er á sínum stað í A-landsliðinu en Hákon var valinn í U-21 árs landsliðið sem mætir Liechtenstein og Grikklandi í undankeppni EM í þessum mánuði. Ísak segir að Hákon hafi allt eins átt heima í A-landsliðinu. „Algjörlega, hann hefur hæfileikana og allt til að vera í A-landsliðinu finnst mér. Hugarfarið er líka upp á tíu. Það er engin spurning að Hákon hefur gæði og hugarfar til að vera í A-landsliðinu. Svo er það bara þjálfarans að velja,“ sagði Ísak. Hann getur leikið sinn níunda A-landsleik þegar Ísland mætir Rúmeníu í Búkarest í undankeppni HM annað kvöld. Á sunnudaginn mætir Ísland svo Norður-Makedóníu í Skopje í síðasta leik sínum í undankeppninni. Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Hákon hefur verið í byrjunarliði FCK í síðustu tveimur leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrsta byrjunarliðsleiknum, gegn Vejle, skoraði hann laglegt skallamark. Ísak þekkir Hákon betur en flestir en þeir eru jafnaldrar, fæddir 2003, af Skaganum. Þeir voru samherjar í yngri flokkum ÍA og núna hjá FCK, einu stærsta félagsliði Norðurlandanna. „Hann hefur komið inn með kraft og er mjög orkumikill þegar hann spilar. Hann var flottur í fyrsta leiknum sínum og skoraði geðveikt mark. Ég hef séð hversu góður hann er síðan við vorum tíu ára. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana í ÍA og að spila saman í FCK núna eru forréttindi,“ sagði Ísak á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Við erum bestu vinir. Við búum á móti hvor öðrum uppi á Skaga og erum núna saman í FCK í dönsku úrvalsdeildinni. Vonandi getum við byrjað leik saman á næstunni. Það yrði draumur.“ Ísak er á sínum stað í A-landsliðinu en Hákon var valinn í U-21 árs landsliðið sem mætir Liechtenstein og Grikklandi í undankeppni EM í þessum mánuði. Ísak segir að Hákon hafi allt eins átt heima í A-landsliðinu. „Algjörlega, hann hefur hæfileikana og allt til að vera í A-landsliðinu finnst mér. Hugarfarið er líka upp á tíu. Það er engin spurning að Hákon hefur gæði og hugarfar til að vera í A-landsliðinu. Svo er það bara þjálfarans að velja,“ sagði Ísak. Hann getur leikið sinn níunda A-landsleik þegar Ísland mætir Rúmeníu í Búkarest í undankeppni HM annað kvöld. Á sunnudaginn mætir Ísland svo Norður-Makedóníu í Skopje í síðasta leik sínum í undankeppninni.
Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira