Íslensk erfðagreining og Haraldur Þorleifsson fengu frelsisverðlaun SUS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 13:12 Haraldur Þorleifsson (t.v.) fékk verðlaun fyrir framlag sitt til aðgengismála fatlaðs fólks og Kári Stefánsson (t.h.) forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tók við verðlaunum fyrir framlag ÍE í baráttunni gegn Covid. SUS Íslensk erfðagreining hlaut frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna í flokki lögaðila fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Verðlaunin voru afhent í gær en Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Fram kemur að Íslensk erfðagreining hafi gripið inn í á krítískum tíma og hafið skimanir fyrir Covid-19 um allt land. Það hafi gert það að verkum að hægt var að skima mjög hátt hlutfall þjóðarinnar á skömmum tíma. „Frá þeim tíma hefur fyrirtækið reglulega hlaupið til og aðstoðað hið opinbera við greiningu smita, s.s. á landamærunum þegar hið opinbera annaði ekki fjölda sýna. Þá hefur fyrirtækið framkvæmt rafgreiningar smita og aðrar yfirgripsmiklar rannsóknir sem hafa reynst ómetanlegar fyrir stjórnvöld til þess að takast á við veiruna,“ segir í tilkynningunni. Óeigingjarnt framlag einkaaðila líkt og Íslenskrar erfðagreiningar og nýting þeirrar þekkingar sem þau búi yfir undirstriki, að mati SUS, mikilvægi einstaklingsframtaksins innan heilbrigðiskerfisins. Stuðlað að persónufrelsi fatlaðra og tjáningarfrelsi Haraldur Þorleifsson hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga en Haraldur starfar sem stjórnandi hjá Twitter og er stofnandi Ueno, grafísks hönnunarfyrirtækis, sem hann seldi til Twitter í janúar síðastliðnum. Haraldur hlaut verðlaunin vegna einstakrar baráttu og frumkvæðis að persónufrelsi fatlaðra með verkefninu „Römpum upp Reykjavík.“ Haraldur er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins en tilgangur þess er að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu í Reykjavík. „Verkefnið hefur gengið vonum framar og þegar skilað sér í eitt hundrað römpum á átta mánuðum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Haraldur og aðrir meðlimir verkefnisins hafa nú þegar sett sér það markmið að setja upp 1000 rampa á Íslandi á næstu fjórum árum,“ segir í tilkynningunni. „Bætt hjólastólaaðgengi er persónufrelsismál og því fagnar SUS þessu framtaki. Þá hefur Haraldur stuðlað að tjáningarfrelsi og stutt við þau sem vildu opna umræðu um kynferðisofbeldi- og áreitni en var hótað málsókn eða stefnt.“ Íslensk erfðagreining Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Fram kemur að Íslensk erfðagreining hafi gripið inn í á krítískum tíma og hafið skimanir fyrir Covid-19 um allt land. Það hafi gert það að verkum að hægt var að skima mjög hátt hlutfall þjóðarinnar á skömmum tíma. „Frá þeim tíma hefur fyrirtækið reglulega hlaupið til og aðstoðað hið opinbera við greiningu smita, s.s. á landamærunum þegar hið opinbera annaði ekki fjölda sýna. Þá hefur fyrirtækið framkvæmt rafgreiningar smita og aðrar yfirgripsmiklar rannsóknir sem hafa reynst ómetanlegar fyrir stjórnvöld til þess að takast á við veiruna,“ segir í tilkynningunni. Óeigingjarnt framlag einkaaðila líkt og Íslenskrar erfðagreiningar og nýting þeirrar þekkingar sem þau búi yfir undirstriki, að mati SUS, mikilvægi einstaklingsframtaksins innan heilbrigðiskerfisins. Stuðlað að persónufrelsi fatlaðra og tjáningarfrelsi Haraldur Þorleifsson hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga en Haraldur starfar sem stjórnandi hjá Twitter og er stofnandi Ueno, grafísks hönnunarfyrirtækis, sem hann seldi til Twitter í janúar síðastliðnum. Haraldur hlaut verðlaunin vegna einstakrar baráttu og frumkvæðis að persónufrelsi fatlaðra með verkefninu „Römpum upp Reykjavík.“ Haraldur er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins en tilgangur þess er að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu í Reykjavík. „Verkefnið hefur gengið vonum framar og þegar skilað sér í eitt hundrað römpum á átta mánuðum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Haraldur og aðrir meðlimir verkefnisins hafa nú þegar sett sér það markmið að setja upp 1000 rampa á Íslandi á næstu fjórum árum,“ segir í tilkynningunni. „Bætt hjólastólaaðgengi er persónufrelsismál og því fagnar SUS þessu framtaki. Þá hefur Haraldur stuðlað að tjáningarfrelsi og stutt við þau sem vildu opna umræðu um kynferðisofbeldi- og áreitni en var hótað málsókn eða stefnt.“
Íslensk erfðagreining Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira