Alls konar íþróttamenn mæta til eina rakarans í Olís deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 11:00 Gunnar Malmquist Þórsson var með liðsfélaga sinn Árna Braga Eyjólfsson í stólnum. Vísir/Sigurjón Gaupi heldur áfram að segja frá íslenska handboltanum frá öðrum hliðum í þætti sínum Eina í Seinni bylgjunni. Guðjón Guðmundsson hitti að þessu sinni eina rakarann í Olís deild karla í handbolta. Hann vinnur í Stúdío 110 í Reykjavík og viðskiptavinurinn var ekki af verri endanum þegar Gaupi mætti á svæðið. „Gunnar Malmquist Þórsson hjá Aftureldingu hefur um árabil verið einn mesti naglinn í Olís deild karla. Með handboltanum mundar hann skærin á hverjum degi. Kúnninn að þessu sinni er besti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð; Árni Bragi Eyjólfsson,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Árni Bragi var ánægður með klippinguna og rakarinn stóðst pressuna á að vera með myndavélina á sér.Vísir/Sigurjón „Gunnar, hérna ertu að klippa alla daga með handboltanum,“ sagði Gaupi í upphafi viðtalsins. „Það er ekki auðvelt því það tekur stundum á skrokkinn. Þess vegna þarf maður líka að vera í góðu standi,“ sagði Gunnar Malmquist Þórsson. „Ég vil meina að fótboltamenn eru oftast betur klipptir en handboltamenn. Það er bara áskorun á handboltamenn að koma oftar í klippingu. Það er alltaf verið að tala um að handboltaklippingin sé síða hárið með snúðinn. Svona Róberts Aron klipping en við viljum reyna að eyða því í burtu,“ sagði Gunnar. Gaupi forvitnaðist um Bergvin Þór Gíslason hjá Aftureldingu sem honum þykir ekki vera vel klipptur. „Ég er búinn að vera að vinna í því að fá hann í burtu frá þessu síða hári en það gengur erfiðlega þessa dagana. Hann mætti í síðasta leik með fastar fléttur. Það er ekki mjög vinsælt hjá mér alla vega. Hann er samt alltaf flottur hann Bergvin enda líka Þórsari,“ sagði Gunnar. „Það eru allskonar íþróttamenn sem mæta hérna. Það eru handboltamenn, fótboltamenn, bardagamenn og allur katalógurinn,“ sagði Gunnar. Það má sjá alla heimsókn Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi heimsótti eina rakarann í Olís deildinni Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti að þessu sinni eina rakarann í Olís deild karla í handbolta. Hann vinnur í Stúdío 110 í Reykjavík og viðskiptavinurinn var ekki af verri endanum þegar Gaupi mætti á svæðið. „Gunnar Malmquist Þórsson hjá Aftureldingu hefur um árabil verið einn mesti naglinn í Olís deild karla. Með handboltanum mundar hann skærin á hverjum degi. Kúnninn að þessu sinni er besti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð; Árni Bragi Eyjólfsson,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Árni Bragi var ánægður með klippinguna og rakarinn stóðst pressuna á að vera með myndavélina á sér.Vísir/Sigurjón „Gunnar, hérna ertu að klippa alla daga með handboltanum,“ sagði Gaupi í upphafi viðtalsins. „Það er ekki auðvelt því það tekur stundum á skrokkinn. Þess vegna þarf maður líka að vera í góðu standi,“ sagði Gunnar Malmquist Þórsson. „Ég vil meina að fótboltamenn eru oftast betur klipptir en handboltamenn. Það er bara áskorun á handboltamenn að koma oftar í klippingu. Það er alltaf verið að tala um að handboltaklippingin sé síða hárið með snúðinn. Svona Róberts Aron klipping en við viljum reyna að eyða því í burtu,“ sagði Gunnar. Gaupi forvitnaðist um Bergvin Þór Gíslason hjá Aftureldingu sem honum þykir ekki vera vel klipptur. „Ég er búinn að vera að vinna í því að fá hann í burtu frá þessu síða hári en það gengur erfiðlega þessa dagana. Hann mætti í síðasta leik með fastar fléttur. Það er ekki mjög vinsælt hjá mér alla vega. Hann er samt alltaf flottur hann Bergvin enda líka Þórsari,“ sagði Gunnar. „Það eru allskonar íþróttamenn sem mæta hérna. Það eru handboltamenn, fótboltamenn, bardagamenn og allur katalógurinn,“ sagði Gunnar. Það má sjá alla heimsókn Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi heimsótti eina rakarann í Olís deildinni
Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira