Að velja að verða ekki einmanna og finna tilgang í lífinu Ástþór Ólafsson skrifar 14. nóvember 2021 14:00 Að vera einmanna er eitt af þeim ógnum sem steðjar að okkur og hefur verið að aukast töluvert síðastliðnu áratugi. Það er margt þarna sem spilar inn í og getur verið erfitt að svara. En samkvæmt rannsóknum þá hefur tvennt komið fram eins og skortur á félagslegum samskiptum og að tilheyra samfélagi (Hari, 2019). Þarna vefst margt fyrir manni eins og 1. Er þá orðið auðveldara fyrir fólk að fresta því að takast á við erfiðu málin í lífinu? 2. Erum við orðin einum of háð hlutbundnu sambandi í tæknivæddri veröld? Ef við horfum á það fyrsta sem er búið að vera eiga sér stað síðan að áföll, mótlæti, og aðrir erfiðleikar eignuðust sér sína tilvist. Margt er búið að koma fram til að koma í veg fyrir eða til að vinna á þessu eins og stóísk hugsun sem horfir á veröldina með köldum augum og blikkar ekki þótt mikið reynir á (Tarnas, 1996). Síðan hafa tvær aðferðir komið fram sem eru bundnar í kringum sálgreininguna (e. psychoanalysis) þar sem áfallakenning Freud's er við hæfi (Freud, 1916) og hugræn atferlismeðferð (e. cognitive behavioral therapy) þar sem kvíði og depurð er viðfangsefnið (Beck, Rush, Shaw og Emery, 1987). Í kjölfarið á þessu er stöðugt verið að horfa til þessara beggja aðferða til að vinna úr áföllum, mótlæti og erfiðleikum í lífinu. Margir vilja meina að sálgreining virki betur en hugræn atferlismeðferð en síðan líka öfugt. Hugræn atferlismeðferð virkar í skamman tíma en sálgreining til lengri tíma. Hugræn atferlismeðferð er ekki eins kostnaðarsöm og tímafrek og sálgreining. En síðan segja sumir að hugræn atferlismeðferð virkar ekki á áföll en hentar fyrir depurð og kvíða á meðan sálgreining fer dýpra inn á ef um áfall er að ræða. Síðan hefur þessu tvennu verið undið saman; fyrst að nota hugræna atferlismeðferð til að plægja akurinn en síðan nota sálgreiningu til að greina rætur og annað (Huber, Zimmerman, Henrich, og Klug (2012). Það seinna er hlutbundið samband enda búum við orðið í tæknivæddri veröld þar sem við getum fengið hlutina strax eins og að hlusta á tónlist, horfa á þættir og bíómyndir, og sækja einhverjar upplýsingar á netinu. En síðan koma hlutir eins og að kaupa föt eða annan varning. Þannig að virkni dópamíns í heilanum er stöðugt að leita af hærri skammti því við viljum meira og meira. Það gerir það að verkum að við erum farin að vera háð stundaránægju (e. instant gratification) og höfum minni þolinmæði fyrir því að fullnægja lönguninni seinna (e. delayed gratification). Þetta verður til þess að við gerum kröfur um að fá virkni dópamíns um leið og okkar langar að upplifa ánægjuna og eigum erfitt með að bíða eftir að ánægjan komi ef svo kemur til (Duckworth, 2017). Hægt er að horfa til hvernig við erum farin að læra, leita af upplýsingum og leysa úr erfiðleikum í lífinu. Þessi skyndilausn er farinn að vera einum of mikill sem býr til þau áhrif og væntingar um að við séum að fara leysa úr öllu eins og að nálgast upplýsingar á netinu. En lífið er ekki svo einfalt eins og að vafra um á netinu heldur eru einum of mörg flækjustig sem við þurfum að komast í gegnum sem getur truflað okkar hugsun og hegðun. Vegna þess að hugsun og hegðun felur í sér orsök og afleiðingu og áhrif þess. En spurningin af hverju leysa samfélagsmiðlarnir, google o.s.frv. ekki úr þessum flækjum? er viðloðandi. Af því að okkur öllum langar að líða vel í eigin skinni, að geta ræktað hug, líkama og sál. Tengjast fólki og tilheyra samfélagi. En einstaklingurinn í samfélaginu í dag er einhversstaðar þarna úti að svala þörfinni til að uppfylla vellíðunarlögmálið um stundarsakir. En þetta er orðið fremur flókið að ná áttum í þessu upplýsingarflæði þar sem tíðni upplýsinga á sér stað eins og rafboðin í heilanum okkar. Það er stöðugt verið að tengja á methraða! Á sama tíma erum við að takast á við sálfræðileg mál eins og áföll, mótlæti og aðra erfiðleika sem getur skapað forsendur fyrir kvíða, depurð, áfallastreitu og öðru sem getur lagst á okkar taugakerfi. Hvernig einstaklingurinn reynir að leysa úr þessu hefur vissulega í för með sér að fresta þessum erfiðleikum og reyna frekar að upplifa einhverskonar vellíðan með að tengja sig við hluti. Að tengja sig við fólk, vera úti samfélaginu hefur upp að vissu leyti verið bannað með lögum í tíma og ótíma með sveiflukenndum hætti. Þannig erfiðara fyrir vikið getur reynst að fara vinna bug á sínum meinum. Með þessu hefur einmannaleikinn tekið sér sína bólfestu og virðist vera að aukast með hverjum áratugnum. En þar á undan fæðist hlutbundið samband af alvöru og einmannaleikinn fær sínar skilyrðingu hægt og rólega. Núna stöndum við í þeirri krísu að þurfa að takmarka nálægð okkar og hlutskipti okkar í samfélaginu er að vera í fjarlægð við fólk. Enda getum við smitað sem getur valdið utankomandi erfiðleikum sem við erum ekki einu sinni með í okkar sjóndeildarhring en það er staðreynd í máli. Þannig þeir sem eru að þjást af kvíða, depurð, eða eru að upplifa áfallastreitu eða einhverskonar stíflu í taugakerfinu þurfa að sæta sig við að glíma við þetta á eigin spýtum. Á meðan er verið að reyna glíma við þetta eykst hlutdeild í hlutbundna sambandinu sem býr til forsendur fyrir einmannaleikanum. Fólk byrjar að einangra sig sem getur skapað aðrar hættur eins og tíðni áfengisdrykkju eykst, heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi verður í meira mæli vegna þess að við erum farin að vera svo mikið ein þannig að aðstæður og rödd okkar skerst við línu þagnarinnar. Þetta getur undið einum og miklum erfiðleikum í kringum þannig að etja kapp við þessa togstreitu sem er hulin getur verið óneitanlega erfitt. Á sama tíma eru margir sem vilja aðstoða, lágmarka erfiðleikana og koma í veg fyrir að þetta kastist ekki einum of mikið í kekki. En hvað er til ráða? Þetta svar tilheyrir upphafinu sem er sálgreining og hugræn atferlismeðferð. En ég læt aðra dæma um hugræna atferlismeðferð og á meðan ætla ég að einblína á sálgreiningu. En geðlæknirinn og sálgreinandinn Viktor Frankl kom fram með framlengingu af sálgreiningu sem ber heitið tilvistargreining (e. logotherapy). En þessi hugmynd er byggð í grunninn á sálgreiningu Freuds en snýr meira að því að finna tilganginn í lífinu, sjá hvaða þýðingu hitt og þetta hefur í okkar lífi. Finna þakklætið og auðmýktina sem er í kring (Frankl, 1969). En það er sennilega erfitt að finna þakklætið og auðmýktina í samfélagi sem er að liðast i sundur þar sem tenging við fólk er áhættumat. En við getum fundið tilgang í lífinu sem er einmitt að gefa sér tíma, líta inn á við, hugsa um hvernig hef ég tengst sem félagslegt virkni í þessu lífi? Hverjum hef ég tengst? Hvernig hefur sú tenging verið? Hvaða minningar tengjast þessu fólki eða stöðum? Þetta er hluti af því að byrja að finna hvað þetta þýðir allt í okkar lífi. Hvernig ólst ég upp? Við hvaða aðstæður ólst ég upp við? Hvernig var samfélagið sem ég ólst upp í? Hvernig voru foreldrarnir mínir? Hvernig var skólagangan? Hvernig var vinahópurinn setur saman? Æfði ég einhverjar íþróttir eða æfði ég á hljóðfæri eða átti ég mér einhverjar tómstundir? Þarna förum við að skoða okkur frá þeirri þýðingu sem fólk hefur haft á okkur í lífinu og hvaða aðstæðum þetta tengist. Síðan er hægt að fara í dýpri leiðangur sem eru áföllin, mótlætið, og erfiðleikarnir sem voru eða eru. Þarna erum við að horfa á okkur sjálf óháð því hlutbundna og því tæknivædda enda tvö seinustu skammgóður vermir. Núna erum við á tíma þar sem einmannaleikinn getur stafað af mörgum þáttum eins og að fresta vinnslu okkar á áföllum, mótlæti og öðrum erfiðleikum, hlutbundið samband hefur aukið sína þýðingu sem og hið tæknivædda. Þannig að fara í sálarferðarlag þar sem við spyrjum okkur erfiðara spurninga þar sem svörin svíða á skinni og málið grefur sig djúpt ofan í beinin. Það er okkar tilvist enda að hugsa, tjá okkar tilfinningar, beita innsæi afskaplega sterkir eiginleikar enn þetta eru einmitt eiginleikar sem við erum að missa hægt og rólega ef við höldum áfram með að fresta erfiðleikum í hlutbundnu sambandi í tæknivæddri veröld. Enda erum við að nálgast getustig dýranna sem er nánast allt bundið við handahófskenndan hátt eins og að borða, sofa og eiga samneyti við einhvern. En að hugsa, tjá okkar tilfinningar og beita innsæi fjarlægir okkur frá dýrslegu þörfunum. Við erum nefnilega að missa hægt og rólega okkar manneskjulegu þætti en ég veit að Covid, einangrunin, fjarlægðin frá fólki og samfélaginu eru erfiðir bitar að eiga við. En við höfum val um að finna tilgang í okkar lífi óháð aðstæðum og hugarástandi. Enda sagði Viktor Frankl: „Þegar við getum ekki breytt aðstæðum þá getum við breytt viðhorfinu gagnvart aðstæðunum“ (Frankl, 1969). Þannig ef við breytum viðhorfinu gagnvart aðstæðum þá breytum við aðstæðunum. Þannig að finna tilgang í lífinu mun auka líkurnar á að einmannaleikinn taki ekki öll völd. Því þegar við leyfum einmannaleikanum að taka við stýrinu þá byrjar örvæntingin sem getur skapað fleiri áhættuþætti en verndandi. En þegar við förum að tengjast sjálfum okkur, hvernig við erum víruð saman og hvernig þessar tengingar hafa átt sér stað þá förum við að skilja hver sé okkar tilgangur í þessu lífi. Tilgangurinn er ekki að engjast um í einmannaleikanum heldur tengjast fólki, vera í samfélagi manna en á meðan Covid setur þetta í pásu þá getum við allavega tengst sjálfum okkur. Hvorug leiðin að samfélaginu eða að sjálfum okkur mun ósjálfrátt finna leiðir til að takast á við áföll, mótlæti og aðra erfiðleika þar sem kvíði, depurð, áhyggjur og óvissa fær sína sjálfstæða skilgreiningu sem er okkar skilgreining. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Að vera einmanna er eitt af þeim ógnum sem steðjar að okkur og hefur verið að aukast töluvert síðastliðnu áratugi. Það er margt þarna sem spilar inn í og getur verið erfitt að svara. En samkvæmt rannsóknum þá hefur tvennt komið fram eins og skortur á félagslegum samskiptum og að tilheyra samfélagi (Hari, 2019). Þarna vefst margt fyrir manni eins og 1. Er þá orðið auðveldara fyrir fólk að fresta því að takast á við erfiðu málin í lífinu? 2. Erum við orðin einum of háð hlutbundnu sambandi í tæknivæddri veröld? Ef við horfum á það fyrsta sem er búið að vera eiga sér stað síðan að áföll, mótlæti, og aðrir erfiðleikar eignuðust sér sína tilvist. Margt er búið að koma fram til að koma í veg fyrir eða til að vinna á þessu eins og stóísk hugsun sem horfir á veröldina með köldum augum og blikkar ekki þótt mikið reynir á (Tarnas, 1996). Síðan hafa tvær aðferðir komið fram sem eru bundnar í kringum sálgreininguna (e. psychoanalysis) þar sem áfallakenning Freud's er við hæfi (Freud, 1916) og hugræn atferlismeðferð (e. cognitive behavioral therapy) þar sem kvíði og depurð er viðfangsefnið (Beck, Rush, Shaw og Emery, 1987). Í kjölfarið á þessu er stöðugt verið að horfa til þessara beggja aðferða til að vinna úr áföllum, mótlæti og erfiðleikum í lífinu. Margir vilja meina að sálgreining virki betur en hugræn atferlismeðferð en síðan líka öfugt. Hugræn atferlismeðferð virkar í skamman tíma en sálgreining til lengri tíma. Hugræn atferlismeðferð er ekki eins kostnaðarsöm og tímafrek og sálgreining. En síðan segja sumir að hugræn atferlismeðferð virkar ekki á áföll en hentar fyrir depurð og kvíða á meðan sálgreining fer dýpra inn á ef um áfall er að ræða. Síðan hefur þessu tvennu verið undið saman; fyrst að nota hugræna atferlismeðferð til að plægja akurinn en síðan nota sálgreiningu til að greina rætur og annað (Huber, Zimmerman, Henrich, og Klug (2012). Það seinna er hlutbundið samband enda búum við orðið í tæknivæddri veröld þar sem við getum fengið hlutina strax eins og að hlusta á tónlist, horfa á þættir og bíómyndir, og sækja einhverjar upplýsingar á netinu. En síðan koma hlutir eins og að kaupa föt eða annan varning. Þannig að virkni dópamíns í heilanum er stöðugt að leita af hærri skammti því við viljum meira og meira. Það gerir það að verkum að við erum farin að vera háð stundaránægju (e. instant gratification) og höfum minni þolinmæði fyrir því að fullnægja lönguninni seinna (e. delayed gratification). Þetta verður til þess að við gerum kröfur um að fá virkni dópamíns um leið og okkar langar að upplifa ánægjuna og eigum erfitt með að bíða eftir að ánægjan komi ef svo kemur til (Duckworth, 2017). Hægt er að horfa til hvernig við erum farin að læra, leita af upplýsingum og leysa úr erfiðleikum í lífinu. Þessi skyndilausn er farinn að vera einum of mikill sem býr til þau áhrif og væntingar um að við séum að fara leysa úr öllu eins og að nálgast upplýsingar á netinu. En lífið er ekki svo einfalt eins og að vafra um á netinu heldur eru einum of mörg flækjustig sem við þurfum að komast í gegnum sem getur truflað okkar hugsun og hegðun. Vegna þess að hugsun og hegðun felur í sér orsök og afleiðingu og áhrif þess. En spurningin af hverju leysa samfélagsmiðlarnir, google o.s.frv. ekki úr þessum flækjum? er viðloðandi. Af því að okkur öllum langar að líða vel í eigin skinni, að geta ræktað hug, líkama og sál. Tengjast fólki og tilheyra samfélagi. En einstaklingurinn í samfélaginu í dag er einhversstaðar þarna úti að svala þörfinni til að uppfylla vellíðunarlögmálið um stundarsakir. En þetta er orðið fremur flókið að ná áttum í þessu upplýsingarflæði þar sem tíðni upplýsinga á sér stað eins og rafboðin í heilanum okkar. Það er stöðugt verið að tengja á methraða! Á sama tíma erum við að takast á við sálfræðileg mál eins og áföll, mótlæti og aðra erfiðleika sem getur skapað forsendur fyrir kvíða, depurð, áfallastreitu og öðru sem getur lagst á okkar taugakerfi. Hvernig einstaklingurinn reynir að leysa úr þessu hefur vissulega í för með sér að fresta þessum erfiðleikum og reyna frekar að upplifa einhverskonar vellíðan með að tengja sig við hluti. Að tengja sig við fólk, vera úti samfélaginu hefur upp að vissu leyti verið bannað með lögum í tíma og ótíma með sveiflukenndum hætti. Þannig erfiðara fyrir vikið getur reynst að fara vinna bug á sínum meinum. Með þessu hefur einmannaleikinn tekið sér sína bólfestu og virðist vera að aukast með hverjum áratugnum. En þar á undan fæðist hlutbundið samband af alvöru og einmannaleikinn fær sínar skilyrðingu hægt og rólega. Núna stöndum við í þeirri krísu að þurfa að takmarka nálægð okkar og hlutskipti okkar í samfélaginu er að vera í fjarlægð við fólk. Enda getum við smitað sem getur valdið utankomandi erfiðleikum sem við erum ekki einu sinni með í okkar sjóndeildarhring en það er staðreynd í máli. Þannig þeir sem eru að þjást af kvíða, depurð, eða eru að upplifa áfallastreitu eða einhverskonar stíflu í taugakerfinu þurfa að sæta sig við að glíma við þetta á eigin spýtum. Á meðan er verið að reyna glíma við þetta eykst hlutdeild í hlutbundna sambandinu sem býr til forsendur fyrir einmannaleikanum. Fólk byrjar að einangra sig sem getur skapað aðrar hættur eins og tíðni áfengisdrykkju eykst, heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi verður í meira mæli vegna þess að við erum farin að vera svo mikið ein þannig að aðstæður og rödd okkar skerst við línu þagnarinnar. Þetta getur undið einum og miklum erfiðleikum í kringum þannig að etja kapp við þessa togstreitu sem er hulin getur verið óneitanlega erfitt. Á sama tíma eru margir sem vilja aðstoða, lágmarka erfiðleikana og koma í veg fyrir að þetta kastist ekki einum of mikið í kekki. En hvað er til ráða? Þetta svar tilheyrir upphafinu sem er sálgreining og hugræn atferlismeðferð. En ég læt aðra dæma um hugræna atferlismeðferð og á meðan ætla ég að einblína á sálgreiningu. En geðlæknirinn og sálgreinandinn Viktor Frankl kom fram með framlengingu af sálgreiningu sem ber heitið tilvistargreining (e. logotherapy). En þessi hugmynd er byggð í grunninn á sálgreiningu Freuds en snýr meira að því að finna tilganginn í lífinu, sjá hvaða þýðingu hitt og þetta hefur í okkar lífi. Finna þakklætið og auðmýktina sem er í kring (Frankl, 1969). En það er sennilega erfitt að finna þakklætið og auðmýktina í samfélagi sem er að liðast i sundur þar sem tenging við fólk er áhættumat. En við getum fundið tilgang í lífinu sem er einmitt að gefa sér tíma, líta inn á við, hugsa um hvernig hef ég tengst sem félagslegt virkni í þessu lífi? Hverjum hef ég tengst? Hvernig hefur sú tenging verið? Hvaða minningar tengjast þessu fólki eða stöðum? Þetta er hluti af því að byrja að finna hvað þetta þýðir allt í okkar lífi. Hvernig ólst ég upp? Við hvaða aðstæður ólst ég upp við? Hvernig var samfélagið sem ég ólst upp í? Hvernig voru foreldrarnir mínir? Hvernig var skólagangan? Hvernig var vinahópurinn setur saman? Æfði ég einhverjar íþróttir eða æfði ég á hljóðfæri eða átti ég mér einhverjar tómstundir? Þarna förum við að skoða okkur frá þeirri þýðingu sem fólk hefur haft á okkur í lífinu og hvaða aðstæðum þetta tengist. Síðan er hægt að fara í dýpri leiðangur sem eru áföllin, mótlætið, og erfiðleikarnir sem voru eða eru. Þarna erum við að horfa á okkur sjálf óháð því hlutbundna og því tæknivædda enda tvö seinustu skammgóður vermir. Núna erum við á tíma þar sem einmannaleikinn getur stafað af mörgum þáttum eins og að fresta vinnslu okkar á áföllum, mótlæti og öðrum erfiðleikum, hlutbundið samband hefur aukið sína þýðingu sem og hið tæknivædda. Þannig að fara í sálarferðarlag þar sem við spyrjum okkur erfiðara spurninga þar sem svörin svíða á skinni og málið grefur sig djúpt ofan í beinin. Það er okkar tilvist enda að hugsa, tjá okkar tilfinningar, beita innsæi afskaplega sterkir eiginleikar enn þetta eru einmitt eiginleikar sem við erum að missa hægt og rólega ef við höldum áfram með að fresta erfiðleikum í hlutbundnu sambandi í tæknivæddri veröld. Enda erum við að nálgast getustig dýranna sem er nánast allt bundið við handahófskenndan hátt eins og að borða, sofa og eiga samneyti við einhvern. En að hugsa, tjá okkar tilfinningar og beita innsæi fjarlægir okkur frá dýrslegu þörfunum. Við erum nefnilega að missa hægt og rólega okkar manneskjulegu þætti en ég veit að Covid, einangrunin, fjarlægðin frá fólki og samfélaginu eru erfiðir bitar að eiga við. En við höfum val um að finna tilgang í okkar lífi óháð aðstæðum og hugarástandi. Enda sagði Viktor Frankl: „Þegar við getum ekki breytt aðstæðum þá getum við breytt viðhorfinu gagnvart aðstæðunum“ (Frankl, 1969). Þannig ef við breytum viðhorfinu gagnvart aðstæðum þá breytum við aðstæðunum. Þannig að finna tilgang í lífinu mun auka líkurnar á að einmannaleikinn taki ekki öll völd. Því þegar við leyfum einmannaleikanum að taka við stýrinu þá byrjar örvæntingin sem getur skapað fleiri áhættuþætti en verndandi. En þegar við förum að tengjast sjálfum okkur, hvernig við erum víruð saman og hvernig þessar tengingar hafa átt sér stað þá förum við að skilja hver sé okkar tilgangur í þessu lífi. Tilgangurinn er ekki að engjast um í einmannaleikanum heldur tengjast fólki, vera í samfélagi manna en á meðan Covid setur þetta í pásu þá getum við allavega tengst sjálfum okkur. Hvorug leiðin að samfélaginu eða að sjálfum okkur mun ósjálfrátt finna leiðir til að takast á við áföll, mótlæti og aðra erfiðleika þar sem kvíði, depurð, áhyggjur og óvissa fær sína sjálfstæða skilgreiningu sem er okkar skilgreining. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun