„Ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Atli Arason skrifar 14. nóvember 2021 23:16 Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna. Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var óánægður með 57 stiga tap gegn Ungverjum á heimavelli í kvöld. „Manni líður ekki vel. Þetta er vont, að láta taka sig í svona kennslustund. Maður er að reyna að sjá eitthvað jákvætt líka en almennt er maður frekar niðurlútur eftir svona rassskellingu,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Það jákvæða er að við erum með yngsta landsliðið í Evrópu í dag. Ég held að þetta er bara ákveðið ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við þurfum kannski bara að fá svona rassskellingar á móti þessum reynslumeiri liðum. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ „Það sem ég sé jákvætt við þetta, með alla þá leikmenn sem við getum ekki valið vegna meiðsla og annað. Þá held ég að breiddin í íslenska körfuboltanum er að aukast. Þegar við fáum alla okkar leikmenn aftur, sama hvort það sé úr háskólanum úti í Bandaríkjunum eða úr höfuðmeiðslum eða hnémeiðslum, þá verður íslenskur körfubolti betri, svona í heildina á litið. Það er eitt af því jákvæða sem sé í dag,“ svaraði Benedikt aðspurður út í þetta jákvæða áður en hann kom inn á nýliðana tvo sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir landsliðið í þessum leik, þær Elísabeth Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. „Þær hafa verið flottar í hópnum með okkur. Þær [Elísabeth og Emma] fengu ekki neinn spilatíma í síðasta leik en fengu að vera í kringum þetta og æfa með okkur. Það er ákveðin lærdómur. Svo fá þær í dag sínar fyrstu A-landsliðs mínútur, 17 og 18 ára. Þessir nýliðar eru allt [Elísabeth, Emma, Dagný Lísa og Anna Ingunn] framtíðar landsliðsmenn. Þær þurfa reynsluna en sú reynsla kemur ekki nema þú sért í hóp. Þetta verkefni á eftir að nýtast þeim, ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Benedikt bendir á ungverska liðið er einfaldlega betra en það er íslenska í dag. „Við vorum að spila á móti liði sem er bara miklu sterkara en við. Þær voru í kvöld þremur númerum stærri en við, sama hvort það var hæð, gæði eða eitthvað annað.“ „Þær voru í 50-50 leik við Spán á fimmtudaginn og Spánn er númer tvö á heimslistanum. Þetta er ofboðslega gott landslið. Ég er ekki til í að kvitta undir að við séum svona hræðilega lélegar í körfubolta. Við erum bara að spila við heimsklassa lið og getu munurinn skein klárlega í gegn.“ Benedikt vandaði alþjóðlega körfuboltasambandinu ekki kveðjurnar að lokum. „Þetta kerfi hjá FIBA er þannig að hvetjandi er fyrir stærri liðin að slátra þeim minni. Þó að úrslitin hafi verið ráðin undir rest og við að spila á reynsluminni leikmönnum þá voru þær bara að keyra á Kananum sínum ásamt sínum helstu leikmönnum til að reyna að vinna þetta eins stórt og mögulegt er, upp á heildar stigaskor sem telur í rest. Þetta var vont fyrir okkur í leikslok,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands. EM 2023 í körfubolta Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
„Manni líður ekki vel. Þetta er vont, að láta taka sig í svona kennslustund. Maður er að reyna að sjá eitthvað jákvætt líka en almennt er maður frekar niðurlútur eftir svona rassskellingu,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leikslok. „Það jákvæða er að við erum með yngsta landsliðið í Evrópu í dag. Ég held að þetta er bara ákveðið ferli sem við erum að ganga í gegnum. Við þurfum kannski bara að fá svona rassskellingar á móti þessum reynslumeiri liðum. Þetta fer í reynslubankann hjá okkur öllum.“ „Það sem ég sé jákvætt við þetta, með alla þá leikmenn sem við getum ekki valið vegna meiðsla og annað. Þá held ég að breiddin í íslenska körfuboltanum er að aukast. Þegar við fáum alla okkar leikmenn aftur, sama hvort það sé úr háskólanum úti í Bandaríkjunum eða úr höfuðmeiðslum eða hnémeiðslum, þá verður íslenskur körfubolti betri, svona í heildina á litið. Það er eitt af því jákvæða sem sé í dag,“ svaraði Benedikt aðspurður út í þetta jákvæða áður en hann kom inn á nýliðana tvo sem voru að spila sínar fyrstu mínútur fyrir landsliðið í þessum leik, þær Elísabeth Ægisdóttir og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. „Þær hafa verið flottar í hópnum með okkur. Þær [Elísabeth og Emma] fengu ekki neinn spilatíma í síðasta leik en fengu að vera í kringum þetta og æfa með okkur. Það er ákveðin lærdómur. Svo fá þær í dag sínar fyrstu A-landsliðs mínútur, 17 og 18 ára. Þessir nýliðar eru allt [Elísabeth, Emma, Dagný Lísa og Anna Ingunn] framtíðar landsliðsmenn. Þær þurfa reynsluna en sú reynsla kemur ekki nema þú sért í hóp. Þetta verkefni á eftir að nýtast þeim, ég kvíði ekki fyrir framtíðinni.“ Benedikt bendir á ungverska liðið er einfaldlega betra en það er íslenska í dag. „Við vorum að spila á móti liði sem er bara miklu sterkara en við. Þær voru í kvöld þremur númerum stærri en við, sama hvort það var hæð, gæði eða eitthvað annað.“ „Þær voru í 50-50 leik við Spán á fimmtudaginn og Spánn er númer tvö á heimslistanum. Þetta er ofboðslega gott landslið. Ég er ekki til í að kvitta undir að við séum svona hræðilega lélegar í körfubolta. Við erum bara að spila við heimsklassa lið og getu munurinn skein klárlega í gegn.“ Benedikt vandaði alþjóðlega körfuboltasambandinu ekki kveðjurnar að lokum. „Þetta kerfi hjá FIBA er þannig að hvetjandi er fyrir stærri liðin að slátra þeim minni. Þó að úrslitin hafi verið ráðin undir rest og við að spila á reynsluminni leikmönnum þá voru þær bara að keyra á Kananum sínum ásamt sínum helstu leikmönnum til að reyna að vinna þetta eins stórt og mögulegt er, upp á heildar stigaskor sem telur í rest. Þetta var vont fyrir okkur í leikslok,“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands.
EM 2023 í körfubolta Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira