Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 13:16 Geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni þurftu að leita vars í tveimur geimferjum sem liggja að henni í gærkvöldi þegar ljóst var að gervihnetti hefði verið splundrað á braut um jörðu. Myndin er af Dragon-geimferju SpaceX fyrir utan geimstöðina í apríl. AP/NASA Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu. Talið er að í það minnsta 1.500 brot hafi orðið til þess gervitungli var splundrað á lágri braut um jörðu í gær. Brotin eru á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og minnsta arða gæti valdið verulegu tjóni á hverju því sem á vegi hennar yrði. Bandarískir embættismenn fullyrtu í gær að Rússar hefðu verið að verki og sökuðu þá um glæfralega og óábyrga eldflaugarárás. Brotin muni skapa hættu í fleiri ár. Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, segir að geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni séu nú í fjórfalt meiri hættu vegna geimrusls en áður. Geimförum um borð í geimstöðinni var skipað að leita skjóls í tveimur geimferjum sem liggja að henni þegar ljóst var hvað hefði gerst seint í gærkvöldi. Fjórir Bandaríkjamenn, einn Þjóðverji og tveir Rússar þurftu að sitja í geimferjunum í tvær klukkustundir. Þegar þeim var hleypt aftur inn í stöðina var þeim ráðalagt að loka og opna hlera á milli hluta geimstöðvarinnar í hverri sportbraut um jörðu þegar hún fór nærri geimruslinu, á um eins og hálfs tíma fresti. Saka Bandaríkjastjórn um hræsni Rússneska varnarmálaráðuneytið staðfesti nú í dag að það hefði skotið niður gervitunglið Tselina-D sem hefur verið á braut um jörðu frá árinu 1982 og var ekki lengur í notkun. Fullyrti það aftur á móti að Bandaríkjastjórn væri fullkunnugt um að brak gervitunglsins ógnaði hvorki geimstöðvum, geimferjum eða öðrum athöfnum í geimnum. Rússnesk stjórnvöld reyna yfirleitt að bæta böl með því að benda á annað verra þegar vestræn ríki gagnrýna þau. Engin undantekning var að þessu sinni þegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði það „hræsni“ af Bandaríkjastjórn að saka Rússa um að spilla friði í geimnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði sagt í yfirlýsingu að Rússar hefðu ógnað friðsamlegri geimkönnun og athöfnum annarra ríkja með glæfralegri hegðun sinni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að segja að nafninu til mótfallnir vopnavæðingu geimsins. Bresk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafa tekið undir ásakanir Bandaríkjastjórnar um að vopnabrölt Rússa hafi verið hættulegt öðrum geimförum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að vopnatilraunin hefði einnig ógnað geimstöð Kínverja og að hún sýndi að Rússar þrói nú ný vopn. Rússar segja að þeir hafi neyðst til þess að bæta varnir sínar vegna vopnatilraun Bandaríkjanna og stofnun sérstakrar geimdeildar Bandaríkjahers í fyrra, að því er segir í frétt Reuters. Þeir hafi um árabil lagt til að vopnavæðing í geimnum verði bönnuð en að Bandaríkjastjórn og bandalagsríki hennar hafi komið í veg fyrir það á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin og Kína hafa áður skotið gervitungl en þau voru á lægri braut um jörðu en það rússneska og því líklegri til að brenna fyrr upp í lofthjúpi jarðar. NASA lét færa braut geimstöðvarinnar í síðustu viku vegna hættu sem var talin stafa af braki eftir slík tilraun Kínverja árið 2007. Geimurinn Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Talið er að í það minnsta 1.500 brot hafi orðið til þess gervitungli var splundrað á lágri braut um jörðu í gær. Brotin eru á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og minnsta arða gæti valdið verulegu tjóni á hverju því sem á vegi hennar yrði. Bandarískir embættismenn fullyrtu í gær að Rússar hefðu verið að verki og sökuðu þá um glæfralega og óábyrga eldflaugarárás. Brotin muni skapa hættu í fleiri ár. Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, segir að geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni séu nú í fjórfalt meiri hættu vegna geimrusls en áður. Geimförum um borð í geimstöðinni var skipað að leita skjóls í tveimur geimferjum sem liggja að henni þegar ljóst var hvað hefði gerst seint í gærkvöldi. Fjórir Bandaríkjamenn, einn Þjóðverji og tveir Rússar þurftu að sitja í geimferjunum í tvær klukkustundir. Þegar þeim var hleypt aftur inn í stöðina var þeim ráðalagt að loka og opna hlera á milli hluta geimstöðvarinnar í hverri sportbraut um jörðu þegar hún fór nærri geimruslinu, á um eins og hálfs tíma fresti. Saka Bandaríkjastjórn um hræsni Rússneska varnarmálaráðuneytið staðfesti nú í dag að það hefði skotið niður gervitunglið Tselina-D sem hefur verið á braut um jörðu frá árinu 1982 og var ekki lengur í notkun. Fullyrti það aftur á móti að Bandaríkjastjórn væri fullkunnugt um að brak gervitunglsins ógnaði hvorki geimstöðvum, geimferjum eða öðrum athöfnum í geimnum. Rússnesk stjórnvöld reyna yfirleitt að bæta böl með því að benda á annað verra þegar vestræn ríki gagnrýna þau. Engin undantekning var að þessu sinni þegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði það „hræsni“ af Bandaríkjastjórn að saka Rússa um að spilla friði í geimnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði sagt í yfirlýsingu að Rússar hefðu ógnað friðsamlegri geimkönnun og athöfnum annarra ríkja með glæfralegri hegðun sinni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að segja að nafninu til mótfallnir vopnavæðingu geimsins. Bresk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafa tekið undir ásakanir Bandaríkjastjórnar um að vopnabrölt Rússa hafi verið hættulegt öðrum geimförum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að vopnatilraunin hefði einnig ógnað geimstöð Kínverja og að hún sýndi að Rússar þrói nú ný vopn. Rússar segja að þeir hafi neyðst til þess að bæta varnir sínar vegna vopnatilraun Bandaríkjanna og stofnun sérstakrar geimdeildar Bandaríkjahers í fyrra, að því er segir í frétt Reuters. Þeir hafi um árabil lagt til að vopnavæðing í geimnum verði bönnuð en að Bandaríkjastjórn og bandalagsríki hennar hafi komið í veg fyrir það á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin og Kína hafa áður skotið gervitungl en þau voru á lægri braut um jörðu en það rússneska og því líklegri til að brenna fyrr upp í lofthjúpi jarðar. NASA lét færa braut geimstöðvarinnar í síðustu viku vegna hættu sem var talin stafa af braki eftir slík tilraun Kínverja árið 2007.
Geimurinn Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47