Samherjar Martins gera grín að því að Ísland eigi ekki nothæfa keppnishöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 07:30 Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin Hermannsson aftur í íslenska landsliðið. vísir/bára Það eru ekki bara Íslendingar sem furða sig á því að ekki sé nothæf keppnishöll hér á landi. Félagar Martins Hermannssonar í spænska körfuboltaliðinu Valencia eru farnir að gera grín að þessu ástandi. Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin aftur í landsliðið sem hefur leik í undankeppni HM 2023 síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Hollandi í Amsterdam 26. nóvember og Rússlandi í St. Pétursborg þremur dögum síðar. Leikurinn gegn Rússum átti upphaflega að fara fram hér á landi en það var ekki hægt. Engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, og Laugardalshöllin, sem hefur verið á undanþágu, er enn ónothæf eftir að vatn flæddi yfir gólf hennar í fyrra. Í samtali við RÚV sagði Martin að ekki sé hægt að búa við þetta ástand og félagar hans í Valencia hálf vorkenni honum vegna þess. „Það segir sig bara sjálft að þetta ástand er óboðlegt að körfuboltinn og handboltinn hafi bara ekki pláss á Íslandi. Ég var að segja strákunum í liðinu mínu hérna úti frá þessu að við hefðum þurft að spila heimaleikinn okkar við Rússa úti í Rússlandi af því við ættum ekki hús til að spila í,“ sagði Martin. Liðsfélagar körfuboltamannsins Martins Hermannssonar hjá Valencia gera grín að því að íslenska landsliðið geti ekki spilað heimaleiki sína á Íslandi. @hermannsson15 segir óboðlegt að engin lögleg aðstaða sé til fyrir liðið.Nánara viðtal við Martin: https://t.co/dU7RsrcVqx pic.twitter.com/0D1k3AjjSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 18, 2021 „Þannig það er orðinn svona léttur brandari innan liðsins að við getum ekki haldið einn körfuboltalandsleik á Íslandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt. Það eru sveitabæjir í Slóveníu og Frakklandi og Spáni og víðar sem gætu haldið svona landsleiki. En ég trúi nú ekki öðru en eitthvað fari að gerast í þessum aðstöðumálum. Ég var sjálfur mjög spenntur að koma heim og spila fyrir framan fjölskyldu og vini. En svo er það bara tekið af manni af því það er ekki til hús. Af því það er ekki til hús með tveimur körfum sem er viðurkennt af FIBA sem er bara fáranlegt.“ Martin hefur ekki mátt spila með landsliðinu undanfarin tvö ár vegna þátttöku sinnar með Alba Berlin og Valencia í Euroleague. Hann fékk hins vegar leyfi til að taka þátt í landsleikjunum sem framundan eru. Spænski körfuboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin aftur í landsliðið sem hefur leik í undankeppni HM 2023 síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Hollandi í Amsterdam 26. nóvember og Rússlandi í St. Pétursborg þremur dögum síðar. Leikurinn gegn Rússum átti upphaflega að fara fram hér á landi en það var ekki hægt. Engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, og Laugardalshöllin, sem hefur verið á undanþágu, er enn ónothæf eftir að vatn flæddi yfir gólf hennar í fyrra. Í samtali við RÚV sagði Martin að ekki sé hægt að búa við þetta ástand og félagar hans í Valencia hálf vorkenni honum vegna þess. „Það segir sig bara sjálft að þetta ástand er óboðlegt að körfuboltinn og handboltinn hafi bara ekki pláss á Íslandi. Ég var að segja strákunum í liðinu mínu hérna úti frá þessu að við hefðum þurft að spila heimaleikinn okkar við Rússa úti í Rússlandi af því við ættum ekki hús til að spila í,“ sagði Martin. Liðsfélagar körfuboltamannsins Martins Hermannssonar hjá Valencia gera grín að því að íslenska landsliðið geti ekki spilað heimaleiki sína á Íslandi. @hermannsson15 segir óboðlegt að engin lögleg aðstaða sé til fyrir liðið.Nánara viðtal við Martin: https://t.co/dU7RsrcVqx pic.twitter.com/0D1k3AjjSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 18, 2021 „Þannig það er orðinn svona léttur brandari innan liðsins að við getum ekki haldið einn körfuboltalandsleik á Íslandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt. Það eru sveitabæjir í Slóveníu og Frakklandi og Spáni og víðar sem gætu haldið svona landsleiki. En ég trúi nú ekki öðru en eitthvað fari að gerast í þessum aðstöðumálum. Ég var sjálfur mjög spenntur að koma heim og spila fyrir framan fjölskyldu og vini. En svo er það bara tekið af manni af því það er ekki til hús. Af því það er ekki til hús með tveimur körfum sem er viðurkennt af FIBA sem er bara fáranlegt.“ Martin hefur ekki mátt spila með landsliðinu undanfarin tvö ár vegna þátttöku sinnar með Alba Berlin og Valencia í Euroleague. Hann fékk hins vegar leyfi til að taka þátt í landsleikjunum sem framundan eru.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira