Der Spiegel segir frá þessu en í sameiginlegri yfirlýsingu frá Jafnaðarmannaflokknum, Græningjum og Frjálslyndum demókrötum segir að ætlunin sé að koma á skipulagi á markaðinn. Verði hægt að selja fullorðnum, eldri en átján ára, kannabis í verslunum sem þurfi að sækja um sérstakt söluleyfi til hins opinbera.
Tillögur flokkanna gera ráð fyrir að mat verði svo lagt reynsluna af lagabreytingunni að fjórum árum liðnum.
Allt stefnir í að ný ríkisstjórn taki við í Þýskalandi á næstu vikum og að Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz muni þá taka við kanslaraembættinu af Angelu Merkel.
Um mánuður er frá því að ríkisstjórn Lúxemborgar tilkynnti að ræktun og neysla kannabis yrði lögleidd í landinu.