Örugg í vinnunni – örugg heim Drífa Snædal skrifar 19. nóvember 2021 14:30 Í dag heldur Vinnueftirlitið upp á 40 ára afmæli sitt og óska ég starfsfólki stofnunarinnar og öllu vinnandi fólki til hamingju með daginn. Vinnueftirlitið var stofnað af mikilli framsýni og í kjölfar kjarasamninga sem lögðu áherslu á öryggi vinnunnar í bland við aukinn kaupmátt. Örfáum árum áður hafði verið sett reglugerð um húsnæði vinnustaða þar sem í fyrsta sinn var fjallað með skipulögðum hætti um hvernig vinnurýmum ætti að vera háttað, þar á meðal um kaffi- og matstofur. Það var nefnilega hvorki sjálfsagt að fólk gæti tekið hvíldarhlé í mannsæmandi umhverfi né að það nyti eðlilegs öryggis við vinnu sína. Á upphafsárum Vinnueftirlitsins voru mikil átök um starfssvið þess. Hvaða verkefni það ætti að fást við og hvenær það væri að seilast inn á verksvið annarra stofnana og félagasamtaka. Síðan hefur eftirlitið fest sig í sessi og fengið sífellt viðameiri hlutverk, eftir því sem þekking á vinnuaðstæðum eykst, vinnumarkaðurinn verður fjölbreyttari og auknar kröfur eru gerðar til öryggis og vellíðunar. Öryggi í dag felst ekki bara í fallvörnum og stálskóm, þótt slík öryggisatriði megi aldrei vanmeta heldur ekki síður í sálfélagslegu öryggi. Að þér líði vel í vinnunni og verðir ekki fyrir áreitni, einelti eða ofbeldi. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á þetta og auðvitað á hún að ganga undan með góðu fordæmi á sínum eigin vinnustöðum, innan stéttarfélaga og heildarsamtaka. Það er mitt mat að verkefni vinnueftirlitsins þurfa að njóta aukins stuðnings pólitískt og í gegnum fjárveitingar. Öryggi í heimi vinnunnar er stórpólitískt lýðheilsumál enda verjum við flest miklum hluta ævinnar við vinnu. Og það er kynjamál líka. Ekki bara af því að konur eru síður öruggar fyrir áreitni á vinnustöðum heldur er vinnumarkaðurinn afar kynjaður og örorkutölur sýna að stórar starfsstéttir kvenna eru þess eðlis að þær endast ekki heila starfsævi vegna álags. Umönnun og líkamleg og andleg þjónusta er þar helsti áhrifavaldurinn. Við höfum náð að saxa á áður hræðilegar tölur um slys og dauðsföll við vinnu, sem ekki síst voru á sjó og í byggingariðnaði. Á meðan við stöndum vörð um þann árangur og gerum enn betur, þá er löngu tímabært að takast líka á við sálfélagslegu þættina og andlega álagið. Góða helgi,Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnuslys Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Í dag heldur Vinnueftirlitið upp á 40 ára afmæli sitt og óska ég starfsfólki stofnunarinnar og öllu vinnandi fólki til hamingju með daginn. Vinnueftirlitið var stofnað af mikilli framsýni og í kjölfar kjarasamninga sem lögðu áherslu á öryggi vinnunnar í bland við aukinn kaupmátt. Örfáum árum áður hafði verið sett reglugerð um húsnæði vinnustaða þar sem í fyrsta sinn var fjallað með skipulögðum hætti um hvernig vinnurýmum ætti að vera háttað, þar á meðal um kaffi- og matstofur. Það var nefnilega hvorki sjálfsagt að fólk gæti tekið hvíldarhlé í mannsæmandi umhverfi né að það nyti eðlilegs öryggis við vinnu sína. Á upphafsárum Vinnueftirlitsins voru mikil átök um starfssvið þess. Hvaða verkefni það ætti að fást við og hvenær það væri að seilast inn á verksvið annarra stofnana og félagasamtaka. Síðan hefur eftirlitið fest sig í sessi og fengið sífellt viðameiri hlutverk, eftir því sem þekking á vinnuaðstæðum eykst, vinnumarkaðurinn verður fjölbreyttari og auknar kröfur eru gerðar til öryggis og vellíðunar. Öryggi í dag felst ekki bara í fallvörnum og stálskóm, þótt slík öryggisatriði megi aldrei vanmeta heldur ekki síður í sálfélagslegu öryggi. Að þér líði vel í vinnunni og verðir ekki fyrir áreitni, einelti eða ofbeldi. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á þetta og auðvitað á hún að ganga undan með góðu fordæmi á sínum eigin vinnustöðum, innan stéttarfélaga og heildarsamtaka. Það er mitt mat að verkefni vinnueftirlitsins þurfa að njóta aukins stuðnings pólitískt og í gegnum fjárveitingar. Öryggi í heimi vinnunnar er stórpólitískt lýðheilsumál enda verjum við flest miklum hluta ævinnar við vinnu. Og það er kynjamál líka. Ekki bara af því að konur eru síður öruggar fyrir áreitni á vinnustöðum heldur er vinnumarkaðurinn afar kynjaður og örorkutölur sýna að stórar starfsstéttir kvenna eru þess eðlis að þær endast ekki heila starfsævi vegna álags. Umönnun og líkamleg og andleg þjónusta er þar helsti áhrifavaldurinn. Við höfum náð að saxa á áður hræðilegar tölur um slys og dauðsföll við vinnu, sem ekki síst voru á sjó og í byggingariðnaði. Á meðan við stöndum vörð um þann árangur og gerum enn betur, þá er löngu tímabært að takast líka á við sálfélagslegu þættina og andlega álagið. Góða helgi,Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun