Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 14:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonar að nýr meðferðarkjarni spítalans laði ungt fólk í störf. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. Mönnunarvandi og húsnæðisskortur eru þau atriði sem allir á Landspítalanum nefna þegar þeir kvarta yfir ómögulegum starfsháttum sínum. Neyðarkall hefur borist frá hinum ýmsu sviðum og deildum spítalans nánast mánaðarlega síðustu misseri og gengu fimm starfsmenn svo langt að segja upp á bráðamóttökunni í vikunni. „Mér finnst þetta bara mjög alvarlegt. Og ég held það sé mjög mikilvægt að bæði stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld leggi við hlustir þegar að kallað er eftir viðbrögðum og aðgerðum. Og ég held að við eigum stöðugt að vera að velta því fyrir okkur með hvaða hætti er hægt að gera betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Nýr meðferðarkjarni lokki ungt fólk að Það sé ómögulegt að leysa þessi vandamál einn, tveir og þrír en bygging nýs meðferðarkjarna Landspítalans eigi að létta mjög á húsnæðisskortinum. „Það er auðvitað endalaust mikilvægt og það skiptir líka máli þegar kemur að mönnuninni. Það er að segja að ungt heilbrigðismenntað starfsfólk sjái að hér sé spennandi og gaman að vinna vegna þess að hér er nútímalegur spítali með besta mögulega tækjabúnað og svo framvegis," segir Svandís. „Vegna þess að það skiptir líka máli þegar að fólk er að ákveða hvar það vill vinna.“ Heldurðu að þessar stanslausu umkvartanir séu kannski einmitt til þess fallnar að verka öfugt á ungt heilbrigðismenntað fólk; að þetta virðist kannski vera fráhrindandi vinnustaður og að við séum komin í einhvern vítahring með þetta? „Þetta er náttúrulega alltaf ákveðin hætta þegar umræðan þróast með þeim hætti að það eru fleiri gallar en kostir við viðkomandi vettvang. En ég held að svona þegar á heildina er litið þá getum við öll verið sammála um það að íslensk heilbrigðisþjónusta er í hæsta gæðaflokki á heimsvísu.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mönnunarvandi og húsnæðisskortur eru þau atriði sem allir á Landspítalanum nefna þegar þeir kvarta yfir ómögulegum starfsháttum sínum. Neyðarkall hefur borist frá hinum ýmsu sviðum og deildum spítalans nánast mánaðarlega síðustu misseri og gengu fimm starfsmenn svo langt að segja upp á bráðamóttökunni í vikunni. „Mér finnst þetta bara mjög alvarlegt. Og ég held það sé mjög mikilvægt að bæði stjórnendur á spítalanum og stjórnvöld leggi við hlustir þegar að kallað er eftir viðbrögðum og aðgerðum. Og ég held að við eigum stöðugt að vera að velta því fyrir okkur með hvaða hætti er hægt að gera betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Nýr meðferðarkjarni lokki ungt fólk að Það sé ómögulegt að leysa þessi vandamál einn, tveir og þrír en bygging nýs meðferðarkjarna Landspítalans eigi að létta mjög á húsnæðisskortinum. „Það er auðvitað endalaust mikilvægt og það skiptir líka máli þegar kemur að mönnuninni. Það er að segja að ungt heilbrigðismenntað starfsfólk sjái að hér sé spennandi og gaman að vinna vegna þess að hér er nútímalegur spítali með besta mögulega tækjabúnað og svo framvegis," segir Svandís. „Vegna þess að það skiptir líka máli þegar að fólk er að ákveða hvar það vill vinna.“ Heldurðu að þessar stanslausu umkvartanir séu kannski einmitt til þess fallnar að verka öfugt á ungt heilbrigðismenntað fólk; að þetta virðist kannski vera fráhrindandi vinnustaður og að við séum komin í einhvern vítahring með þetta? „Þetta er náttúrulega alltaf ákveðin hætta þegar umræðan þróast með þeim hætti að það eru fleiri gallar en kostir við viðkomandi vettvang. En ég held að svona þegar á heildina er litið þá getum við öll verið sammála um það að íslensk heilbrigðisþjónusta er í hæsta gæðaflokki á heimsvísu.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira