Kappaksturinn á Losail-brautinni í Doha um helgina er sá fyrsti sem fram fer í Katar. Frá því að ákveðið var að halda HM 2022 í knattspyrnu í Katar hefur landið reglulega verið í fréttum vegna bágrar stöðu verkafólks í landinu, stöðu kvenna og hinsegin fólks.
'We stand together' Lewis Hamilton wears rainbow helmet in Qatar Grand Prix practice https://t.co/NE22l0K8T8
— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021
Hamilton hefur ítrekað rætt mikilvægi þess að Formúlan ræði málefni þeirra landa þar sem keppt er og gerði það enn á ný í Katar.
„Við vitum að það eru ýmis vandamál til staðar á þeim stöðum sem við keppum á. Katar virðist hins vegar dæmt til að vera einn af verstu stöðunum í þessum hluta heimsins. Þegar íþróttagreinar ákveða að halda á staði sem þessa verður að ræða opinberlega um málefni þeirra. Mannréttindi eru mikilvægt málefni,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi fyrir helgi.
„Ein persóna getur aðeins áorkað ákveðið miklu en saman getum við haft mun meiri áhrif. Já, ég vil að íþróttafólk ræði málefni sem þessi,“ bætti heimsmeistarinn við.
One of the worst : Lewis Hamilton criticises Qatar over human rights before country stages first F1 race.
— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021
By @Giles_Richards https://t.co/RqOBEvERXt
Reikna má með hörkuspennandi keppni í Formúlu 1 um helgina en Max Verstappen er sem stendur 14 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna.
Hamilton vann ótrúlegan sigur í Brasilíu um síðustu helgi og þarf á öðrum slíkum að halda í Katar ætli hann sér að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn.