HSV Hamburg fékk Lemgo í heimsókn og úr varð hörkuleikur. Var jafnt á flestum tölum, 14-14 í leikhléi og fór að lokum svo að liðin skildu jöfn, 28-28.
Bjarki Már Elísson fór mikinn í liði Lemgo og lauk leiknum sem markahæsti maður vallarins með átta mörk úr níu skotum.
Niklas Weller markahæstur í liði Hamburg með sex mörk.
Bjarki og félagar sitja í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig en Magdeburg hefur fimm stiga forystu á toppi deildarinnar og er með fullt hús stiga eftir ellefu leiki.